Alþýðublaðið - 21.10.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.10.1969, Blaðsíða 16
Alþýðu blaðið 21. október 1969. Vegna lítils munnbita matar . □ Að undanförnu hefur staðið yfir tími fuglaveiða í Belgíu og á sex vikna tímabili verða um 20 milljónir fugla drepnir eða komið fyrir í fugla- búrum í skipulagðri eyðingu, sem er án hliðstæðu í heimin- um. Og þúsundir annarra fugla verða festir niður við jörðu sem ginningarfuglar í fjölda gildra, sem leiðir milljónir far fugla í glötun. Belgía er áningarstaður fugla, ,sem fljúga á þessum tíma frá norðlægari löndum til hinna heitu sumarlanda þeirra í suðr- inu. Flug þeirra er óhindrað þar til kemur að ökrum og lim- r girðingum Belgíu, og þeir, sem nást þar eru annað hvort drepn- ir eða settir í búr sem söng- fuglar. Fyrir Jíjakbit er gefið yfir 200 krónur — og lítið eitt minna fyrir gulfinku. Og eng- inn fugl hversu lítill, sem hann er, er óhultur fyrir netum belg- ísku veiðimánnanna. Fyrir viku ferðaðist brezkur blaðamaður fram og aftur um Belgíu og talaði við veiðimenn og aðra, sem á einhvern hátt eru viðriðnir þessi fjöldamorð, Skák dagsins Alþjóðaskákmótið í Biisum Þýzkalandi 1.—17. marz 1969. Sv.: Bilek, Ungverjalandi Hv.: Pclugajevskij, Rússlandi. 27. Hxe5! Hxe5 28. Ðc4t Kg7 29. Dc7t Kg8 30. Bxf6 He1t 31. Kh2 Hxc1 32. Bd5t gefið Minningarmót um þýzka skák- meistarann Adolph Andersen, sigr- aði Larsen og hlaut hann 11 vinn. -> af 15 mögul., annar varð Poluga- jevskij með IOV2 v. sem í Belgíu eru talin sjálfsögð og flokkast undir „þjóðar- íþrótt.“ Frásögn hans fer hér á eftir í lauslegri þýðingu. ★ FESTINGAR. i Ég sá stara bundna við jörð- ina með leðurfestingum og frá þeim lágu langir teinar til veiðimannsins, svo hann gat framkallað hjá fuglunum ginn- ingardans — og margs konar önnur hugvitssöm tæki, sem framkölluðu fuglasöng og annað til að ginna fuglana úr loftinu til stefnumóts við dauða sinn. Á engi nálægt Antwerpen í norðurhluta landsins hitti ég veiðimann, sem stoltur sýndi mér veiði sína — tveimur klukkutímum eftir að veiðitím- inn hófst. „Sex stykki fyrsta morguninn — það er ekki slæmt,“ sagði Deconinck Alois, 68 ára gamall, fyrrverandi hafnarverkamaður. „Á góðum degi get ég veitt hundrað.“ — Sérfræði Alois í þessum fugla- veiðum eru starar til matar. „Ég hamfletti þá — og síðan tekur fjölskylda mín við og gengur frá þeim í flöskur. Við borðum þá í vetur.“ ★ VEIDDUR. Herra Alois sýndi mér í feng sínum dauðan stara, sem var með leðurfestingar. „Þessi hlýt- ur að hafa verið ginningarfugl, sem hefur sloppið frá einhverj- um í paorgun. Nú hef ég veitt hann aftur. Það er skrítið.“ — Hann brosti. í felustað sínum, sem hulinn er limi, bíður hann eftir að aðrir starar festist í gildru hans. Beita hans eru nokkrir fjötraðir fuglar, og er festing- um vafið yfir vængi fuglanna og síðan í línu, sem liggur við jörðina. Veiðimaðurinn getur togað í hana og að nokkru stjórnað hreyffngum fuglanna. Hávaðinn og hreyfingarnar draga að sér aðra stara, sem fljúga yfir á sinni löngu leið í suður. Ginningarfuglarnir eru notað- ir ailan veiðitímann og oft er svo komið að: festingarnar hafa skorizt inn í hold þeirra. Og að þessum sex vikum Ioknum er dauðinn verðlaun ginningar- fuglsins. Neðan við þá eru næst- um ósýnileg net, sem fest eru niður með hælum, og í þau festast aðrir starar. „Ég drep fuglana á þann hátt að þrýsta þumalfingrinum á höfuð þeirra,“ segir Alois. „Ég álít það hreinlegra. Sumir háls- brjóta fuglana, aðrir kreista bringu þeirra, en mér finnst mín aðferð fljótvirkari, auk þess, sem hún skemmir ekki kjötið.“ Dauðir starar voru seldir á 10 krónur í Brússel fyrsta veiði- daginn. ★ SÖNGFUGLAR. í suðurhhita landsins eru jafn vel enn slóttugri brögð notuð til þr.KS að ginna fuglana niður úr loftinu. Sérfræði þeirra, sem þar stunda fuglaveiðar, eru söngfuglarnir —, og söngfugla- veiðimennirnir álíta sig fremsta í starfinu. Veiðimennirnir koma sér fyr- ir í þægilegum kofum, þar sem þeir búa og sofa hið sex vikna veiðitímabil. Og þeir hafa fund- ið upp víðtækt kerfi til þess að ná bráð sinni niður á jörð- ina. Ég sá kerfið virka í Ar- dennes, við landamæri Belgíu og Vestur-Þýzkalands. Mílu eftir mílu á landamær- unum, sem eitt sinn var hin fræga Siegfried-lína, hafa verið reistir, háir, draugalegir staur- ar og efst í þeim eru dósir. í þeim eru ginningarfuglar, eink- um gulfinka. 50 metrum fjær eru fleiri minni staurar og fugl- ar. Og þannig lækka staurarn- ir alltaf á 50 metra bili. Far- fuglarnir falla í gildruna og fljúga lægra og lægra, þar til þeir lenda í netunum. Einn veiði maður sýndi mér langt fugla- búr, þar sem í voru 12 ný- veiddir fuglar — þeir geta veitt 3500 í góðu veiðiári. Á síðasta ári gaf belgíska rík- isstjórnin út 27.088 leyfi til fuglaveiða. Veiðileyfið kostar um 200 krónur fyrir helgi, en um 500 krónur fyrir allan veiði- tímann — en hins vegar greiða veiðimennirnir einnig landeig- endum, allt upp í 15 þús. kr. yfir veiðitímtinn. Ég spurði Claude Cornet dElzius, greifa, í belgíska land- búnaðarráðuneytinu hvers vegna Belgía væri eina landið í Evrópu, sem enn leyfði fugla- gildruveiðar. „Þetta er gömul arfleifð," sagði hann, „sem við munum útrýma, en það tekur tíma.“ ) ★ VEIÐARNAR. Veiðimennirnir hafa sérstök samtök, sem í eru 30 þúsund fé- lagar, og gefa út sér'takt blað. Fyrirsvarsmaður þtirra sagði við mig: „Við erum meiri fugla- vinir en veiðimenn. Við vernd- um fuglana og seljum þá til Framh á bls. 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.