Alþýðublaðið - 16.08.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.08.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 16. ágúst 1969 ^Hamingjan er Ijyerful SuSan cAShe f Pétur stóð óhagganlegur, því að hann sá sjálfur, S kjökraði, að hún gæi ekki afborið grimmd og ill- j hvað Gilda var hrædd. Nú fór hún að hágráta og j mennsku Helenar lenrgur, en Pétur gekk ekki til henn, ar og faðmaði hana að sér. Helen starði á Pétur og varð æ vonbetri. Hann | hafði ekki hlaupið til Gildu og ekki ráðizt á konuna i sína og skammað hana fyrir að særa stúlkuna. sem hann elskaði. Gat það verið, að hann sæi loksins, hvernig Gilda var? í þessum svifum kom einkennileg vera skjögrandi yfir túnið. Hún var kápulaus og hattlaus, og hánð flögraði í vindinum og andiitið minnti mest á grímu. Þetta var ekkja Lesters Hiltons og hún hélt á litlum böggli í fanginu, sem var vafinn inn í sjal. Konan kom að svaladyrunum og fór inrr. Koma ' hennar kom þeim svo á óvait að ekkert þeirra kom upp orði. Skerandi rödd konunnar rauf þögnina: — Herrann hefur refsað mér og ræn mig litlunni minni, vegna þess að ég afneitaði HerranUm. Hann skipaði mér að hefna dauða mans míns og neyða freistara hans til að krjúpa á kné í auðmýkt, en ég leyfði henni að fara og hann tók liluna mína frá mér, þar sem ég var ekki verð hennar. Hún dró sjalið frá og Helen veirraði, þegar hún • sá látið barn hvíla í faðmi þessarar óðu konu. [ Gifda studdi sig stóreygð við dyrastafinn og [ starði á barnið. Pétur átaði sig fyrstur, og meðaumkunin skein f úr augum hans. Han tók um hönd konunnar. P — Ef við getum hjálpað.... ^ Frú Hilton hló biturlega. — Hjálpað mér? Mér getur enginn hjálpað, nema hún verði fordæmd. Hún benti á Gildu: — Herrann gefur og Herrann tekur — hann hefur tekið mann- inn minn og barnið hans, en hefndin er errans. Hún gekk til Gildu með barnið í fanginu. — Taktu hana. Hún var veik og óhraust, þegar ég fann hana, því að þér senduð enga peninga til hennar, eins og þér höfðuð lofað. Fólkið, sem tók hana, var fátæk fólk, og nú er hún dáin. — Eiðurinn! stundi Gilda. — Þér sóruð að þegja! — Ég sór það við lifandi barn, en húrr lifir ekki lengur. Hún er dáin, litla dóttir mannsins míns og yðar. Pétur starði á Gildu, sem varð æ fölari. — Barnið þitt, Gilda! Þitt? Rödd hans titraði. — Svaraðu mér? — Nei! Nei! Hún er vitskert — Það vita allir! hrópaði Gilda. Það leiftraði úr augum frú Hiltons. —Hlustið á orð drottins, en ekki á þennan glataða aumingja, sagði hún. — Þið glatizt einnig, ef þið hlýðið ekki á orð mín, en Gilda Drake mun stikna í víti fordæmdra! — Segðu henni að fara, Pétur, stundi Gilda. — Segðu henni að fara og hirða þetta með sér. Þegar Pétur heyrði þessi hörkulegu orð, leit hann á stúlkuna, sem hann hafði elskað. Nú var hún jafn grimmúðug á svipinn og þegar hún hafði staðið and- spænis stiganum einn morguninn og ætlað að hrinda elen niður. Þá hafði hann haldið, að Ijósið úr litaða | glugganum blekkti sig, en nú sá hann Gildu eins og hún var. — Maðurinn minn varð að gjalda fyrir synd sína! I öskraði frú Hilton. — Hún skal bæta fyrir sína! — Svo virtist hún jafna sig ögn og sagði nú rólegri: — Þú skalt segja það með eigin orðum, að þú séri | glötuð, Gilda Drake. Þú viðurkerrndir fyrir mér, að | barn ykkar Lest reshefði fæðzt í írlandi. Þú hélzt,. að þú værir örugg, því að ég elskaði barnið en ég varð að líða fyrir það, að ég hlustaði á þig. — Lygi! öskraði Gilda. ■ — Það er um seinan, svaraði frú Hilton. — Ég hef gert boð eftir þeim, sem þú skildir barnið eftir | hjá. j — Það fólk gerir allt fyrir peninga^ sagði Gilda, sem var að berjast fyrir tilveru sinni og leit ekki aí ! manninum, sem hún hafði alltaf svikið. Pétur starði á hana. — Allt gera sumir fyrir peninga, sagði frú Hilton og augu hennar leiftruðu. — Þér selduð yður manni I mínum. Þér hafið aldrei elskað hann. — Nú var hún komin til Gildu eftir að hafa lagt litla barnið var-. lega frá sér á stól. — Maðurinn minn fórst í flug-1 slysi og brann vegna synda sinna — þér skuluö | einnig fá að brenna í eilífum kvölum. » Áður en þau víssu^ hvað hún ætlaðist fyrír, réðist | hún á Gildu, sem hörfaði undan og frú Hilton varpaði | stúlkunni inn í logandi arineldinn. ■ Sársaukavein Gildu yfirgnæfðu allt. Hún hafði I baðað út höndunum il að bera af sér höggið og nú | veinaði hún meðan eldtungurnar sleiktu handlegginn i á henni, en konan stóð fyrir framan hana eins og hefndarnorn. — Ég játa! Ég játa allt! veinaði Gilda. — Bjargið I mér! Ó, bjargið mér! Ég áti barrrið! Ég játa allt! Bæði Helen og Pétur höfðu þotið fram til að ' hjálpa henni, — Þið getið ekki bjargað henni! Enginn getur bjargað henni! öskraði frú Hilton, þegar þau hrintu ' henni frá. Pétur togaði Gildu út úr eldinum og vafði teppinu I utan um hana. Andlit harrs var tekið af skelfingu, en elen sagði ákveðin vi9 hann: I Smáauglýsingar teésmíðaþjónusta Látið fagmarm annast vlðgerðir og vlðhald á tréverfd húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUE! Höfum fyrirliggjasidl: Bretti — Huxðir — VéfraXlok — Greymsluldk á Volkswagen 1 állflestum litum. Skiptum á eiTfflTw degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskipiin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 eg 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhrelnsun. VönduS eg góð vinna. Pantið í tima I síma 15787. BIFREIÐ AST J ÓR AB Gerum við aEar tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Súni 30135. BÓLSTRUN ■—SÍMI 83513. Hef öutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruð húsgögn. Bólstrun Jóns Ámasonar, Skaftahlíg 28, 6Ími 83513. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgrðf- ur og bílkrana, til alLra framkvæmda, innan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veitingaskálinn, Gelthálsl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.