Alþýðublaðið - 06.10.1969, Qupperneq 8
8 Alþýðublaðið 6. október 1969
Sigrún og Ólafur bíða sömuleiðis til morguns. Evu og Gísla tölum við meirá í
Spjallað við fern ung hjón
Fyrri hluti
□ „Ég vil eignast fimmtán
börn“, segir Sölvína.
„Nei, ekki nema þrjú“, segir
Garðar. Honum lízt víst ekki
á að eiga að sjá fyrir svo stór-
um hóp.
„Jæja, kannski ekki alveg
svo mörg — segjum minnst
átta“.
Og á það er sætzt í bili. Það
er líka nógur tíminn fram und-
an til að velta málinu betur
fyrir sér; þau eru nýgift, og
engin óhljóð upp úr vöggunni
trufla heimilisfriðinn enn sem
komið er.
„Mér finnst skrítið þegar
fólk kallar mig frú“, segir
Kristín. „Ég er ekkert orðin
ráðsettari eftir giftinguna, mér
finnst ég alveg sama stelpan
og áður, það er hálfótrúlegt að
vera allt í einu orðin frú“.
„Að sjá hana þegar hún gekk
inn kirkjugólfið í brúðarskart-
inu . . .“ byrjar Ómar, en gefst
upp við að lýsa svo mikilfeng-
legri reynslu.
„Ég myndi helzt vilja vera
,bara húsmóðir' eins og sagt
er“, segir Eva. „Ég hætti að
vinna úti um leið og hægt er“.
„Ég mæli með löngum trúlof-
unum“, segir Gísli. „En það er
mín reynsla, að það sé erfiðara
að fá stúlku til að trúlofast sér
en giftast".
Eigi að síður var Eva trúlof-
uð honum í heilt ár áður en
þau gengu í hjónabandið. Hann
hlýtur að vera gæddur svona
mikilli fortölugáfu.
„Grínið er, að ég gifti mig
til fjár“, segir Ólafur, og mjög
nýgift augnaráð fer á milli
hans og Sigrúnar.
„Við erum líklega dálítið
gamaldags ungt fólk“, segir
Sigrún. „Rómantísk og svolítið
. . . ja . . . hvað finnst bér,
Ólafur?“
HVAÐ KOSTAR
BÚSLÓÐIN?
Þau eru öll ung og nýgift og
ljómandi af -hjúskaparsælu.
Upphaflega átti aðalspurning-
in að vera hvernig það væri að
byrja búskap í dag, þ.e.a.s. um
veraldleg vandamál eins og
fjárhag, hvað það kostaði að
koma saman búslóð, hvernig
það gengi að fá húsnæði, hverj-
ar helztu framtíðaráætlanirnar
væru og þar fram eftir götun-
um. En talið snerist venjulega
fljótt að öðrum efnum; pening-
ar eru hversdagslegir og
órómantískir, þótt nauðsynleg-
ir séu, og þeir passa einhvern
veginn ekki inn í ástarvímuna
sem fylgir ungum hjónum . . .
ekki hvað sízt þegar þau reyna
að láta sem minnst á henni
bera.
Það er líka ósköp auðvelt að
hringja í nokkrar verzlanir og
spyrjast fyrir um verð á helztu
innanstokksmunum. Maður fær
að vita, að meðalverð á stofu-
húsgögnum sé um 35 þúsund
krónur, að lítið sé keypt af
borðstofuhúsgögnum í byrjun
hjúskapar, að hjónarúm með
áföstum náttborðum kosti frá
14 og upp í 22 þúsund, snyrti-
borð um 2—3 þúsund, að lausir
klæðaskápar þekkist varla leng
ur, heldur séu þvínær alltaf
innbyggðir, að ísskápar kosti
eitthvað frá 13 þúsund upp í 35
þúsund eða meir, að hrærivél-
ar kosti 6—7 þúsund, þvotta-
vélar milli 20 og 30 þúsuna,
að mest sé keypt af heilurn
settum og svo til eingöngu upn
á afborgun, o.s.frv. Þetta eru
kaldar staðreyndir, og þeim
mun kaldari er sú viðvörun
sem kemur venjulega um leið,
að hér sé aðeins átt við verðið
eins og það er í augnablikinu
. . . fram að næstu hækkun.
Það er án efa dýrt að stofna
heimili og kaupa allt sem með
þarf, en hefur það ekki alltaf
verið dýrt? Og fer nokkur að
hætta við að gifta sig þess
vegna?
