Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1985, Side 72

Frjáls verslun - 01.07.1985, Side 72
sérstaklega á vinnustöðum þar sem fólk er sifellt að vinna viö hluti sem eru skammt frá þeim - i seilingarfjarlægð. Öll umræða og rannsóknir sem vakið geta at- hygli á því sem þetur má fara, er af hinu góða og ég get nefnt sem dæmi að víða erlendis er mikil umræða i gangi um götulýsingu. Þegar orkukreppan skall yfir var gripið til þess ráðs að slökkva víða á ööru hverju götuljóskeri í sparnaöarskyni. Um þessa ráðstöfun varð mikil umræða og ýmsir bentu m.a. á að umferðar- slysum hefði fjölgaö verulega á eftir. Hér á landi og þá sérstak- lega í Reykjavík þurfum viö ekki Ikað óttast slæma götulýsingu þvi Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur staðið sig ákaflega vel í þeim efnum en það er hins vegar minni skilningur á ýmissri annars konar útilýsingu svo sem á vinnusvæöum þar sem bygginga- framkvæmdir eru i gangi. Þaö er alltof algengt að sjá þar blindandi Ijós sem geta reynst stórhættu- leg öryggi manna. — Ergóð lýsing, dýrlýsing? — Oft er það en þó ekki alltaf. Góð lýsing er kannski dýr i krón- um talin en þegar öllu er á botn- inn hvolft þá held ég að góð lýs- ing borgi sig fljótlega upþ. Góö Iýsing skapar velliðan og um- hverfið verður betra. Slysahætta minnkar og i ýmsum stofnunum svo sem skólum er hægt að lækka orkureikninga verulega með réttri lýsingu. Skilningur arkitekta á Ijóstækni hefur aukist verulega á undanförnum árum og það er ekki litið atriði því þeir ráða miklu um það hvernig lýs- ingu er háttað. — Getur þú nefnt dæmi um Hægt að lækka orkureikninga verulega slæma og góða lýsingu, utan- húss og innan? — Það er kannski auðveldara að finna dæmi um slæma lýsingu og íþróttahúsin koma fljótlega upp i hugann. Nýlegt iþróttahús á Reykjavikursvæðinu er gott dæmi um aö upp voru sett Ijósker sem alls ekki eru heppileg til notkunar á slíkum stöðum. Ljósin eru of sterk og geta hæglega blindað iþróttaiðkendur. Nýleg bensínstöð við Hafnarfjarðarveg- inn, þar sem ég ek um á hverjum degi, er ekki siðra dæmi um slæma lýsingu. Þar eru stór og mörg Ijósa- stæði sem ekki eru afskermuö og geta því hæglega blindað vegfar- endur. Þetta er sérstaklega slæmt á dimmum vetrarkvöldum i slæmu skyggni og getur skapaö mikla slysahættu. Ég man ekki í svipinn eftir neinu húsi eða stofn- un með fyrirmyndarlýsingu inn- anhúss en það má almennt segja aö velflestir nýju skólanna séu með góðri lýsingu. Utanhúss er lýsing mjög góð hjá SVR á Kirkju- sandi og alveg þokkaleg hjá Eimskip við Sundahöfn. Þaö er ekki litið atriði að vera með góða lýsingu á hafnarsvæðum. Það er eiginlega lífsnauðsynlegt, sagði Kristinn Jóhannesson. 72

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.