Alþýðublaðið - 18.08.1969, Page 14

Alþýðublaðið - 18.08.1969, Page 14
14 Al'þýðublaðið 18. ágúst 1969 ^Hamingjan ef tjyerful SuSan cylShe 36 — Fyrst þú ert búinn að slökkva eldinn skaltu ; sækja frú Bates og segja henni aö hita te og hringja á lækni. \ Þegar hann reis á fætur, lyfti frú Hilton 'nand- leggjunum upp yfir höfuð sér og hrópaði sigri hrós- andi: — Hlýddu á orð mín, Herra. Ég hef framfylgí boði þínu! Síðan skjögraði hún út. | 24. KAFLI. Þegar Pétur kom inn aftur, leit Gilda á hann og sagði biðjandi: — Það var ekki mér að kenna! Lester sá mig aldrei í friði. Pétur var hörkulegur á svipinn: — Og þú kvartaðir aldrei? Ekki einu sinni við unnusta þirrn?? Hættu að Ijúga, Gilda. Það er ekki til neins framar. — Ég þorði ekki að segja þér það. Þú hefðir drepið hann. — Það hefði hentað þér illa, sagði Pétur kuldalega. — Þú fékkst þetta vel borgað. 70 þúsund krónur var aðeins lítill hluti þess, sem Lester Hilton lét þig fá. — Hann kreppti hnefana og leit á litla böggul- ulinn á stólnum: — Á að senda barnið aftur til frú Hilton? Eða ætlar þú að annast dóttur þína, sem nú er látin? — Annast hana? öskraði Gilda, sem missti nú alla í stjórn á sér: — Ég er fegin, að hún er dauð! Fegirr! Leyfðu mér að segja þér, hvað ég hef liðið, Pétur. i — Þegiðu.; sagði hann svo ákveðinn, að hún þorði í ekki að að segja meira. | .Þegar læknirinn kom, leit hann fyrst á brunasár Gildu en síðan á barnið. Frú Hilton var sjúklingur hans, og harrn þurfti ekki að hlýða á margbrotlegar útskýringar. Hann vissi, að hér hafði harmleikur farið fram. Pétur tók litla böggulinn og settist inn í bíl iækn- isins og svo óku þeir af stað. Gilda lá stynjandi inni á sófanum með reifaða handleggi og lokuð augu. Hún neitaði að trúa því, að hún hefði misst Pétur. Húrr varð að gera honum það skiljanlegt, að samvizkulaus maður hefði noL fært sér hana. Helen virti hana lengi fyrir sér, en sagði svo ró- lega: — Pétur trúir þér aldrei. Nú veit hann, hverriig þú ert. Gilda opnaði augun og leit hatursaugum á systur sína: — Hvers vegna heldurðu það? Heldurðu, að þú eignist hann þá? Fíflið þitt! Haldi hann, að ég sé vond; skal hann halda, að þú sért enn verri! Tvær slæmar systur og önnur heldur verri! Hann efast alltaf um, að hann eigi barnið — því að hann man ekkert frá nóttinni og mun aldrei muna það! — Ætlar þú aldrei að segja honum, að þú vitir, að þetta er barnið hans? — Nei, aldrei. Ég skal sverja, að það.sé lygi! — Pétur heldur nú þegar, að hann eigi barnið, og svo hefurðu gleymt einu, Gilda. Pétur er mjög líkur föður sínum og afa og sonur hans verður líka Farrell. — Ef barnið fæðist þá! Gilda leit illgirnislega á systur sína. — Mér mistókst að henda þér niður stigann, err Pétur bjargaði þér með því að koma inn. ín ég fæ annað tækifæri... — Aldrei. Pétur hafði komið inn án þess að þær heyrðu til harrs. — Kona mín og barn fá að vera i friði fyrir þér, því að þú ferð héðan í dag. Gilda spratt á fætur. — Asninn þinn! Þú verður aldrei hamingjusamur með henni. Þú gleymir mér aldrei! — Nei, ég gleymi þér aldrei, Gilda. Ég mun alitaf þakka guði fyrir að hann losaði mig við þig og gaf mér Helenu. Gilda fór að gráta og bað hann um að gefa sér eitt tækifæri enn og sagðist hafa gert allt af ást á honum. — Er það? sagði hann kuldalega. — Var það af ást á mér, sem þú eignaðist barn með Lester Hilton? Hann barðist við skapofsann, sem sauð í honum og Helen sá, að hann átti fullt í fangi með að hafa stjórn á sér. Hann virtist mest langa til að slá Gildu og hún fann ekki til vorkunsemi með systur sirrni. Hún elskaði og vorkenndi manninum sínum, sem hafð'; orðið fyrir slíkum vonbrigðum. Nú tókst honum loks að hafa stjórn á sér. — Ég fer héðan innan skamms og verð í burtu í einrr klukkptíma. Þegar ég kem heim aftur, vil ég, að þú sért farin. Ég skal láta þig fá smávegis meðiag mánaðarlega með þeim skilmálum, að þú kcmir aldrei hingað aftur. Hún horfði á hann um stund, og tárin blikuðu í augum hennar. Tár reiði og sjálfsmeðaumkunar, og fegurð hennar virtist visnuð, þegar hún urraði: — Þú og þessi heimskulega samvizkusemi þín! Ég tek við peningunum þínum, en ég þakka þér þá aldrei. Smáauglýsingar TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og vlðhald á tréverM húseigna yðar, ásamt breytingum á nýj-u og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggja'ndi: Brettl — Hurðir — Vélarlok — Geymshiloik á Vollkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. VönduS •g góð vinna. Pantið í tima í síma 15787. BIFREIÐ A STJÓRAB Gerum við allar tegundir blfreiða. —- Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogl 14, Simi 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef fhitt að Skaftahlíð 28, klæði og gerl við bðtsitruð húsgögn. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftaihlíg 28, sími 83513. PÍPULAGNIR Tdk að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur ttraktorsgrðf- ur og bíltorana, tll allra framkvæmda, lnnan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. Hann fór þegjandi út. Helen langaði mest til að elta hann, en hún vissi, að hún mátti ekki gera það. Hann varð að fá að jafna sig í einrúmi. Hann hafði sagt, að hann þakkaði gtiði fyrir að hafa gefið sér hana^ en það gátu verið orð. sem hann sagði af biturleika, því að eitt sinn hafði hánn sagt henni, að hann myndi aldrei elska aðra enGildu. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veitingaskálinn, Gelthálsl.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.