Fregnir - 01.05.1990, Blaðsíða 6

Fregnir - 01.05.1990, Blaðsíða 6
-6- Kristín Indriðadóttir, bókavörður við Kennaraháskóla íslands NOTENDAFRÆÐSLA Samantekt um efnl fundar á vegum félags rannsóknarbókavarða í Danmörku sem haldinn var í Nyborg á FJónl dagana 6.-7. febrúar 1990 Hátt í 140 manns sóttu fundinn, þar af yflr 60% konur. og hlustuðu á 9 karla flytja fyrirlestra um notendafræðslu. Bjnjað var á að lýsa hvemlg ástandið í Danmörku væri um þessar mundir, hvað væri til af hjálpargögnum og hvaða aðferðir væru notaðar. Þá var einnig rætt um framtiðarþróun í spegli fortiðar og hvaða máli tölvuvæðingin skipti. Einkum var þó rætt um hver ætti að ábyrgjast að námsmenn og fræðimenn fengju fræðslu í upplýsingaöflun. Eru það bókasöfnin eða menntastofnanimar sjálfar? Einna athyglisverðustu fyrirlestrana fluttu fulltrúar safnnotenda. aðstoðarrektor, lektor og hagfræðinemi. Mest bar á sjónarmiðum úr stóru háskólabókasöfnunum en í umræðum komu fram lýsingar á ýmsum athyglisverðum leiðum sem farnar höfðu verið í minni skólum. FJárveitingar til menntastofnana hafa dregist mjðg mikið saman á undanfömum ámm en öll bókasðfnin eru hluti menntastofnana nema stóru háskólabókasðfnin fjögur sem hafa algjörlega aðskilinn fjárhag. Ollum bar saman um að ástandið hefði ekki batnað á síðustu 15 árum. Arið 1975 kom út á vegum félags rEuinsóknarbókavarða álitsgcrð um skyldur rannsóknarbókasafnanna við námsmenn, bæði hvað varðar fræðslu í upplýsingaöflun og bókasafnsþjónustu. Enn í dag vildu menn gera það sama og þá. þ.e.a.s. veita vísinda- og fræðimönnum það öryggi sem til þyrfti til þess að geta stýrt upplýstngaöflun slnni farsællega. Einn frummælenda taldi þó að engin þörf jTði fyTir aðra notendafræðslu í framtiðinnl en lögð jrði inn í sjálfar tölvuskrámar. Bókaverðir þjrrftu bara að lokka menn að tölvunum. Furðu fálr sáu lausnlna fólgna í því að leggja gmnn að þekkingu manna á upplýsingaöflun fyrr í skólakerfinu. Það hefur sjálfsagt verið vegna þess að fmmmælendur komu allir úr öðm umhverfl. Fátt af því sem menn dreymdi um fyrir 15 árum hefur orðið að verulelka hér í landi. Sífellt er verið að spara í menntakerfinu og í háskólunum em nú mlklu fleiri nemendur á hvem kennara en þá var, námstíminn hefur styst og nemendur setja nám sitt öðm visi saman. Þcgar kennsla er orðin léleg er farið að gera skýrslur og tala um gæði. Innan safnanna hafa einnig orðið miklar breytingar, tölvur veíta nú flest svör við hvaða efni sé til í heiminum en þversögnin felst í þvi að sðfnin hafa ekki bolmagn til þess að kaupa það. Æ fleiri erlend söfn taka gjald fýrir millisafnalán. jafnvel söfn eins og Chalmers tæknlháskólasafnið í Svíþjóð sem er einna frægast bókasafna á Norðurlöndum fyrir góða notendafraeðslu. í kðnnun á heimiidaðflun fræðimanna í mannvísindum á Norðurlöndum sem gerð var að tilhlutan NORDINFO og kom út 1988, kom fram að þeir vom ekki beint óánægðir með söfnin, þeir væntu bara einskis af þeim. Spurningin um notendafræðslu er ein af gmndvallarspurningum um heildarstefnu safns og undir því komin hvemig maður lítur á hlutverk safnsins í að þjóna markmiðum stofnunarinnar. Eigum við að fá þeim notendum sem koma af tllviljun inn í söfnin allt upp í hendumar án þess þeir þurfi neitt að gera sjálflr eða eigum við að taka markvisst höndum saman við kennarana um að bæta menntun allra námsmanna? Ef maður trúir á uppeldishlutverk safnsins verður að setja notendafræðsluna framarlega í forgangsröðina og vera þess minnugur að hér er um betri menntun að ræða. Svo má hnýta aftan vlð þeim hagsmunum safnanna að óánægðir vel menntaðir notendur em betri bakhjarl heldur en þeir sem einskis vænta og engar kröfur gera.

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.