Alþýðublaðið - 28.07.1969, Side 2
2 Alþýðublaðiö 28. júl'í 1969
ER PAPADQP
RÆTT
Talið að línurnar skýrisf á næstu mánuðumog jafnvel viðtaki
yngri menn og harðari, sem vilja koma á enn harðari fas-
isfasljórn
Það cr ekkert nýtt undir sólinni og í Aþenu ræður Papadepolos ríkjum.
Þessi orð sem voru í breyttri mynd sögð um annan foringja í öðru landi
eiga við um ástandið í Grikklandi. Hingað til hefur ekki annað verið að sjá en
gríska útgáfan af Papa Doc hafi ráðið öllu í hananaríkinu sínu.
E.i margt bendir til þess að þetta sé nú að breytast. Síðustu vikurnar hef
ur ýmislegt verið að gerast. Óstyrkurgerir vart við sig hjá grískum ráðámönn
um og margir velta því fyrir sér, hvort svo kunni ckki að vera komið, að Georg
Papadopoulos, kennarasonurinn frá Peloponnes og arftaki Adelfs Hitlers, sé
að missa tökin.
Margt bendir sem sé til þess
að örðugleikar steðji að þess-
ari yngstu einræðisstjórn Evr-
ópu á þri'öj a ári valdaferils
hennar. Hvað gerist, er enn of
snemmt að segja fyrir um, en
. málin ættu að skýrast á næstu
tveimur, þremur mánuðum.
Bak við tjöldin fer fram hörð
valdabarátta og (úrslit hennar
gætu orðið þau, að Papadopoul-
os verði að víkja fyrir yngri
og harðari mönnum. Margir
hinna yngri herforingja vilja
koma á enn hreinræktaðri fas-
istastjórn og þeir telja ekki ó-
,maksins vert að reyna að láta
hlutina líta þekkilegri út, eins
• og Papadopoulos hefur þrátt
fyrir allt gert sér far um. And-
stæðingar herforingjaklíkunn-
ar álíta að hver svo sem úrslit
þessarar valdabaráttu verði,
fari ekki hjá því að herforingj-
arnir bíði hnekki. Með þessum
deilum séu þeir að taka sína
eigin gröf. Það kann því að
gerast fyrr en nokkurn grun-
ar að nýir menn komist til
valda'í Grikklandi.
Ástæður þessa eru margar.
Papadopoulos hefur ekki tek-
ízt að ávinna sér hylli almenn-
íngs. Krossferð hans' gegn „sið-
spillingunni“ náði • aldrei nein-
um hljómgrunhi. Öánægja
þjóðarinnar með herforingja-
stjórnína fer sívaxandi. And-
staðan gegn ríkisstjórninni hef-
ur aldrei verið meiri en nú síð-
- an valdaránið var framið í apr-
il 1967.
Hættulegustu andstæðingar
Papadopoulos eru þó hans eigin
samherjar. Herinn, sem hingað
til hefur verið traustasti bak-
hjarl herforingjastjórnarinnar,
er nú í molum. Fimm eða sex
klíkur innan hersins bítast um
forystuna. Einn þeirra fjöl-
• mörgu herforingja, sem hafa
vepð látnir víkja úr stöðu
sinni, hefur orðað þetta á þessa
leið:
„Það er ekki lengur hægt að
talg um nokkurn her. Klíku-
skapur og innbyrðis deilur hafa
sprengt hann algjörlega. Ag-
inn er næstum enginn. Klíku-
bræðurnir vaða alls staðar
uppi. Höfuðsmenn skjálfa af
ótta frammi fyrir undirmönn-
um sínum, og undirforingjar
segja hershöfðingjum iðulega
fyrir verkum.“
Hernaðarsérfræðingar lands-
ins hafa einnig áhyggjur af því
hvernig hersveituhum er komið
fyrir í landinu. Hersveitirnar
eru staðsettar af innanlands-
pólitískum ástæðum, ekki hern-
aðarlegum. Öflugustu hersveit-
irnar eru núna í Attiku, í ná-
grenni höfuðborgarinnar. Þess-
ar hersveitir eru undir stjórn
hörðustu herforingjanna. Yfir-
maður þeirra er yfh’maður her-
lögreglunnar, Dimitris Ioannid-
is. Það er maður sem stundum
hefur gerzt furðu djarfur. Á
síðastliðnu vori handtók hann
til að mynda upp á eigin spýt-
ur ýmsa herforingja, sem voru
grunaðir um að vera hliðhollir
Konstantín .konungi, til þess að
koma í veg fyrir að sættir tækj-
ust með konungi og Papado-
poulos forsætisráðherra. 13.
júní í sumar ritaði hann for-
sætisráðherranum síðan bréf og
bar þar fram ýmsar harðar kröf-
ur, en Papadopoulos gekk óðara
að þeim öllum.