HJÓNARÚMIÐ í GEYMSI.U
i
Við skulum byrja á Sölvínu
og Garðari. Hún heitir Sölvína
Konráðs og er fædd og uppalin
á Hornafirði, en hann heitir
Garðar Garðarsson og var rétt
að ljúka fyrrihlutaprófi í lög-
fræði. Þau búa í örlítilli kjall-
araíbúð við Ránargötuna, einu
herbergi og eldhúsi, en þau
hafa komið sér notalega fyrir
og skortir auðsjáanlega hvoi’ki
smekkvísi né snjallar hugmynd
ir. Til að forðast tilbreytingar-
leysi skipta þau um húsmuni
og skreytingap annað veifið,
því að þau eiga meira af þeim
í geymslu en rúmast í litlu stof
unni þeirra. Við einn vegginn
er Ijós viðarplata sem haldið
er uppi af múrsteinastöflum;
hún getur ýmist verið þægilegt
langborð eða sófi þegar lausar
sessur eru lagðar ofan á hana.
Og útkoman er fyrir utan gagn-
semina bæði nýtízkuleg og snot
ur. Rimlastólarnir „'umhverfis
eldhúsborðið eru hins vegar
gamlir — úr búi langafa og
langömmu Sölvínu — en fara
prýðisvel við hitt. Helzti mun-
aðurinn er fyrsta flokks stereó-
fónn. Engar poppplötur eru til
á heimilinu, aðeins klassísk
músík sem úreldist aldrei eins
og mörg dægurlögin vilja gera.
„Hjónarúmið er í geymslu,
og skrifborðið hans Garðars
kemst heldur ekki fyrir“, segir
Sölvína, „en hann les í Háskól-
anum, svo að það gerir ekki
til. Við látum fara vel um okk-
ur, þó að plássið sé ekki mjög
stórt, og ég hugsa, að við verð-
um hérna a.m.k. 1—2 ár í við-
bót“.
Börnin fimmtán verða að
bíða síns tíma. Það er heldur
ekki eins og neitt liggi á — þau
giftu sig 12. júlí, og Sölvína
er tvítug og Garðar 24 ára.
„Þú ættir að vita hvað mér
fannst hann mikill öldungur
þegar ég kynntist honum fyrst,
svona líka gamall og ráðsettur.
En þá var ég bara 16 ára“,
Þau kynntust á Hornafirði
þar sem Sölvína vann við gesta-
móttöku á hótelinu, en Garðar
var skipskokkur i tvö sumur.
>.Ég var ógurlegur eiturbras-
ari, en ég græddi þarna góðan
pening .... og konuna“.
Þau voru opinbeflega trúlof-
uð í eitt og hálft ár áður en
brúðkaupið var haldið með
pomp og prakt í kirkjunni á
Hornafirði. Og ekki nóg með
það, heldur létu þau lýsa með
sér að fornum sið til að hafa öll
formsatriði í fullkomnu lagi.
„Það hafði ekki verið gei’t
á Hornafirði í marga áratugi",
segir Garðar, „og ekki á land-
inu í nokkur ár, þrisvar á
Hornafirði í elztu manna minn-
um“.
„Þetta hékk uppi á kirkju-
dyrunum í 3 vikur, og ég hugsa,
að fólkið hafi haldið, að við
værum kolgeggjuð“, bætir
Sölvína við, „en prestinum þótti
það ákaflega skemmtileg hug-
mynd, þó að ekki væru allir i
fjölskyldunni á sama máli“.
HELZT ÚTI Á LANDI
Nú stundar Garðar lögfræði-
námið í Háskólanum og býst
við að eiga eftir tvo vetur ^ða
svo, en Sölvína vinnur í gesta-
móttökunni á Hótel Sögu. Hún
er þaulvön slíkum störfum, því
að hún hefur unnið við þau i
tæp tvö ár á City Hotel og tvö
sumur við hótelið á Hornafirði.
Hún hefur verið í skólum á
Akureyri og í Reykholti,
Reykjavík og úti í Englandi, en
Garðar tók sér frí frá náminu
og vann við heimssýninguna í
Montreal um 7 mánaða skeið
— nógu lengi til að komast að
raun um, að sig fýsti ekki að
búa vestanhafs til langframa.
„Heldur á íslandi en í útlönd-
um“, samsinnir Sölvína, „og
heldur úti á landi en í Reykja-
vík. Ég er ekki mjög hrifin af
Reykjavík; mér finnst hún of
ópersónuleg. Það er miklu hlý-
legra þar sem fólkið er færra
Hér eru Sölvína og Garí
Þau tóku hlutina svo: hí
með sér, áður en kirkjuh
sinni dýrð, t