Alþýðublaðið - 07.10.1969, Síða 7
Alþýðubíaðið 7. október 1969 7
□ Coldwater Seafood Corporation hefur aðalskrif-
stofu í Scarsdale perðan við New York borg. Skrif-
stofan er bar til húsa í nýlegri skrifstofubyggingu,
sem öll er innréttuð á hinn smekk'legasta hátt. Áður
hafði fyrirtækið skrifstofu á Manhattan, en forystu-
menn bess töldu að heppilegra værinð hafa skrifstof
una utan við sjálfa miðborgina. Það væri ekkert sér-
staklcga unnið við að hafa skrifstofuna á Manhatt-
an, en húsaleiga væri bar margfalt 'hærri, og vinnu-
aðstaða verri en á bessum stað, sem væri utan við
borgina, en lægi bó vel við isamgöngum.
Allur hópurinn skoðaði skrif-
stofuna síðdegis á föstudag
fyrir rúmri viku, en morgun-
inn eftir var þar síðan hald-
inn blaðamannafundur. Þann
fund sátu af hálfu gestgjafanna
þeir Þorsteinn Gislason fram-
kvæmdastjóri Coldwater, Gunn-
ar Guðjónsson stjórnarformað-
ur S.H., Eyjólfur ísfeld Eyj-
ólfsson aðalframkvæmdastjóri
S.H. og Guðmundur H. Garð-
arsson blaðafulltrúi S.H.
Á þessum fundi kom það
fram að sala fyrirtækisins hef-
ur aukizt mjög að undanförnu.
Salan fer fram gegnum um-
boðsmannakerfi, sem nær um
öll Bandaríkin, en söluaukning-
in er þó ekki hvað sízt því að
þakka, hve „fish and chips“
— verzlunum hefur fjölgað
mjög í landinu undanfarna
mánuði. Er það einkum Bret-
inn Haddon Salt sem hefur
verið forgöngumaður þeirrar
starfsemi, en hann kaupir all-
an sinn fisk af Coldwatér. Þá
hefur Sölumiðstöðin komið sér
upp eigin „fish and chips“ —
búð og fengum við tækifaéri til
að líta þar inn og bragða á
framleiðslunni. Þar inni var á-
ákaflega snyrtilegt, en yfir-
bragð allt brezkt og á veggjum
hengu spjöld, sem áttu að
minna á fræga staði í Lundúna-
borg. Nokkur borð voru þarna
inni og geta viðskiptavinirnir
valið um það, hvort þeir kjósa
að neyta fæðunnar á staðnum
eða taka fiskinn með sér heim.
Forráðamenn fyrirtækisins
sögðu á blaðamannafundinum á
laugardag, að reynslan af
verzluninni hefði verið góð
það sem af er, en enn hefði
þó ekki verið tekin ákvörðun
um stofnun nýrrar verzlunar.
Hins vegar fer það ekkert á
milli mála að ætlunin er að
koma upp fleiri „fish and
chips“ — búðum.
Talsvert var rætt um verð-
lag á blaðamannafundinum, og
lögðu talsmenn S. H. á það á-
herzlu hver nauðsyn væri að
verðlag á fiski væri stöðugt.
Sérstaklega væri þetta nauð-
synlegt með tilkomu „fish and
chips“ — búðanna, en þær
gera nauðsynlega nokkra birgða
söfnun. Markaðsverð á frystum
fiski var dálítið óstöðugt á síð-
ustu árúm, en hefur að undan-
•förnu komizt í jafnvægi, er nú
24 cent fyrir pundið af þorsk-
blokk. Eina hreyfingin að und-
anförnu stafaði af undirboði frá
íslenzkum aðila, Sjöstjörnunni
í Keflavík, sem fékk leyfi til
Úr Fish and Chips verzlun S.H.
Þorsteinn Gíslason, framkvæmdastjóri.
að flytjá út framleiðsluvöru
sína sjálfstætt. Þetta undirboð
varð til þess að verðið lækkaði
um hríð, en hefur nú jafnað
sig aftur, að því er Þorsteinn.
Gíslason tjáði okkur. Þess má
geta að þetta verð, 24 cent, er
hið sama og áður hélzt óbreytt
í 12 ár, en á sveiflutímanum
fór verðið hæst í 30 cent, en
lægst í 20 cent fyrir pundið.
Tveir íslenzkir aðilar flytja
fisk til Bandaríkjanna, Sölu-
miðstöðin og Sjávarafurðadeild
SÍS. Sagði Þorsteinn að milli
þessara aðila væri að sjálfsögðu
hörð samkeppni, en um leið
góð samvinna á mörgum svið-
um. Fyrirtækin skiptust á upp-
lýsingum og þau keyptu fisk
hvort af öðru ef á þyrfti að
halda.
Fiskneyzla í Bandaríkjunum
hefur ekki verið mikil til þessa,
aðeins 10 pund á ári á mann,
og hefur hún staðið í stað um
langan tíma. Talið er þó að nú
sé hún farin að aukast og vilja
menn fyrst og fremst þakka
það tilkomu „fish and chips“-
búðanna, en jafnframt því sém
þær eru söluíyrirtæki eru þær
betri auglýsing en flest annað.
í Bandaríkjunum selst ekkert
án auglýsinga, og Coldwater
hefur varið um hálfri milljón
Framhald á bls. 11.
ajSffláaggffi
mmm
■ °
;■ ■•', ;5
llli;
<• s <'° ***!
s , ' '