Alþýðublaðið - 07.10.1969, Blaðsíða 16
Alþýðu
blaðið
9
□ Það var stöðugur straumur fólks í kjötsölu Slát-
urfélags Suðurlands við Stíúlagötu í gær, er blaða-
mann Alþýðublaðsins bar þar að garði. Þar komu
húsmæður cg eiginmenn og keyptu kjöt af nýslátr-
uðu> eða þá kjöt frá í fyrra, sem er selt 11 krónum
ódýrara hvert kíló. —
Ein af stúikunum skrúbbar skrokkinn hátt og lágt.
Skrokkurinn fleginn.
KJÖTSALA MEIRI EN
í FYRRA
Við hittum að máli sölustjór-
ann, Vigfús Tómasson, og spurð
um hann hvernig salan gengi.
Hann sagði, að sala á heilum
skrokkum sé mun meiri nú en
í fyrra, enda mun hagkvæmara
að kaupa skrokkana heila en
niðursagaða úr kjötbúð. En það
er ekki aðeins keypt nýtt kjöt,
kjötið síðan í fyrra er líka mik-
ið selt. Kílóið af því kostar
90 krónur og 10 aura, en þá
hefur geymslukostnaður verið
felldur niður. En vilji menn
hins vegar fá kjöt af nýslátr-
uðu, verða þeir að borga 11
krónum og 10 aurum meira
fyrir kílóið, eða kr. 101,20, en
i -
þá er verðið líka miðað við
kjötverðið eins og það var. síð-
ast þegar geymslukostnaður
var lagður á það. Enn er um
að ræða þriðja verðið, en það
er ófrosið, nýtt kjöt, en _það
kostar 96 krónur og 40 aura.
hvert kíló, og stafar verð mis-
munurinn að sjálfsögðu af;því,
að frystikostnaður er engidpn.
En til þess að unnt se að
spara með því að kaupa kjöt í
heilum skrokkum, verður að
sjálfsögðu að vera frystikista
fyrir hendi, enda hefur það
aukizt mjög mikið að- undan-
förnu, að slík verkfæri séu
keypt inn á heimili. Márgir
hafa líka farið þá leiðina að
láta breyta gömlu ísskápunum
í frystiskápa, en það kvað ekki
hafa geysilega kostnað í för
með sér.
i
SNÖR HANDTÖK
Þegar við höfðum rætt við
Vigfús, 'spurðum við til vegaB
’í sjálft sláturhúsið. — Leiðik
þangað liggur eftir löngu og
mííjui sýndi, upp langan og mjó
an stiga, og lyktin leynir sér
ekki; angan af nýju kjöti
leggur á móti manni, strax og
komið er upp í miðjan stigann.
Og inni allt á fullri ferð, kná-
legur 'maður grípur féð um leið
og.búið er að skjóta það og
snahár því.upp á borð. — Þar
stendúr - ahnar, sem flutti
skrokkana á færiband þar sem
Framhald á bls. 15.
Fyrsta spila-
kvökiið á
fimmtudaginn
□ Spilakvöld Alþýðuflokks-
félags Reykjavíkur eru nú að
hefjast og verða þau að þessu
sinni í Iðnó. Fram til áramóta
verður spilað einu sinni í
mánuði, en spilakvöldin verða
þéttari úr því. Fyrsta spila-
kvöldið verður á fimmtudag-
inn, 9. október, og hefst það kl.
8,30 síðdegis. Stjórnandi verður
Gunnar Vagnsson eins og áður,
en að lokinni spilamennskunni
verður dansað til kl. 1 eftir
miðnætti. Kjarnar leika fyrir
dansinum. Fólk er hvatt til að
fjölmenna á þetta fyrsta spila-
kvöld vetrarins.
SJtlit fyrir lé-
lega rjúpnaveiði
- og verðið því hærra
□ Líkur eru til, að verð á
rjúpu verði hátt í haust og
sízt lægra en í fyrra, að því
er verzlunarstjórinn í Kjöt-
verzlun Tómasar Jónssonar,
Laugavegi 2, tjáði Alþýðu-
blaðinu nýverið, þegar það
innti hann eftir horfunum í
rjúpnasölunni, en veiðitíminn
fer inú bráðum að hefjast.
Sagði hann, að rjúpneyerðið
ákvarðaðist aðallega af fram
boði og eftirspurn.
Svo sem venja er til, heifst
rjúpnaveiðitíminn ura miðjan
þennan mlánuð og hyggja
vafa laust margir á s!kyttirí,:
Frh.’á 15. síðu.