Alþýðublaðið - 07.10.1969, Síða 9

Alþýðublaðið - 07.10.1969, Síða 9
Alþýðublaðið 7. október 1969 9 þakka, að égt,gat keypt þetta , í búið. Ég -vai' ekki eins hrifin af því á meðan að láta taka 2 þúsund af mánaðarkaupinu mínu, en eftir á er ég þeim • mun fegnari“. • „Við komum okkur saman um að reyna að eignast strax það nauðsynlegasta í heimilið“, segir Qlafur, „og bíða svo og safna fyrir öðru seinna. Mað- ur má ekki heimta, að allt komi upp í hendurnar á manni undir eins, enda er það sjálfsagt ekki nærri eins gaman. Við fengum líka glæsilegár gjafir éins og t.d. stereófóninn, og hjá Loft- . leiðum afslátt á fargjöldum, svo að við gátum leyft okkur að fara í brúðkaupsferð til Puerto Rico og Arupa, tvær ógleymanlegar vikur. Og ímynd aðu þér undrun okkar þegar við . komum heim og sáum, að á meðan höfðu vinir okkar tekið sig til og málað íbúðina og undirbúið allt. Maður er ríkur að eiga svo góða vini og félaga“. i VERÐMÆTI HEIMILIS LÍ FSIN S Þau eru sammála um, að pen- ingar séu- þýðingarmiklir og nauðsynlegir hlutir að vissu .marki, en heldur ekki fram yfir það. „Okkur er margt ofar í huga en peningamálin", segir Ólafur og gleymir ekki að bæta við: „Myndir þú ekki segja það, Sigrún?“ Ef til yill talar hann meira en hún, en hann leitar alltaf álits hennar jafnóðum. „Okkur langar bæði að stefna að því að gera sem mest úr verðmætum heimilislífsins, og þá getur oft verið betra að hafa minni peninga en hamingju- samara heimilislíf. Það er hrein sýki að ágirnast alltaf meira og meira og. þræla sér kannski svo út við að afla alls konar óþarfa, að maður hafi hvorki tíma né lífsorku til að njóta neins“,, Þau taka hjónabandið alvar- lega og ræddu allar hliðar máls ins áður en þau giftu sig. Þau komu sér saman um, að þar ættu engin feimnismál að vera, að það væri rangur hugsunar- háttur að ætla sér að eiga hvort annað og útiloka vini og félaga, að hjón ættu að vera sjálfstæðir einstaklingar og hafa sitt einkalíf eftir vild, þótt þau væru andhverf ótryggð og lauslæti. „Ég hætti ekki að sjá aðrar stúlkur, þó að ég sé gift- ur“, segir Ólafur, „enda myndi ég þá ekki kunna eins vel að meta hvað ég á fallega konu sjálfur". _Hann .lítur á það sem sjálf- sagðan hlut að hjálpa til við húsverkin eftir beztu getu. „Nú, Sigrún vínnur úti og kemur heim eins þreytt og ég — hvers vegna í ósköpunum á hún að vera skyldug til að liggja í gólf- um, þvo ‘ upp, búa til mat og gera öll húsverkin bara af því að hún er kona? Það finnst mér fráleitt sjónarmið“. „Ég ætla að kenna mínum strákum húsverk ef ég eignast þá“, segir Sigrún. En þau hugsa sér að bíða með barneignimar fyrst um sinn. „Ég vildi gjarnan eignast fjögur börn, tvö og tvö með stuttu. millibili“, segir Sigrún, „en það er aldrei hægt að ákveða slíkt löngu fyrirfram“. „Við megum helzt ekki hugsa um að stækka fjölskylduna fyrr en ég hef lokið námi“, seg- ir Óíafur, „og það geta orðið frá þremur upp í fimm eða sex ár, eftir því hvaða próf ég tek, 3 ár í viðbót til BA- prófs, annars þeim mun lengra“. Hann lítur umhyggjusam- lega á ungu eiginkonuna. „Það er nú löng bið, Sigrún mín, er það ekki?“ „Við sjáum til“, svarar hún rólega. „Hver veit nema við getum þáð fyrr?