Fregnir - 01.12.1976, Síða 2
2
2. þing Bandalags háskólamanna.
"Bandalagið efni til könnunar á stöðu rannsóknabóka-
safna með tilliti til notagildis vegna almennrar
rannsóknarstarfsemi". Þannig hljóðar ein greinin í
starfsáætlun Bandalags háskólamanna 1976-1978, sem
samþykkt var á þingi BHM dagana 17. og 18. nóvember
s.l. Þingið var haldið á Hótel Loftleiðum í Reykja-
vík, og sóttu það um 200 fulltrúar hinna 17 félaga
innan bandalagsins.
í lögum bandalagsins um hlutverk þess segir í 2.
grein: "Hlutverk bandalagsins er: 1. Að efla sam-
heldni háskólamenntaðra manna. 2. Að stuðla að
bættri aðstöðu til vísindalegra starfa á Islandi og
vinna að auknum skilningi landsmanna á gildi þeirra.
3. Að efla vísindalega þekkingu í landinu og stuðla
að eftirmenntun (framhaldsmenntun) háskólamenntaðra
manna í hvívetna".
1 sextán ár - eða frá stofnun bandalagsins - hafa
kjaramál verið efst á baugi hjá samtökunum og verða
það líklega enn um skeið. En með samþykkt starfs-
áætlunarinnar 1976-1978 virðist bandalagið gera sér
það ljóst, að því beri einnig að huga að öðrum hags-
munamálum háskólamenntaðra manna. Um þetta vitnar
eftirfarandi samþykkt þingsins: "Sinnt verði meira
þeim verkefnum, sem talin eru í 1.-3. tölulið 2.
greinar laga BHM".
Meðal annarra atriða starfsáætlunarinnar má nefna
samþykktina um að "unnið verði að löggildingu starfs-
heita í þeim tilgangi að styrkja stöðu og réttindi
allra félagsmanna" og samþykktina um "að bandalagið
stuðli að undirbúningi og framkvæmd símenntunar".
Ennfremur var ákveðið, að "haldið verði áfram könnun
a stöðu háskólamenntaðra kvenna og þátttöku þeirra í
atvinnulífinu". Þess má geta að af um 2.900 félags-
mönnum BHM eru tæplega þrjú hundruð konur.
Orlofsheimilamálinu var einnig hreyft á þinginu.
Samþykkt var að "hafnar verði framkvæmdir við bygg-
ingu orlofshúsa á vegum bandalagsins. Öllum félags-