Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1985, Side 91

Frjáls verslun - 01.07.1985, Side 91
Átök á vinnumarkaöinum eru árvissir og tíöir viöburöir í íslensku þjóölífi rétt eins og í öörum lýðræðislöndum. Þaö viröist erfitt aö skipta hinni margumtöluðu þjóðarköku svo öllum líki og aö undanförnu hafa oröiö töluveröar umræöur um alvarlegt misvægi í launakerfinu á íslandi. Talaö er um aö tvær þjóðir byggi landið. Önnur hafi þaö gott og þá væntanlega á kostnað hinnar sem minna hefur. Nú er þaö alkunn staöreynd aö í þeim þjóöfélögum sem byggja á svipuðum stjórnarfarslegum grunni og íslendingar er alltaf einhvert misvægi í launakjörum. Þetta misvægi er síst minna í þeim löndum þar sem ríkjandi er hiö svokallaöa velferöarþjóöfélag en í hiinum sem byggja á öörum hug- myndafræðilegum grunni. Þaö hefur verið áberandi í umræöunni um launajöfnuö á ís- landi aö ævinlega er rætt um möguleika á þvi aö draga þá niður sem meira hafa og litiö er framhjá kjarna málsins — nauösyn þess aö auka þjóöarframleiösluna. Stækka kök- una sem ertil skipta. Þaö er kannski erfitt aö benda á einstök atriði til úrbóta í þeim efn- um en víst eru til fjölmargar leiöir sem vert væri aö feta sig út á. Því miður hefur of lítiö veriö gert til þess að hvetja menn til átaka á sviði nýsköpunar í atvinnulifinu og tilraunir hafa meira aö segja verið kæfðar í fæðingum vegna þröngsýni og skilningsleysi. Undanfarna áratugi hefur ríkt töluverð spenna á vinnumarkaöinum á íslandi og at- vinnuleysi hefur veriö óþekkt nema þá sem árstíðabundið og staöbundiö. Er sannar- lega gott til þess aö vita og næg atvinna handa öllum en ef til vill er þaö eina sem ís- lendingar geta hrósaö sér af í efnahagsmálum sínum. En því miður hefur atvinnuþró- unin ekki orðið á þann veg sem æskileg getur talist. Hið opinbera hefur tekiö til sín æ stærri hluta vinnuaflsins á kostnaö framleiðsluatvinnuveganna. Þetta þýöir með öörum oröum aö æ færri standa í raun og veru undir bákninu og að framleiösluatvinnuvgrein- arnar fara halloka í samkeppninni viö hiö opinbera. Virðist flestir gera sér þessa þróun aö góða og t.d. beinlínis stuðlað aö henni meö skólakerfinu eins og það er uppbyggt. Enginn deplar auga þótt það komi í fréttum að starfsmannafjöldi ríkisstofnunar aukist um tvo þriöju á einu ári á sama tíma og litið er á þaö sem fjarlægt vandamál aö fólk fæst ekki lengur til aö vinna í þeirri atvinnugrein sem íslendingar byggja þó afkomu sína á að verulegu leyti. Þótt rikisstjórnir gefi fögur fyrirheit um aö nú verði spyrnt viö fótum og útþensla rikiskerfisins minnkuö verður aldrei af framkvæmdum. Frekar eru tekin erlend lán en að draga saman seglin vandamálum nútíðarinnar þannig velt á framtiöina. Kannski eru fjárlög ársins 1986 talandi dæmi um þetta. Með þeim eru boö- aöar verulegar skattahækkanir til þess aö standa undir bákninu. Mörgum fannst þó nóg komið í skattlagningunni fyrir aö ógleymdum fyrirheitum núverandi valdhafa aö skattabyrgðin yröi ekki aukin. Báknið er óneitanlega fariö aö minna á drekann í ævin- týrinu — þegar eitt höfuö var höggviö af honum bættust bara viö tvö ný og þaö þurfti meira og meira til aö fóöra hann. 91

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.