Fregnir - 01.12.1976, Side 4

Fregnir - 01.12.1976, Side 4
4 samtaka. Serstaklega lýsti þingið andstöðu sinni við þau drög að frumvarpi til laga um verkföll og vinnudeilur, sem unnin hafa verið á vegum ríkis- stjórnarinnar og kynnt ASÍ, vegna þeirrar skerðingar á verkfallsrétti og samningsrétti, sem stefnt er að í frumvarpsdrögunum. Þá lýsti þingið því yfir að hækka yrði dagvinnukaup, þannig að fólk gæti komist eðlilega af án þess að leggja á sig yfirvinnu. Þá skoraði þingið á ríkisstjórnina að heildarsamtök launþega, einnig BHM, fái skattalagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar til umsagnar áður en Alþingi gengur frá því. 1 lok þingsins fór fram stjórnarkjör, og var Jónas Bjarnason endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn og varastjórn eru Skúli Hall- dórsson, Almar Grímsson, Guðmundur Björnsson, Jón L. Sigurðsson, Ragnar Aðalsteinsson og Stefán Her- mannsson. Desember 1976 Else Mia Einarsdóttir Kj aras amningar 17. nóvember 1976 var undirritaður samningur milli Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags bókasafns- fræðinga f.h. félaga sinna, sem starfa hjá ríkinu. FB varð fullgildur meðlimur BHM haustið 1972. Það var þó of seint til þess að komast með í samninga BHM við Fjármálaráðherra, sem þá stóðu fyrir dyrum, og var því í það skipti samið fyrir félaga FB í þeim stéttarfélögum, sem þeir voru í, áður en FB var stofnað, þ.e. Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Félagi íslenskra fræða og Félagi háskólakennara. Þegar samningar hófust á síðast liðnu hausti, þá var FB með í hópnum, sem BHM samdi fyrir. Það voru 8 með limir FB, starfandi hjá ríkinu, sem fólu félaginu að annast samninga fyrir sig.

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.