1
í bréfinu tók Ioannidis það
skýrt fram, að hann samþykkti
ekki neitt daður við gamla
stjórnmálamenn, lýðræðissinna
eða konunga. Komi hann vilja
sínum fram verður Grikkland
í enn ríkara mæli en Papado-
poulos fæst til að samþykkja
gert að herbúð. Og Ioannidis á
sér marga skoðanabræður, þar
.á meðal fyrryerandi yíirmann
. öryggislögreglunnar, Jannis
Ladas.
Þeir Ioannidis og Ladas eru
sjálfsagt þeir menn, sem valda
forsætisráðberranum mestum
áhyggjum, en hann á þó um
leið við fleiri að kljást. Niko-
laos Petains stjórnar skrið-
dreka- og fótgönguliðasveitum
í Norður-Grikklandi og er
. stuðningsmaður konungsins og
sagður standa í sambandi við
hann í útlegðinni í Rómaborg.
En vinsældir Petains meðal
herforingjanna í Saloniki eru
svo miklar, að Papadopoulos
getur ekki hætt á það að láta
hann víkja úr starfi. Sízt af
öllu kýs hann að lenda í opin-
berum deilum við Petanis. Það
gæti orðið til þess að draumur
hans um grískt þúsundáraríki
rætist ekki.
En Papandopoulos á sér líka
stuðningsmenn. Landgöngulið-
ar flotans, sem eru á Attiku og
lúta stjórn bróður hans, Kon-
stantíns, eru þýðingarmesti bak
hjarl hans. Trúlega styðja
skriðdrekasveitirnar umhverfis
Abenu, sem áður lutu stjórn
Pattakos hershöfðingja, hann
líka. Aðrir sem þung lóð hafa
að leggja á • metaskálarnar,
komi til uppgjörs milli Papado-
poulosar og loannidisar eru
Nikolas Gantonas hershöfðingi,
ráðherra í málefnum Norður-
Grikklands, og Odysevs Angel-
is forseti herforingjaráðsins.
Andstaðan gegn Papadopoul-
os innan hersins gerir and-
stöðu almennings gegn stjórn-
inni þyngri. Hlutlausir frétta-
menn álíta að yfir 90% þjóð-
arinnar sé andsnúin ríkisstjórn-
inni, sem stöðugt virðist vera
að einangrast meira og meira.
Papadopoulos gerir, sér fulla
grein fyrir því, hvaða hættur
þetta getur haft í för með sér,
og í vor hóí hann sérsj,.aka „vin-
sældaherferð“ til þess að reyna
að bæta úr ástandinu.
Sú herferð mistókst með öllu. I
Papadopoulosi tókst ekki að jg
finna sér lærisveina, sem væru jg
reiðubúnir til þess að leggja af H
stað út á meðal fólksins og boða
hina réttu trú. Skriðdrekar voru J
forsætisráðherranum betri vopn |
en ræður, og meðan andstaðan Sl
gegn honum var ekki opinber |
sat hann nokkuð tryggt í sessi. I
En í sumar hefur Papado- I
poulos í alvöru mætt andstöð.
