Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1985, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.08.1985, Blaðsíða 45
til þess aö kaupa alla mina fram- leiðslu frá Akranesi, þannig aö ég taldi að ekki yröi vandamál aö afstja vöruna. Þetta hefur siöan þróast ágætlega. Aö visu hefur sú breyting oröiö á að ég hætti viðskiptum viö fyrirtækiö i V- Þýskalandi, vegna þess aö m.a. aö dæmiö meö Aston Villa kom inn í myndina. Þaö aö framleiða búninga fyrir slikt félag hefur mikla kosti. Þaö er ekki bara ver- ið aö framleiða fyrir liöiö, heldur veröa aödáendur félagsins aö eiga búningana lika. Tillögur um búninga fyrir Aston Villa Dæmió með Aston Villa kom þannig upp aö félagið óskaði eftir þvi aö gerðar yröu tillögur um útlit búninga félagsins eftir aö samn- ingur þeirra viö ákveðinn bún- ingaframleiðanda brást. Barst fjöldi tillagna í þessa samkeppni, en þær 10 þestu voru valdar út og átti ég 8 þeirra. Að lokum var siðan ein af minum tillögum valin sem hin endanlega. Stóð ég þá frammi fyrir þvi aö þetta heföi i för meö sér heilmikil viðskipti. Nú stendur dæmiö þannig aö Aston Villa hefur óskaö eftir þvi viö mig aö viö setjum sameiginlega upp fyrirtæki i Bretlandi, þar sem seldar yröu vörur undir nafninu HENSON, en fyrirtækið yröi að hálfu leyti mín eign og aö hálfu leyti þeirra. Myndi þetta fyrirtæki annast framleiöslu og sölu á vör- um frá mér á Bretlandi og viðar. Þaö sem á stendur nú i þessu máli er svar frá mér. Þarna úti er gifurlegur markaður og miklir möguleikar á ferðinni. Þess má til gamans geta aö einnig eru uppi hugmyndir um markaðssetningu HENSON i Bandarikjunum. Þessar hugmyndir eru þó ekki komnar mjög langt á veg og ekki timabært aö greina frá því máli i smáatriðum enn sem komið er,“ sagöi Halldór. Veltan að líkindum nær 100 milljónir í ár — Hvaö vinna margir hjá fyrir- tækjum þínum og hver er velta fyrirtækjanna? „Hjá mér vinna um þaö bil 100 manns og er þá allt talið, þæöi hér i Reykjavik, á Akranesi og á Selfossi. Veltan i fyrra var um 50 milljónir króna og ætli hún verði ekki nær 100 milljónir i ár. Þaö er mjög gott starfsfólk á öllum stöö- unum og þaö er Ijóst aö sá ár- angur sem náöst hefur, heföi aldrei náöst án þessa góða starfsfólks.“ — Samkeppni? „Samkeppnin er auövitaö hörð. Hingaö til lands berst allt þaö besta i heiminum á þessu sviöi og innflytjendurnir fá allt þaö nýj- asta um leið og þaö kemur. Auk þess eru allar nýjungar á þessu sviöi kynntar í Munchen tvisvar á ári, en þar er haldin mjög stór al- þjóöleg sýning. Þar sýna allir þeir framleiðendur sem telja sig eiga erindi á heimsmarkaöinn. Ég vonast til þess aö geta komist þangað eftir um þaö bil 2 ár,“ sagói Halldór. — Svo þaö er enginn barlóm- ur í þér? „Þaö er þannig i þessu sem ööru aö hver er sinnar gæfi smiö- ur. Þegar erfiðleikar steöja aö veröa menn aö leggja haröar aö sér. Ég hef mjög gaman af því sem ég er aö gera og þaö er fyrir rnestu." Yfirbygging í lágmarki „Þaö var stór stund fyrir mig þann 17. ágúst siöastliöinn þegar liö Aston Villa hljóp út á knatt- spyrnuvöllinn Old Trafford i Manchester i búningum frá mér. Aö visu tapaði liðiö 4-0 fyrir United, en eigi aö siöur var þetta ánægjulegur áfangi fyrir mig,“ sagöi Halldór. — Stjórnun þessa fyrirtækis. Er hún ekki yfirgripsmikið verk- efni? „I raun má segja að stjórnunin hafi litið breyst síöustu árin. Aöalmarkmiöiö hjá mér er aö halda yfirbyggingunni i lágmarki. En það hefur í för meö sér aö þaö hvila miklar og þungar byröar á skrifstofunni, en þar ráöa Esther Magnúsdóttir kona min og Ingi- björg systir mín rikjum og ferst þeim starfið þar vel úr hendi. Þar er mjög mikið aö gera viö aö sinna innheimtu og fjármálum, en þær eru hörku duglegar. Einnig er ég mjög heppinn meö yfirmenn á saumastofunum eins og raunar starfsfólkiö allt.“ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.