Alþýðublaðið - 16.08.1969, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 16.08.1969, Qupperneq 9
Al'þýðublaðið 16. ágýst 1969 9 - rið Helgu Egilson (Dimmalimm) k aff gjöf þriggja ára gömul og hefur — Þremur árum eftir að hann gaf mér Dimmalimm sem sagt, segi ég, hafandi reiknað það í huganum og þá vaknar sú spurning, hvernig á því stóð að bókin var gefin út upphaí- lega. Við þeirri spurningu seg- ir Helga; — Sennilega hefur upphafið verið, að það kom hingað danskur maður til að skrifa bók um Mugg og fékk þá að sjá hjá mér Dimmalimm, eins og Muggur gaf mér hana. Hann var svo afskaplega hrifinn af ævintýrinu og myndunum og hafði orð á, að þetta ætti að gefa út. Þetta var á stríðsárunum og Rögnvaldur, maðurinn minn, hafði eiginlega lokazt hérna inni og ekki komizt utan til náms aftur, svo að mér dettur í hug, að ef ég geti selt útgáfu- réttinn að bókinni, þá kunni það að verða til þess, að hann geti haldið áfram námi. Eg vann þá í KRON og það varð úr, að ég sýndi kaupfélags stjóranum þar bókina og hann ákveður á stundinni, að bókin verði gefin út hjá KRON og spyr mig, hvað ég vilji fá fyr- ir. ' Ég hafði hugsað mér, að bók in yrði kannski gefin út í hæsta lagi í 3 þúsund eintökum, og ákveð, að það hljóti að vera sanngjarnt, að ég fái krónu á eintakið. Svo ég segi það við hann — krónu á eintakið. —- Jahá, segir hann — við gefum bókina út í fimm þúsund eintökum. Þú getur ekki ímyndað þér, hvað mér fannst ég vera rík. Og þetta stuðlaði svo að því, að við hjónin komumst til Amer- íku til frekara náms. — Hvar var bókin prentuð? — Þessi fyrsta útgáfa var prentuð í Englandi. Það var verulega vönduð útgáfa —— pappírinn svo góður og litirn- ir komu sérlega vel út. Síðan hefur hún verið gefin út hérna tvisvar sinnum. Hún hefur líka verið gefin út á sænsku, og síðasta íslenzka útgáfan er á fjórum tungumál- um, ault íslenzkunnar. — Og þá érum við eiginlega komnar að því, sem ég ætlaði aðallega að forvitnast um, og það er leikritsgerðin á Dimma- limm eftir þig. Við skulum byrja á byrjuninni eins og áð- an. — Já, segir Helga. Hennar er eiginlega að leita fimmtán ár aftur í tímann, þegar strák- arnir mínir voru á sögualdr- inum. Eg þurfti þá alltaf að vera að segja þeim sögur og bjó þær bara til sjálf jafnharð- an. Þannig fór þetta að gerjast — ég sá ævintýrið um Dimma- limm fyrir mér og einmitt allt af á Þjóðleikhússviðinu. Eg gerði drög að þræðinum og fór með það uppkast til mágs míns, Indriða heitins Waage. Hann lítur á þetta og finnst alls ekki svo vitlaust, en hefur orð á því, að Bidsted sé að gera ballett um Dimma- limm. Þá pakkaði ég skriftunum gjörsamlega niður — þetta væri líka svo fáránlegt af mér að skrifa leikrit, þar sem ég hefði aldrei neitt komið nálægt leikhúsi og hefði ekkert vit á því — og ég snerti ekki á þessu í tíu tólf ár. - Ég hálfskammaðist mín nefnilega fyrir þetta, en eftir allan þennan tíma, fór þetta að sækja svo sterkt á mig aft- ur, að ég byrjaði að stelast í að skrifa, svona þegar ég var ein og enginn sá til. Ég ieitaði í dyrum og dyngj- um að því, sem ég hafði þegar verið byrjuð á fyrir löngu, því ég kveið svo fyrir að byrja alveg upp á nýtt. En ég fann það aldrei — byrjaði nú samt aftur. — Svo hefur leikritið komizt á góðan rekspöl hjá þér. — Það atvikaðist nú þann- ig, að ég veiktist og varð að liggja í rúminu í næstum tvo mánuði — þá hafði ég fyrst almennilegan tíma til að skrifa það. Ég skrifaði út einn þáttinn í fyrstu — og var alveg í öng- um mínum — bara yfir að vera að þessu. Það að leikritið verður sýnt hjá Þjóðleikhúsinu í vetur kem ur eiginlega til af því, að ég svndi Bryndísi Sehram — sem átti þá heima í sama húsi og við — fullgerða þáttinn. Hún hreinlega skipaði mér að halda þessu áfram — nú ég gerði það; veikindin entust einmitt til þess, að ég gat lok- ið því. Bryndís hvatti mig svo til að koma leikritinu til Þjóð- leikhússtjóra — og svo var sem sagt ákveðið í vor, að leikritið yrði tekið til sýninga. — Svo ég spyrji þig nánar út í leikritið, Helga, verður sungið í því og dansað? — Já, talsvert af hvoru tveggja. — Hver mundi semja tón- listina? — Það gerir Atli Heimir Sveinsson. Atli hafði nefnilega samið Framh. á bls. 11 Kérna virSir Helga fyrir sér mynd- ina af Dimmalimm konungsdóttur og Pétri prinsi^ eins og Muggur teiknaöi hana upphaflega. í bak. sýn er mynd af Helgu, máluð á ít- alíu um það leyti, sem Muggur samdi Dimmalimm.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.