Alþýðublaðið - 22.09.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.09.1969, Blaðsíða 16
jUþýðu falaðið Afgreiðsíusími: 14900 Ritstjórnarsímar: 14901, 14902 Auglýsingasími 14906 Pósthálf 320, Reykjavík. Verð í lausasölu: 10 kr. eintakið Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði vi m AFLl YRIR VEST- I ÁGÚST 158 bátar stunduðu veiðar frá Vestfjörðum í ágúst. 119 með handfæri, 12 með línu, 16 með botnvörpu og 1,1 með drag nót. 3570 lestir fisks bárust á land í mánuðinum, en í fyrra var aflinn 2.286 lestir. Svipað- ur bátafjöldi rær frá Vestfjórð um nú og í fyrra. Tíðarfar var óhagstætt fyrir færabáta í mánuðinum, en mik- ill afli fékkst, þá gaf á sjó. — Stærri linubátar voru á grá- lúðuveiðum og fengu góðan afla. Aflinn í 5 hæstu verstöðvun- um í ágúst er sem hér segir (aflinn í fyrra í sviga): ísafj. 744 lestir (616), Suðureyri 561 (273), Bolungarvík 498 (303), Tálknafjörður 406 (81), Pat- reksfjörður 356 (195). Aflahæsti báturinn á Vest- fjörðum í ágúst var Tálknfirð- ingur frá Tálknafirði, sern stundaði línuveiðar, með 240.4 lestir. . Lagt af stað í Banda- ríkjaför SH í dag □ í dag fer 95 manna hóp- ur í boði Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í kynnisferð til Bandaríkjanna. í hópnum eru fulltrúar frá frystihúsum fé- lagsins, ýmsir embættismenn og fulltrúar fjölmiðlara. Hóp- urinn skoðar m. a. fyrirtæki S H í Bandaríkjunum og nýtízku lega verksmiðju í Nova Scotia í Kanada. Hópurinn kemur aftur til landsins eftir viku. 160 þúsund í potti □ RöSin á knattspyrnugetrauna. seSlinum í 9. viku er á þessa ieiS: 2x2 121 11x 11x. 160 þúsund krón. ur eru í potti og falla í hlut þess | eða þeirra, sem næst komast rétt-1 um úrslitum. álmennur áhugi á sýningunni Reykjavík. — ÞG. □ Aðsóknin að húsgagna- sýningunni í Laugardalshöll- inni var mjög góð um helgina, og virtist almenningur hafr mjög mikinn áhuga á sýning- unni. Ekki virtust þó allir gera sér ljóst, að ætlazt er til SSSÍSS þess að menn panti húsgögn á sýningunni, en þó voru nokkr- ar pantanir gerðar um helgina. Kaupmenn hafa aftur á móii sýnt þessari sýningu, eða kaup- stefnu, eins og má nefna hana, nokkurt tómlæti og hafa lítið sem ekkert sinnt því að gera pantanir. Þó var sýningunni ekki sízt komið upp til þess að auðvelda kaupmönnum inn- kaup. En vonandi verða þeir ' búnir að átta sig á þessu er j sýningunni lýkur, á sunnudag- inn kemur. Kosygin og Chou En Lai hittest eftir ÍV2 ár □ Þessi mynd er tekin 11. sept- emher s.l., er Kosygin, forsætisráð herra Sovétríkjanna, kam til Pek' ing ti! viðræðna við Chou En Lai. Þeir höfðu þá ekki hitzt í fjögur k-'ft Fnndurinn var að sjálf sögðu haldinn til að reyna að drags úr landamæradeilum ríkjanna. Sam kvæmt fréttum frá Moskvu í morgun bera Kinverjar til baka, að Mao for maður sé alvarlega veikur, en sú frétt kom í bandarísku blaði ný lcga. „Þessi frétt er uppspuni og sýnir hug hinnar borgaralegu banda rísku pressu í garð hins kommún- istíska Kína,“ sagði kínverskur tals maður stjórnar sinnar í Moskva. Síegizf út af bílasfæði! Reykjavík. — HEH. □ Menn efna til slagsmála af furðulegasta tilefni, en þó mun það heyra til undantekn- inga, að menn sláist út af híla- stæðum. Það gerðist á laugar- dagsmorguninn. Maður, sem var nokkuð við skál, var far- þegi í bifreið sinni, en kona hans ók. Hvatti maðurinn konu sína að leggja bifreiðinni í bíla stæði, sem reyndar tilheyrði öðrum. Sá, sem yfirráðarétt hafði yfir bílastæðinu, hafði víst ýmislegt við það að athuga, að ókunnugir bílar notuðu bílastæði hans. Skipti nú éng- um togum, að farþeginn í hinni aðvífandi bifreið sló til manns- ins, sem yfirráðarétt hafði yfir bílastæðinu. Hlaut hann nokk- urn áverka og kærði málið til lögreglunnar. Harður árekstur í Hveragerði Reykjavík. — HEH. □ Um fjögur leytið aðfara- nótt sunnudags varð mjög harð- ur árekstur í Hveragerði. Tvær bifreiðir rákust saman með . beim .afl-eiðingum,, að ökumaður annarrar.bifreiðarinnar og far- þegi slösuðust, Voru þeir báð- ir fluttir í skyndi til aðgerðar. í Reykjavík. Annar mannanna var fluttur austur aftur á sunnudag, en hinn maðurinn liggur enn á sjúkrahúsi — en hann mun hafa slasazt illa við áreksturinn. Ökumaðurinn, sem áður er nefndur, er talinn hafa verið ölvaður, er slysið varð. Biivelfa Reykjavík. — HEH. □ Snemma í morgun valt Moskowitschbifreið á Krísu- víkurvegi og lá bifreiðin á „toppinu.m,“ þegar að var kom- ið. Lögreglan í Hafnarfirði tjáði blaðinu í morgun, að eng- an hefði sakað við bílveltuna, en bifreiðin hefði skemmzt talsvert. Alvarlegf umferðarslvs Reykjavík.. — HEH. -□ Alvarlegt umferðarslys varð á Hringbraut á móts við Elliheimilið Grund rétt fyrir hádegið á laugardag. Þar varð 42 árá gamall maður, sem var að fara yfir götuna fyrir bif- reið. Kastaðist maðurinn nokk- urn spotta, ér bifreiðin lepti á honum. Hlaut maðurinn alvar- lega áverka við slysið að þvi að talið er. Var maðurinn flutt- ur á slysavarðstofuna 6% síðan á sjúkrahús.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.