Alþýðublaðið - 23.08.1969, Síða 7

Alþýðublaðið - 23.08.1969, Síða 7
Alþýðublaðið 23. ágúst 1969 7 LJÓSMÓÐ URSTARF Hér með auglýsist laiust til uimsóknar starf 'ljósmóður i Siglufjarðarkaupstað. Umsóknar frestur er til 1. október n.k. Starfið veitist frá 1. janúar 1970. Nánari upplýsingar veitir •undirritaður. Siglufirði 18. ágúst 1969, í BÆJARSTJÓRINN í SIGLUFIRÐI, (Sími 7-13-15). . 1 SÍMASKRÁIN 1969 Mánudaginn 25. ágúst n.k. verður byrjað að afhenda símaskrána 1969 til símnotenda í Reykjavík.. Fyrstu tvo dagaina, mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. ágúst, verða afgreidd símanúmer frá 10000 til' 26999, það eru sítma númer frá Miðbæjarstöðinni. Miðvikuldaginn 27. og fimmtudaginn 28. ágúst verða af- greidd símanúmer, sem byrja á ÞRÍR og ÁTTA, það eru símanúmer frá Grensásstöð- inini. Símaskráin verður afgreidd í Kirkjustræti 8—10 (í húsnæði, sem Gefjun—Iðunn var í áður) daglega kl. 9—19. í HAFNARFIRÐI verður símaskráin afhent á símstöðinni við Strandgötu föstudaginn 29. ágúst. Þar verða afgreidd símanúmer, sem byrja á FIMM. í KÓPAVOGI verður 'símaskráin áflhent á póstafgreiðs’lúnni, Digranesvegi 9, föstudag- inn 29. ágúst. Þar verða afgreidd símanúm- er, sem byrja á FJÓRIR. Athygli símnotenda skal vakin á því, að símaskráin 1969 gengur í gildi um leið og tvö þúsund númera stækkun Miðbæjarstöðv arinnar verður tekin í notkun, að öllu for- fallalausu aðfaranótt mánudagsins 1. septem ber 1969. Símnótendur eru vinsamlega beðnir að eyði leggja gömlu símaskrána frá 1967 vegna fjöída númerabreytinga, sem orðið hafa frá því hún var gefin út, enda ekki l'engur í gildi. BÆJARSÍMINN. Rönigenhjúkrunarkona Röntgenhjúkrunarfcona óskast að Borgarspít alanum sem allra fyrst. Upplýsinga’r gefur forstöðukona spítalans í síma 81200. Reykjavík, 22. 8. 1969, Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Grímulaust og skefja- laust ofbeldi Ræða YiimundarCylfasonar á Tékkóslóv- akíufundinum á miðvikudagskvöid □ Ekki er ég hér vegna þess, að ég eigi skyldmenni eða vini í Tékkóslóvakíu. Og ekki held- ur vegna þess að það fólk, sem Tékkóslóvakíu byggir, sé mér hugstæðara en annað fólk í þessum heimi. Heldur vegna hins, að af vanmætti geri ég mér hugmvndir um skyldur og þess vegna réttindi bræðra minna og systra úti í hinum stóra heimi. — Þau hafa skyld ur gagnvart sjálfum sér og líf- inu en réttindi til þess að vera þau sjálf og lifa lífinu. Og við erum hér til þess að minnast hryggilegs ,atburðar, því að um þessar mundir er liðið eitt ár síðan enn ein árás var gerð á réttindi og frelsi þjóðar og hún kúguð til undir- gefni við erlent vald. Um þess- ar mundir er liðið eitt ár siðan fimm þjóðir Austur-Evrópu hófu innrás sína í Tékkó- slóvakíu, þar var verið að fram kvæma skipulagsbreytingar sem voru ráðamönnum stór- veldis ekki að skapi. Það var gripið til þess, sem sá sem er stór og sterkur gerir gjarnan við hinn sem er litill og veik- ur. Það var grímulaust og skefjalaust ofbeldi. Innanríkis- mál í Tékkóslóvakíu, sem urðu undanfari innrásar Sovétríkj- anna og fjögurra annarra Var- sjárbandalagsríkja, höfðu ver- ið frjálshuga mönnum um all- an heim ánægjuefni. Það var von manna og trú að hin nýju stjórnarvöld í Tékkóslóvakíu hefðu skilið hugtakið frelsi, ög menn hafa nú einu sinni þær hugmyndir um lífið í kringum sig að þeir telja sér og öðrum hag í slíku. Og svo er það þann ig að menn trúðu