Júnímánuður var herforingja- 1
stjórninni erfiður mánuður, og H
kann hann þó að vera barna- S
l°'kur borið saman við það sem @
síðar kemur. í bá átt bentu þeir jjf
at.burðir, að tilræði voru gerð
víðsvegar um Aþenuborg sam- ’
tímis. Papadonoulos svaraði m
þeirri árás með því að efla lög- S|
reglulið borgarinnar, lögreglan i
var vonnuð og fékk fyrirmæli n
um að beita hörku við minnsta g
tilefni. Örvggislögreglan hand- i
tók fjölda manns, en andstæð-
ingar ríkisstjórnarinnar segja. »
að hún hafi ekki haft unn á 1
hinum raunverulegu tilræðis- 9
mönnum. Það hefur aftur gefið jf
be;m harðari í hernum bvr und- 1
ir báða vængi og þeir heimta h
að meiri hörku sé beitt. Papado^ ^
poulos gekk að þeirri kröfu fyrr
í sumar er hann skipti um 1
menn í mörgum ráðherraemb- *
ættum. R
En alvarlegasta áfallið fyrir |
herforingjastjórnina var þó upp |
reisn dómaranna. í tvö og hálft -
ár hafa lögfræðingar landsins J
stutt ríkisstjórnina, en nýlega 1
báru þeir fram kröfu um að *
21 dómari, sem stjórnin hefði g
látið víkja úr starfi, yrðu settir |
á nv í embætti sín. Forseti rík- |
isráðsins eða réttara sagt stjórn
lagadómsstóls landsins gaf tón- |
inn í þeirri deilu. en hann hélt I
því fram, að frávikning dóm- '
aranna bryti í bága við stjórn- g
arskrá landsins. Panadonoulos |
svaraði eins og erkibyltingar-1
maður. Hann gerði opinberlega
lítið úr þeirri stjórnarskrá sem
til þessa hafði verið helzta
skrautfjöðrin í hatti hans inn
á við og út á við. Af ótta við
að dómarauppreisnin breiddist
út, kailaði hann herlið til Ab-
enu síðustu helgina í júní. Slíkt
hafði ekki gerzt síðan Konstan-
tín konungur gerði byltingar-
tilraun sína í desember 1967.
Inn á við hefur Papandopoul-
os á vfirborðinu styrkt stöðu
sína með því að leggja undir
sig fleiri og fleiri ráðherraemb-
ætti. Hann stjórnar nú þegar
fimm ráðuneytum. Og þar að
auki er hann varamaður sjálfs
sín. Þetta kemur mörgum í Aþ-
enu á óvart. í tvö og hálft ár
hefur Papadonoulos haft lag á
að auka völd sín á kostnað
keppinautanna, en það eru líka
takmörk fyrir því hvað hann
má leyfa sér. Þess vegna hefur
því ekki verið tekið með þegj-
andi sældinni að hann legði sí-
fellt undir sig ný og ný ráð-
herraembætti. Margir telja
raunar að þetta beri vott um
það, hve erfið afstaða hans sé
í raun og veru orðin. Hánn
treystir ekki lengur neinum
Fratóliald á bls. 11.
I
Sfyrkisr fíl að
nema græfllenzku
□ í fjáríögum fyrir árið
1969 eru veittar kr. 60.000,00
sem styhkíur til Hflend ngs til
ag læra tungu Grænfendipga.
Umsclkinium um styrk þenn-
an skal komið til menntamáta
ráðuneytisins, HverEisgötu 6,
Reylkjavík, fyrir 25. ágúst
n. k. Umscfkn slkulu fylgja
upplýs'mgl r um .námsferiil á-
,<rmt si'aðfestum afritum prófi
skírteina, svo og greinargerð
urn ráðgerða tijhögun græn-
lenzlkuniám.sins.
Umsóknareyðublöð fást í
menntamiál'aráðuneytinu. —-
!i
HraðfryifiEás :
eitiyrbyii! á |
Raufarhöfn
□ iS'Bnn líður að því að tekið
vsrði í notlkiun endurb'<ggt
hraðitrystihús á Ra.uifarhöfn.
Stálbáliurinn JcteuPl (áður
Jörundiur II) býst nú til togr
veiða. Hand'færabátr hafa
eiflag vel að' undanförmu og
afilinn verdg sáltaður. —
□ Nú nægir ekki lengur, að
móðir og dóttir klæði sig eins
eða strákar og stelpur séu i
sams konar fötum. Nei, það
nýjasta er. að öll fjölskyldan sá
nákvæmlega eins klædd. Og hér
höfum við eina hugmyndina frá
J. Esterel í París. „Það verður
ekki iangt þangað til konur,
karlmenn og börn hætta að
auðkenna sig hvert frá öðru
með klæðaburðinum,“ segir sá
frægi tízkufrömuður. „Og það
reýnir á hugmyndaflugið að
finna klæðnað sem fer þeim öll-
um jaínvel." . ..