Alþýðublaðið - 28.07.1969, Síða 14

Alþýðublaðið - 28.07.1969, Síða 14
14 Alþýðublaðið 28. júlí 1969 ^Hamingjan ef tiyerful SuSan c>4She 20. — Gilda vildi ekki, að það yrði öðruvísi, svaraði hann. — Vitanlega ræðu þú hér lögum og lofum og húrr er hér aðeins sem gestur þinn. Gilda kom sigri hrósandi, en það leið ekki á löngu áður err hún fann, að Helen og Pétur höfðu komizt að vissu samkomulagi og það varð áfall fyrir hana. Hún hafði altaf átt auðvelt með að vefja Pétri um fingur sér og hún hafði ekki gert ráð fyrir því, að sér veittist erfitt að ýta Helen frá og verða sjálf frúin í Rilminster höll. En Pétur virtist ætlast til þess, að eiginkona hans væri hefðarfrúin. Dag nokkurn kom Gilda inn í stóru dagstofuna, þar sem systir hennar og Pétur stóðu og horfðu út á akrana. — Líttu á folöldin þau arna, Helen, sagði hann. —Ég ætla að láta temja þau, þegar þau stækka og og þá fáið þið Gilda sinn hvorn hestinn. — Það verður yndislegt! Augu Gildu leíftruðu af reiði. Ef hún hætti nú að ráða yfir Pétri og hann færi að líta á Helen, sem hefð- arfrúna í höllinni, yrði ekkert rúm fyrir hana þar. Hún varð að fá hann aftur — varð að eignast hann alveg og sigra hjarta hans á nýjan leik — og það sem fyrst. — Sýndu okkur hestana, Pétur, sagði hún og gekk til þeirra og horfði á Pétur með stóru sakleysis- legu augunum sínum. — Megum við ekki velja hvern þeirra sem er, Helen? j — Frú Bates bíður mín í eldhúsínu, en þið getið farið út og valið saman, sagði Helen, sem vildi ó- ■ gjarnan skilja systur sína og Pétur eftir tvö ein, en sem fannst, að skyldurnar gengju fyrir öllu. En í stað þess að fara út í hesthúsið fór Gilda beint inn í stóru hlöðuna með það að yfirskyni, að hún ætlaði að sækja þangað fáeinar gulrætur. Þeg- ar þau voru komin inn fyrir snéri hún sér við og þrýsti sér að Pétri, sem hafði komið inn alveg á hæla hennar. Pétur, elsku Pétur, hvíslaði hún hásum rómi. — Ég get þetta ekki lengur. Ég er svo nálægt þér, en þó aldrei í faðmi þér. Við gerum Helen ekkert illt með þessu. Hún hefur aldrei átt þig. Kysstu mig. Hún horfði beint í augu hans með fallegu augun- um sínum og freistaði hans með rauðum vörunum. Hann beit á jaxl og það komu sársaukadrættir í andiit hans. — Þetta er óréttlátt, Gilda, sagði hann. Við komum okkur saman um það, að ást okkar væri einskis mæt hér á eftir. Við megum ekki og get- um ekki elskast. — En við vissum ekki sjálf, hvað við sögðum þá, stundi hún með ásríðuþunga. Við reyndum að skilja, en ég get ekki misst þig. Einu sinni var ég nægilega sterk til að reyna að fara, en for- lögin hinduruðu það. Mamma veiktist og svo kom eldsvoðinn og nú bý ég undir sama þaki og þú — Það er engin tilviljun, þar var vilji forlaganna að við hittumst. Ég bið þig aðeins um að kyssa mig. — Við getum það ekki .... stundi hann hás- um rómi. — Jú, það getum við, svaraði hún hvíslandi. — Einu sinni baðst þú um kossa mína, nú bið ég þig um þína. — Það verður verst fyrir okkur bæði, ef við látum undan tilfinningum okkar, sagði hann ákveð- inn. — Við verðum að læra að hafa hemil á þeim og skilja, að við veðum að taka tillit til annarra. Um leið kom Lloyd Rutley inn í hlöðuna. Hann leit rannsakandi á Gildu og spurði síðan, hvar Helerr væri. Hann ætti að hjálpa henni með hvolp- ana. Þegar Pétur sagðist halda, að hana væri að finna inni, gengu mennirnir tveir að hesthúsinu, en Gilda stóð ein eftir, öskrandi reið yfir því, hvað Pétur virtist hálfvolgur og yfir Lloyd, sem henni fannst að hefði lesið hugsanir hennar. En handan við hlöðuna stóð Helen, þótt enginn sæi hana. Hún Ijómaði af gleði. Hún hafði heyrt allt sem fram fór. Kannski hafði Pétur loksins sigrast á ást sinni til systur hennar, því að Gilda hafði boðið sig og hann hafði hafnað. Helen var hamingjusöm, þegar hún fór aftur heim. 18. kafli. •Lloyd kom oft í mat á óðalsetrinu, en Helen vissi ekki, að ástæðan var sú, að Gilda bauð honum að koma. Helen hélt, aö Pétur hefði boðið honum og Pétur, að Helen hefði gert það. Helen vissi ekki, að Gilda ætlaði að koma þeim Lloyd saman og beið þess eins að hún gæti sannað eitthvað á þau. Hún hafði fengið sér herbergi á sömu hæð og Helen bjó á og hún vakti yfir hverri hreyfingu Hel- enar og Péturs. Hvers vegna var Helen orðin svona virðuleg. Hitti Pétur konu sína oftar en hana grun- aði? Herbergið hans var 'skammt frá herbergi Hel- enar en eftir því sem Gilda fylgdist betur með sá hún að Pétur fór aldrei inn tíÉHelenar. Dag’ nokkurn fór Gilda inrr í bæinrt og keypti sér fallegasta náttkjpl sem hún fann, laufléttan kjól úr knipplingum og næloni auk fallegs örþunns slopps. I I I I t I I I I I I I I 1 I 1 t I I I t I I I I I Smáauglýsingar TRÉSMÍÐ AÞ J ÓNUSTA Látið fagmann annast vlðgerðir og vlðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggja'ndi: Bretti — Hurðir — Véla<rlok — Geymslulok á Voikswagen í. allflestum litum. Skiptum á eiruum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHRÉINSUN og rennuhreinsun. Vönduð •g góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐ A STJÓRAR Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Sími 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruð húsgögn. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíg 28, sími 83513. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum tii leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bílkrana, til allra framkvæmda, lnnan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veitingaskálinn, Geithálsl.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.