Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1985, Side 43

Frjáls verslun - 01.07.1985, Side 43
SAMTÍÐARMAÐUR Flutningar hafa aukist og vöru- meðferð hefur batnað en skipum og starfsfólki fækkað — segir Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips Texti: Ólafur Jóhannsson/Myndir: Loftur Ásgeirsson Mín fyrsta reynsla af stjórnun er starf hótelstjóra á Hótei Garði, en árið 1960 tóku stúd- entar yfir reksturinn á Hótel Garöi. Á þessum tíma var Hótel Borg stærsta hóteliö í Reykja- vík. Þeir voru margir sem spáðu okkur ekki góðum árangri í hót- elrekstrinum og þetta var lær- dómsrík reynsla. Það má nefna að eftir að reksturinn hafði staðið í vikutíma, þá vöknuðum við upp við það að við vorum ekki með neitt bókhald, við gleymdum að gera ráð fyrir því! Það er mér einnig minnisstætt, að á einum hótelstjórnarfundin- um var aðal umræðuefnið það, hvort kaupa ætti straujárn eða ekki!. Reksturinn á Hótel Garði heppnaðist vel og er hótelið rekið enn. Afkoman varð já- kvæð. Endahnykkurinn varð hins vegar fyrir óbeina aðild Loftleiða. Á þessum árum voru Loftleiðir í Norður-Atlantshafs- flugi um Reykjavíkurflugvöll og urðu hreyfilbilanir um haustið og tafir vegna þess. Þetta þýddi aukin viðskipti fyrir okkur og urðu þessi viðskipti til þess að kippa okkur yfir strikið. Þetta eru mín fyrstu beinu kynni af stjórnun. Höröur útskrifaðist úr við- skiptadeild Háskóla íslands og tók mikinn þátt í félagslífi og 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.