Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1985, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.08.1985, Blaðsíða 83
íslendingar hafa óspart státaö sig af því aö undanförnu að hér sé ríkjandi velferöarþjóöfélag. Reyndar eru alltaf uppi skiptar skoöanir og jafnvel deilur um tekjuskiptingu, hvernig eigi aö skipta þjóöarkökunni eins og stjórnmálamennirnir oröa þaö. Og víst er aö á yfirborðinu er ríkjandi hér vel- feröarþjóðfélag. Atvinna hefur veriö næg, framþróun hefur veriö á flestum sviöum, fjárfesting og einkaneysfa mikil. Út af fyrir sig má þaö teljast eðlilegt aö ákveöin þensla væri hérlendis þar sem á því eru engin tvímæli aö íslendingar höfðu dregist verulega afturúr öörum þjóðum á mörgum sviðum og hafa jafnvel oröiö aö gera þaö á áratugum sem aðrar þjóöir voru árhundruð aö vinna aö. En spurn- ingin er hvort viö höfum gengið til góös á síöustu tveimur áratugum — hvort sú velferö sem okkur finnst blasa hvarvetna viö á sér rætur eöa hvort hún er aöeins vöxtur á yfirboröinu. Því miður virðist þaö síöarnefnda vera uppi í tengingnum ef grannt er skoðaö. Á timum mikillar þenslu, eftirspurnar eftir vinnuafli og miklum fjárfestingum hafa atvinnuvegirnir oröiö útundan og uppbygging þeirra hef- ur ekki verið i samræmi viö þaö sem gerst hefur á öörum sviðum. Þaö er þvi ekki framleiðniaukning sem stendur undir velferöinni nema aö mjög takmörkuöu leyti. Á síöustu árum hefur hins vegar veriö stofnaö til óhóflegrar skuldasöfnunar erlendis og svo er komiö aö hlutfall erlendra skulda af vergri þjóöarf ramleiöslu er nú um eöa yfir 50%. Þarna hefur veriö tekinn víxill sem er svo stór aö erfitt verö- ur að greiða hann niður. Væri sök sér ef fjármagninu heföi verið beint til þess að skapa verðmæti en svo er alls ekki. í mjög athyglisveröri grein sem Vilhjálmur Egilsson hagfræöingur Vinnuvetenda- sambandsins skrifaöi fyrir skömmu í Morgunblaðiö bendir hann á aö með þvi að bera saman lána- stööuna í hlutfalli af útflutningstekjum af vöru og þjónustu komi í Ijós aö t.d. árið 1973 hafi skulda- staðan veriö innan við helmingur útflutningsteknanna en um síðustu áramót hafi þær hins vegar ver- iö 20% hærri en útflutningstekjur. Vilhjáimur bendir einnig á þaö í grein sinni aö verulegur hluti þess fjármagns sem tekið hefur veriö að láni erlendís hafi runnið til ríkisframkvæmda og ríkiseyöslu og á þann hátt hafi staða framleiöslu- atvinnugreinanna veriö rýrð og sköpuö aukin þennsla. „Það bætir heldur ekki úr skák þegar ríkiö borgar sinu fólki kauphækkanir umfram þaö sem aörir semja um meö erlendum lánum. í sumar gáfu samningarnir á hinum almenna vinnumarkaöi 14—15% kauphækkanir frá júní til áramóta. En launa- hækkanirnar hjá ríkinu hafa veriö mun meiri og þessar hækkanir hjá ríkinu eru fjármagnaöar með er- lendum lánum beint og óbeint," segir Vilhjálmur í greininni. Nú er þaö yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar aö dregiö skulu úr erlendum lántökum og fariö verði aö borga af víxlinum eða í þaö minnsta að haldið veröi í horfinu. Auövitaö veröur þaö ekki auövelt verk. En þaö er nauösynlegast. íslendingar veröa aö gera sér grein fyrir því og þá stjórnmálamennirnir fyrstir manna aö þaö er fölsk velferð sem byggir á því aö velta vandanum yfir á framtíðina. En þegar spyrna á viö fótum er ekki sama hvernig þaö er gert. Þaö vakti satt aö segja ugg þegar þaö spuröist aö ætlunin væri aö mæta aðhaldinu í erlendum lántökum meö auknum skattaálögum bæöi á ein- staklinga og atvinnufyrirtæki og aö ekki væri ætlunin aö draga úr ríkisumsvifum nema mjög tak- markaö. Þaö er líka fölsk velferö sem byggir á endalausri skattpíningu. Á því sviöi hefur þegar verið gengiö of langt. Sá tími hlýtur aö vera kominn aö rikiö dragi úr umsvifum sínum enda Ijóst aö þar eru margar leiöir færar til þess aö spara og þaö verulega. Þaö verður fróölegt aö fylgjast meö hver verö- ur niðurstaðan viö afgreiöslu fjárlagafrumvarpsins en reynslan af þvi sem gerst hefur undanfarna áratugi gefur því miður ekki ástæöu til bjartsýni né heldur aö raunverulega sé pólitískur vilji til þess aö höggva á hnútinn og taka nýja stefnu sem byggir á því að hægt verði á ferðinni hvað ríkisútgjöldin varöar og þess freistaö að byggja upp atvinnuvegina og auka raunverulega verömætasköpun í land- inu. En meðan velferðin er byggð á erlendum lántökum og óhóflegri skattpíningu má meö sanni segjaaöhúnséábrauöfótum. ^ 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.