Alþýðublaðið - 16.08.1969, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 16.08.1969, Qupperneq 8
8 Alþýðublaðið 16. ágúst 1969 „Engin er svo sæt og góð sem Dimmaiimmalimm, og e igin er svo hýr og rjóð sem Bimmalimmalimm,“ Sennilega kannast flestir við þetta stef úr ævintýrinu hans Muggs um prins- essuna Dimmalimm — en færri munu vita, að ævintýrið samdi hann um litla frænku sína — systurdóttur sína, Helgu Egilson, sem var kölluð Dimmalimm, „þegar hún var lítil“ og gaf henni það. Og núna hefur sú sama Helga Egilson gert leikrit upp úr ævintýri frænda síns um Dimmalimm, cg það verður barnaleikrit Þjóðleikhússins í ár. Helga féllst á að segja mér frá ýmsu viðvíkjandi Dimmalimm, upphaflegu sög- unni og leikritinu hennar sjálfrar. — Hver er uþpruni Dimma- limm nafnsins? — Ja, það er nú það. „Ég hreinlega veit ekki. En pabbi gaf okkur öllum gælunöfn og það var eiginlega ekkert hægt að gera við Helgunafnið. Einhvern veginn vildi það til, að hann fór að kalla mig Dimmalimm. Við bjuggum þá í Ameríku, þar sem ég er fædd og hvort hann hafði nafnið úr einhverju jazzlagi — það getur verið. —Svo það hefur ekki verið Muggur, sem tók upp á því að kalla þig Dimmalimm? — Nei, það var pabbi. En þetta festist við mig strax og hélzt, meðan ég var krakki. — Prinsinn í Dimmalimm heitir PétUr. Er það einhver sérstakur Pétur? — Það var alltaf sagt, að það væri Pétur Thorsteinsson, frændi minn. Við erum syst- kinabörn og á líkum aldri; átt- um heima í sama húsi, þegar við vorum krakkar og lékum okkur mikið sáman. Þetta var svona grín í fjölskyldunni með Pétri prins og Dimmalimm kon ungsdóttur. — Hvenær samdi Muggur Dimmalimm? — Það hefur verið 1921, þeg ar ég var þriggja ára. Þá bjugg um við á Ítalíu. Við þurftum nefnilega að færa okkur svo mikið milli landa vegna starfs pabba. En þannig var, að Muggur kom að heimsækja okkur til Ítalíu o'g gaf mér þá Dimma- limm ævintýrið myndskreytt. Hann hafði bara gert það upp á grín, meðan hann var á skipinu á leiðinni. Svo voru blöðin seinna bundin inn og þannig á ég bókina ennþá. Þegar ég fer að hugsa um það núna, er ég alveg stein- hissa á því, að hún skuli aldrei hafa týnzt eða skemmzt, því að við vorum svo oft að skoða hana systkinin og leika okkur með hana — við vorum sjö svstkinin. En það sá aldrei á bókinni. — Muggur hefur haft mikið dálæti á.þér. — Já, það er líklega. En hann og mamma voru á sviþuðum aldri í systkinahópn um og vorum mjög samrýnd. Það hefur kannski eitthvað komið til þess vegna. En ég rétt aðeins man eftir honum — svona eins og mað- ur man frá því maður var lít- ill. Hann dó svo snemma. — Hvenær var það? i — Það hefur verið 1924. ;

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.