Alþýðublaðið - 22.10.1969, Síða 14

Alþýðublaðið - 22.10.1969, Síða 14
14 Alþýðublaðið 22. október 1969 18. EFTIR FRANCES 06 1 , . richard lockridge ■ Smáaugiýsisigar STÚLKAN GULU KÁPUNNI bílastöðinni í 40. stræti. Skilaöi henni kortér fyrir þrjú í 10. stræti. Stein las tilkynninguna yfir, svo leit hann upp tii hávaxins lögregluþjóns: — Allt í lagi, sagði hann. — Talaðirðu við nrann- inn? Gat hann lýst henni nánar? Þetta var mjög metorðagjarn lögregluþjónn. Þeg- ar hann leit til Stein; var sem eldur bryrrni úr aug- um hans: — Hann man, að farþeginn var ung kona, og hún var í Ijósri kápu. , — Ljósri eða gulri? — Ljósri, sagði ha'nn. Hins vegar vissi hann ekki, hvort stúlkan hefði farið inn í húsið, sem hann stanzaði við. Tæpum 20 mínútunv síðar var hringt af rannsókn- arstofunni. Það gat ekki verið greinilegra: Bletturinn í kápurrni var blóð. Mannsblóð. Blóð- flokkur 0. — Þetta virðist allt bera að sama brunni, sagði Simmons. — Ljóshærð stúlka í Ijósri eða gulri kápu yfirgefur skrifstofubygginguna á nokkurnveginn sama tíma og morðið er framið. Áður hefur herrni dottið nokkuð í hug. Hún stillir loftkælinguna á skrif stofu hr. Hartleys á hæsta straum, til þess að kuld- inn hafi þau áhrif, að læknirinn geti ekki fundið ná- kvæmiega, hvenær fórnarlambið lézt. Síðan.... — Já, já, rumdi í Stein, sem starði utan við sig út um gluggann. En Simmons lét ekki stöðva sig. —Síðan hleypur stúlkan yfir götuna, sagði hann. — í fyrsta lagi getur Johnny lýst henni, í öðru lagi leigubílstjórinn. Og tíminn, sem bílstjórinn gef- ur upp, passar að öðru leyti við það, sem Johnny segir — og þar að auki er það tíminn, sem morðið er framið á. Er þetta ekki nóg? — Hrn. Stein hélt áfram að stara út í loftið. — Auk þes, hélt Simmons áfram. — Auk þess vill svo til, að stúlkan er eini ættingi hr. Hartleys. Og síðast en ekki sízt. Stúlkan tekur eftir blóðbletti í kápunni sinni — og lætur kápuna undir eirrs hverfa í efnalaugina. Sigri hrósandi leit hann á Stein. — Þetta er allt rétt. Fullur áhuga virti Stein fyr- ir sér flugu á herbergisveggnum, — Og hver ei niðurstaðan? • — Þú spyrð að því? — Já, ég spyr að því. • . 5 Simmons beygði sig fram yfir;borðið, JJann studdi’ öáðum hnefum á borðröndina. — Við verðum því miður að láta handtaka stúlk- una, sagði hann. Flu^an byhjaði —Og það eins og skot. « að hringsóla kringum lamoann. I Stein fylgdist eftirtektarsamur með svimi hennar. ( — Sem sagt... .grunur um morð? sagði hann. • — Það er þín skoðun, er bað ekki? — Jú, einmitt, og það talsvert meira en grunur, J vildi ég meina. j Simrr.'ons kveikti sér í sígarettu. Hann blés reykn j um út um nefið. Hann hrukkaði ennið. Og svo gretti j hann sig. j — Og nú er ég spenntur, sagði hann. — Hvers vegna? — Ég er alveg sérstaklega spenntur að heyra, i með hvaða sögu Loren Hartley ætlar að bjarga sér « út úr klípunni. Það var barið að dyrum á skrifstofu Steins lög- * reglumanns. Hár, dökkhærður maður gekk inn. — Hefurðu fundið eitthvað sérstakt? spurði Stein.5 — Ég er ekki frá því, svaraði James Shapiro. j Hann- var æðstur þeirra rannsóknarlögreglumanna, sem orðið höfðu eftir á skrifstofu Alex Hartleys til 1 að athuga kringumstæður nánar. — Það lítur út fyrir, að Alex Hartley hafi verið að vélrita eitthvað hjá sér, áður en hann dó, sagði hann og rétti Stein pappírsörk. Stein virti hana fyrir sér. Það var engu líkara en einhver, sem aldrei hafði snert á ritvél, hefði verið að pikka niður skilaboð. En eitt var augljóst mál. Alex Hartley hafði verið að gera uppkast að erfða-1 skrá sinni. Simmons stóð bak við Stein og las yfir . öxlina á honum: Kjallarameistari minn, Charles Hunt — 15 í stað | 10. Vegna margra ára þjónustu. — Síðan komu . nokkur nöfn og upphæðir á eftir. Þær voru mis- j jafnlega háar og nöfnin skiptu ekki máli í bili. Á miðju blaðinu stóð: — Loren — 10 — i En það var búið að krossa yfir þá tölu og við hlið- ina á henni var skrifað — 5. Llndir þá tölu var strik-1 að. I — Maður gæti haldið, að hr. Hartley og bróður- dóttur hans, Loren, hefði ekki komið alltof vel sain- I an í seinni tíð, mælti Simmons. — Það lítur nú ekki reglulega vel út fyrir réttinum. — Grein 6 í fyrri erfðaskrá minni á að falla nið- ur, las Stein áfram í hálfum hljóðum. — I stað j hennar komi: Eftirstöðvar eigna minna gangi til Har- vardháskóla. , '' Stein leit einu sinni enn yfir blaðið. svo sagði j liann: • — Ég hefði gaman af að vita, hvað stóð í grein' 6 í fyrri erfðaskránni. I TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Latið fagmann annast vlðgerðir og vlðliald á tréverkl húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Véllarlok — Geymslulok á Volkswagen 1 allflestum litum. Sklptum á einxim degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptln. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. NÝÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnum í heimihúsum. — Upp lýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðger ðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 PÍPULAGNIR. - Skipti hitalkerfum. Ný- lagnir, viðgerðir, breytingar á vatnsleiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri við wc-kassa. — Sími 71041. — Hilimar J. H. Lúthersson, pípulagningameistari. Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bílkrana, til allra framkvæmda, ixman og utan borgarinnar. Heimasímar 83882 — 33982. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31089. MATUR OG BENSIN allan sólarhringinn. VEITINGASKALINN, Geithálsl

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.