því og trúa að vaxandi völd smáþjóða sam fara minnkandi völdum stór- þjóða geri heiminn friðarvæn- legri og betri. Hér er ekki ástæða til þess að ræða efnahagskerfi ein- stakra landa eða þann skiln- ing, sem mannanna börn leggja í hugtakið frelsi, djúpan eða grunnan. En hér er stund og staður til þess að segja, að heimurinn breytist ennþá, ekki nóg þrátt fyrir tækni og fram- farir. Sagan endurtekur sig í mynd hins sterka, sem kúgar hinn veika, sviptir hann tæki- færi til þess að' lifa lífinu eins og hann óskar og þess vegna gleði og hamingju. TTm aldir hefur verið bjart yfir sögu Tékkóslóvakíu. I Prag er einn elzti háskóli í Evrónu og menning landsins stendur t.raustum fótum í for- tiðinni. Þjóðin er listfeng, söng elsk, og góði dátinn Svæk, gcð- felldasti hermaður allra tíma, er af tékkóslóvaldsku fbergí brotinn. En samt er ríkið 'Tékkó- slóvakía ekki ýkja gamalt, það var stofnað 28. október árið 1918, úr rústum fyrri heims- styrjaldarinnar, eins og reynd- ar fleiri ríki Evrópu. Og næstu tvo áratugina varð Tékkósló- vakía kyndilberi lýðræðis 1 Mið-Evrópu, lengst af undir forsæti Tómasar Masariks. Þjóð in samanstóð af mörgu þjóð- erni, ekki aðeins Tékkum og Slóvökum, heldur einnig Þjóð- verjum, Úkraínumönnum, Ung verjum og Pólverjum. En frels ið bar ávöxt, og þjóðin dafnaði. Innrás fimmveldanna í Tékkóslóvakíu átti sér for- dæmi, því réttum þrjátiu árum áður var líka ráðizt inn í land- ið, og endir bundinn á frelsi og lýðræði. Árið 1938 réðust her- sveitir Hitlers inn í landið, svipaðra erindagerða; Til þess að víkka út valdsvið sitt og treysta áhrif sín. Siðferðið var á sama stigi. Hörmungar þær, sem Tékkó- slóvakar lifðu á styrjaldarárun- um seinni, verða ekki rifjaðar upp hér, en minnt á kvæðið Tékkar, sem eitthvert hjarta- hlýjasta skáld íslenzkrar tungu, Jóhannes úr Kötlum, birti í bók sinni, Hart er í heimi, -árið 1939: Vilmundur Gylfason. En þessu stríði lauk með ósigri ofbeldisins og Tékkó- slóvakía hlaut frelsi sitt á nýj- an leik. Árið 1948 var svo gerð bylt- ing í landinu, og kommúnist.ar tóku við völdum, 10 árum eftir innrás Hitlers og 20 árum áður en innrás Brésneffs átti sér stað. Þróun kommúnismanns í Tékkóslóvakíu verður ekki rak in hér að öðru leyti en því, að þegar Alexander Dúbsjek tók við stöðu aðalritara kommún- istaflokksins af Antony No'r votny í ársbyrjun 1968, þá var Ijóst af öllu, að hann, Dúbsjek, var maður fólksins í landinu, en það var ekki sá, sem á und- an honum hafði verið. Og þó, hér er lítil saga: Fyr- ir nokkrum árum, á valdatíð Novotnys, urðu nokkrar stú- Framh. á bls. 11 Hví beygðir þú þig, hrausta horska þjóð, og hælinn kysstir, sem þig fótum tróð. Hvar var þitt stolt, er inn í land þitt óð hinn argi fjandi — gamall böðull þinn. Var hönd þín stirðnuð, storknað ailt þitt b!óð? Því stóðst þú nú sem dæmd í fyrsta sinn? Og enn segir: Var horfinn allur bjarmi af báli því, sem bar við kveldsins fagurrauðu ský, er Jóhann Húss, með líf bitt. ausum í, við eld hins spillta síðar steiktur var? Hví vaknaði ekki í viturrd binni á ný, sá vilji, sem ei tókst að brenna þar? Og að lokum segir: Vér drúpum með þér, hrausta, horska þjóð, og hörmum þessa ömurlegu slóð, sem fótur þinn á degi dómsins tróð, er dundi yfir giftu þinnar rán. Allt stríð er dýrt, og dýrt er fólksiiis blóð, en dauðinn er þó betri en eilíf smán.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.