Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1985, Qupperneq 86

Frjáls verslun - 01.07.1985, Qupperneq 86
Gengi dollarans gagnvart Evrópu- myntum 60% hærra en 1980 Óvissa um gengi Banda- ríkjadollars setur svip sinn á flestar spár um framvindu al- þjóölegra efnahagsmála um þessar mundir. Undanfarin ár hefur gengi dollarans gagnvart öörum myntum sífellt fariö hækkandi og á fyrsta fjórðungi þessa árs var þaö orðiö rúm- lega 60% hærra en áriö 1980. Þessu háa dollaragengi hefur fylgt mikill innflutningur og viöskiptahalli í Bandaríkjunum. Segja má, aö vaxandi innflutn- ingseftirspurn í Bandaríkjunum hafi verið einn helsti aflvaki hagvaxtar í heiminum undan- farin tvö ár. Alþjóöastofnanir hafa undantekingalítiö gert ráö fyrir því, að gengi dollarans lækkaöi fyrr en seinna og betra jafnvægi næðist í viðskiptum Bandaríkjanna við önnur lönd. Nokkur bið hefur oröiö á, að þessir spádómar rættust. Um mitt þetta ár virðist þróunin þó stefna í þessa átt, því frá miöj- um mars til miös júlí féll gengi dollarans gagnvart helstu Evr- ópumyntum og japönsku yeni um nær 10%. Dollaragengi er eigi aö síöur mjög hátt. Spá alþjóöastofnana á liðnu vori gerðu ráö fyrir því, að hagvöxt- ur í Bandaríkjunum á þessu ári yröi um 3% samanborið viö 6,8% hagvöxt áriö 1984. Tölur frá fyrri helmingi ársins 1985 benda til þess, aö enn meira kunni að draga úr hagvexti þar í landi á þessu ári. IHægari vöxt- ur eftirspurnar hefur dregið úr líkum á því að veröbólgan magnist að nýju, og er hún nú talin veröa um 4% á þessu ári. Þótt enn sé mikill halli á fjárlög- um Bandaríkjanna, hefur heldur dregiö úr lánsfjáreftirspurn það sem af er árinu, og hafa vextir jafnt í Bandaríkjunum og á al- þjóðamarkaði heldur farið lækkandi. Nú er taliö aö doll- aravextir á alþjóömarkaöi verði á bilinu 9-9 1/2% á árinu 1985, sem er nálægt einu prósentu- * Gengi dollarans hefur fallið um10% sl. mánuði ★ stigi lægra en var til jafnaðar á árinu 1984. Meö aðhaldssam- ari stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum hefur mjög dregið úr verðbólgu í flestum ríkjum Evrópu á undanförnum árum. Víöa um lönd er gert ráð fyrir því, að enn dragi úr verð- bólgu á þessu ári. Hagvöxtur hefur yfirleitt veriö hægur í Evr- ópuríkjum á síðustu árum og atvinnuleysi þar farið vaxandi. Talið er, aö í heild muni lands- framleiösla í Evrópuríkjum ekki aukast nema um 2-2 1/2% á árinu og atvinnulausum muni fjölga úr 10% í rúmlega 11% af mannafla. Horfurnar eru mun bjartari fyrir Japan. Enda þótt því sé spáö, aö útflutningur Japana til Bandaríkjanna minnki nokkuö á árinu, er talið, að hagvöxtur í Japan veröi 4- 5% á þessu ári. Hvaö þróun- arríkin varðar, stendur erlend skuldabyröi mörgum þeirra fyr- ir þrifum. Þau hafa dregiö veru- lega úr innflutningi og reynt að flytja út stærri hluta framleiöslu sinnar til aö standa í skilum meö vaxtagreiöslur af erlend- um lánum. Einkum hefur inn- flutningur þelrra á fjárfesting- arvörum dregist saman og kann þaö að draga úr hagvexti í þessum ríkjum, þegar fram í sækir. Á móti kemur, að þau munu hafa hag af lækkun vaxta og að öllum líkindum einnig af gengislækkun dollarans. Taliö er, að í heild verði hagvöxtur í þróunarríkjum á þessu ári um 4%, sem er ívið meira en í fyrra. Alþjóöaviöskipti jukust mjög á árinu 1984, en þau höföu stað- ið sem næst í staö um nokkurra ára skeið. Mjög aukin eftir- spurn í Bandaríkjunum átti hér stærstan hlut að máli. Á þessu ári er reiknað með því, aö aftur dragi nokkuö úr vexti alþjóða- viðskipta og þau aukist um 5- 6%, sem er nálægt meðaltali sjöunda og áttunda áratugar- ins. Yfirleitt er ekki gert ráð fyr- ir verulegum breytingum á viö- skiptakjörum í milliríkjaverzlun á þessu ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.