Fregnir - 01.12.1976, Side 3

Fregnir - 01.12.1976, Side 3
3 mönnum bandalagsins verði gefinn kostur á að taka þátt í slíkri framkvæmd, enda þótt framlag í orlofs- heimilasjóð sé ennþá bundið við ríkisstarfsmenn". Um orlofsferðir var samþykkt: "Samið verði áfram um hagstæðar orlofsferðir. Kannaðir verði möguleikar á ferðum í menntunarskyni". Launa- og skattamál voru mjög til umræðu á þinginu. Flutt voru tvö framsöguerindi um skattamál af þeim Atla Haukssyni endurskoðanda og Guðmundi Magnússyni prófessor. Guðmundur kynnti ýmis atriði hinna nýju skattalaga, sem væntanlega verða lögð fram á Alþingi á þessum vetri. Guðrún Gísladóttir og Else Mia Einarsdóttir sóttu þingið fyrir hönd Felags bókasafnsfræðinga. Geta má þess að á næsta þingi BHM koma til framkvæmda ný laga- ákvæði, sem gera minni félögunum kleift að senda a.m.k. 3 fulltrúa á þing bandalagsins. Sex starfshópar voru starfandi á þinginu. Guðrún tók þátt í störfum skattamálahópsins og Else Mia valdi sér starfsáætlunarhópinn. Skattamálahópurinn hefur enn ekki lokið störfum en hann mun skila áliti í byrjun desember. Eins og fyrr segir var mikið rætt um kjaramál. I einni af ályktunum þingsins segir, að allt frá því Bandalag háskólamanna fékk viðurkenndan samningsrétt um launakjör ríkisstarfsmanna innan sinna vébanda hafi það leitast við að byggja kjarabaráttu sína á efnislegum rökum. Þess hefði verið vænst að samn- ingsréttarlögin frá 1973 tryggðu ríkisstarfsmönnum innan BHM sanngjarna úrlausn kjaradeilna. Reyndin hafi þó orðið önnur. Hvorki samninganefnd ríkisins né Kjaradómur hafi tekið tillit til mismunar á kjörum háskólamanna í þjónustu ríkisins og annarra. Auk þess hefur verið horfið frá raunverulegu starfsmati. Þingið samþykkti einnig ályktanir og lýsti m.a. þeirri skoðun sinni, að allir landsmenn skuli búa við sömu vinnulöggjöf. Jafnframt lýsti þingið andstöðu sinni við alla skerðingu á verkfallsrétti annarra launþega-

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.