“ ) EKKERT SJÓNVARP Af veraldargæðunum er stærsti óskadraumurinn að eignast bíl. Sjónvarp kæra þau sig hvorugt um. „Það myndi ég sízt af öllu velja“, segir Sig- rún. „Ég álít, að sjónvarp sé bara til truflunar á heimili“, segir Ólafur. „Og það er lítið varið í að heimsækja vini sína ef maður er drifinn í bíó hvort sem manni líkar betur eða verr og fær ekki að tala við fólkið fyrr en prógramminu er lokið“. „Ja, maður getur náttúrlega átt sína dr|uma um flygil og sérstaka bprðstofu og annað eftir því“, bætir Sigrún við. „En það eu ekkert aðálátriði“. „Nei, aðálatriðið er heimilið sjálft“; segir Ólafur. „Mér finnst það eiga að vera eins konar virki þangað sem maður getur leitað og fundið sig óhult- an og sótt í kraft gegn umheim- inum, staður sem veitir manni öryggi og skjól. Ertu ekki sam- mála, Sigrún?“ Hún brosir og kinkar kolli. „Þannig vona ég, að heimilið okkar verði“. — SSB. I I I I í I rá vinstri: Ðaffi Ágústson, framkv.stj. Ljóstæknifélagsins, Steingrímur lónsson, heiffursformaffim cg Affalsteinn Guffjohnsen, form. félagsins. ^ LjósfæknIfélagið opnar skrifstofu Félagar í Ljóstæknifélaginu eru úr ýmsum stéttum þjóðfé- lagsins. Með fundahöldum, út- gáfu fræðslurita, fyrirlestra- I I I I I I I I □ Ljóstæknifélag íslands verður 15 ára í þessum mán- uði. Félagið hefur nú opnað skrifstofu í húsakynnum Bygg- ingarþjónustu Arkitektafélags íslands. Þá hefur félagið einn- ig gefið út litprentað rit um Ráðsfefna um gagnavinnslu □ Skýrslutæknifélag fs- lands heldur ráðstefnu um gagnavinnslumál 9.,—10. októ- ber næstk. í Norræna húsinu í Reykjavík. Efni ráðstefnunnar skiptast í eftirfarandi flokka: Menntun og þjálfun starfs- manna, fræðsla fyrir forstöðu- menn og yfirmenn, undirbún- ingur verkefna og líkanagerð fyrir rafreikna. 17 fyrirlesarar flytja' erindi um áðurnefnda málaflokka. Fundarstjóri ráð- stefnunnar verður Klemens Tryggvason, hagstofustjóri. í lögum um Skýrslutæknifélag ís- lands -segir m. a.; ,;Tilgangur lýsingu í heimilum, en það mun verða selt rafveitum landsins til dreifingar og mega rafmagns notendur vænta þess að fá það í hendur nú í haust. Einnig verður á næstunni sýnd mynd í sjónvarpinu um sama efni. félagsins er að stuðla að hag- rænum vinnubrögðum við gagnavinnslu í hvers konar rekstri og við tækni- og vís- indastörf. Fjármálaiíðindi □ Út er komið 2. hefti Fjár- málatíðinda 1969. í forystugrein er rætt um bætta afkomu þjóð- arbúsins út á við. Birt er rit- gerð eftir Júlíus S. Ólafsson um aðgerðir til útflutningsörv- unar. , Valdimar Kristinsson skrifar grein um ferðamálin með sérstöku tilliti til Akur- eyrar. Þá eru greinar um greiðslujöfnuð, innlánsstofnan- ir, erlend lán og störf Alþing- is. Að vénju eru svo margar haldi og upplýsingastarfi á skrifstofu félagsins, er leitazt við að fræða bæði félagsmenn og almenning um gildi góðrar lýsingar og lausn einstakra vandamála. Kjörorð félagsins er; Bætt lýsing — Betra líf. töflur í ritinu um þróun at- vinnu og fjármála. veilingamanna □ Samband veitinga- og gistihúsaeigenda hefur tekið upp þá nýbreytni að halda svonefnda haustfundi fyrir veit- inga- og gistihús á öllu landinu, sem eru innan vébanda samtak- anna. Fundahöld þessi fóru fram á Hótel Sögu s.l. föstudag og laugardag. Meðal þeirra mála sem tekin voru til umræðu eru: Húsnæði og aðstaða Mat- sveina- og veitingahúsaskólans, Starfssvið skólans og málefni skólans almennt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.