Alþýðublaðið - 25.10.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.10.1969, Blaðsíða 5
Alþýðublaðið 25. o'któber 1969 5 Útgefandi: Nýja útgáfufélagið Framkvæmdastjóri: Þórir Sæmundsson Ritstjórar: Kristján Bcrsi Ólafsson Sighvctur Björgvinsson (áb.) Ritstjór íarfulltrúi: Sigurjón Jóhannsson Frcttastjóri: Vilhclm G. Kristinsson Auglýsingostjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson Prcntsmiðja Albýðublaðsins Þarft máletni f í Alþýðublaðinu í dag er biirt viðtal við Jón Gunn- arsson, forstöðumann Sædýrasafnsins í Hafnarfirði. Beinn kostnaður, sem nokkrir áhugamenn hafa haft af því að hrinda hugimynd sinni um sædýrasafn á íslandi í framkvæmd, nemur þegar um 2.8 millj. kr., bg þrátt fyrir góðar undirtektir og velvilja almenn- ings gefur það auga l'eið, að slí'kt safn verður ekki 'byggt fyrir fé og fyrirhöfn einstaklinga einna, — þótt áhugasamir séu og vilji helga málefni þessu krafta sína. Slík söfn, eins og vísar eni risnir að í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum geta gbgnt mjög þýðingarmiklu hlutverki fyrir fiskveiðiþjóð eins og ökkur íslend- inga, — bæði hvað viövíkur almennri fræðslu úg vis- indaiðkunum. Það er heldur ekki með öllu vanza- laust fyrir þjóð eins og okkur, sem alla afkomu sína á undir fiskveiðum, að ekki sé enn risið myndarlegt sædýrasafn á landinu. Sú ósk forráðamanna safnanna beggja, að þeir njóti nokkurs styrks af almannafé til framtíðaruppbygg- ingar safnanna á því fullan rétt á sér og jákvæð við- brögð almennings og áhugi hans fyrir starfsemi þess- ari gefur glöggleg til kynna, að þjóðin myndi fús til þess að verja nokkru af fjármunum sínum til stuðn- ings við byggingu og rekstur slíkra safna, sem hér um ræðir. Réttur rithöfunda í Þing rithöfunda um kjara- og hagsmunam'ál sín var sett síðdegis í gær og verður því haldið áfram um helgina. Emgum fær dulizt það, að þimghald þetta á fyllsta rétt á sér, því að enn njóta rithöfundar ekki þeirrar viðurkenningar í þjóðfélaginu sem skyldi, enn vantar talsvert á, að þeir uppskeri þau laun fyr- ir verk sín, sem þeim ber með réttu. ÝmSar hugmyndir um það, hvernig bæta megi rétt rithöfunda hafa þegar komið fram og mun þingið taka þær til náinnar athugunar. Þessar hugmyndir hafa áður verið kynntar rækilega í blöðum, og hafa sumar þeirra hlotið góðar undirtektir. í ávarpi sínu við setningu þingsins í gær lét menntamálaráðherra þess til dæmis getið, að honum þætti hugmyndin um að ríkið keypti ákveðinn eintakafjölda allra íslenzkrr skáldverka til notkunar fyrir bókasöfn vera fyllstu athygli verð. Ein þeirar krafna, sem rithöfundar hafa sett fram fyrir þingið, er sú, að greitt verði fyrir birtingu skáld- verka í kennslubókum. Við þingsetnimguna í gær var frá því skýrt, að náðst hefði samkomulag milli rit- höfundasamtakanna og Ríkisútgáfu námsbóka um slíkar greiðslur. Ber að fagna því, að þessi árangur skuli þegar hafa náðzt í réttindabaráttu rithöfund- anna, og vonandi verður þingið um helgina til þess, að réttur rithöfunda verði fljótlega bættur á fleiri sviðum. POPHE8MURBNN BLUES I KLÚBBNUM Um 170 gestir — full- orðnir menn settu leið- indasvip á kvöldið j □ Fyrsta blueskvöld vetrar- ins var haldið í Klúbbnum s.l. þriðjudagskvöld, en hljótt hef ur verið um þær ágætu sam- komur síðan í sumar. Byrjað var á þeim seinasta vetur og hafa þær átt vaxandi vinsæld- um að fagna. Fyrir blueskvöldunum stend ur bluesklúbburinn sem er stofnaður af nokkrum hljóm- Umsjón: Björn og Hilmar listarmönnum og geta allir gerzt meðiimir sem vilja, en þeir fá 25% afslátt af aðgangs- eyri. Á þriðjudagskvöldið komu fram Óðmenn og Blues Comp- any, einu alvöruþlueshljóm- sveitir okkar íslendinga og þarf ekki að fjölyrða um gæði leiks þeirra. Þess utan kom fram ný þriggja manna hijóm sveit, sem ekki lék undir nafni, enda nýliðar í þessari tónlist- argrein óg má kalla hljóðfæra- leik þeirfa éfnilegan, en- söng- urinn var fyrir neðan allar hell ur. Trommuleikarinn var skástur, en hann spreytti sig með þolanlegum árangri á sól- ói úr Toase, sem virðist vera takmark eða mælikvarði fyrir trommuleikara nú, enda ekk- ert slor að geta staélt Ginger Baker skammlaust. Um 170 manns munu hafa sótt blúeskvöldið og var lítið um drykkjuskap, þó mest T>æri náttúrulega á þeim sem hann stunduðu. Mest bar á nokkrum velfullorðnum mönnum, sem auðsjáanlega voru þarna í allt öðrum tilgangi komnir en að meðtaka göfuga tónlist og settu þeir með drykkjulátum sínum og uppivöðslu skemmandi blæ á umhverfið. Er skaði hversu útkastaramenningin er í mol- um hér, en öll tilþrif í þeim málum eru hin smáborgaraleg- ustu. Það sem helzt mætti finna að í tónlistinni á blueskvöldun- um er, að allt of lítið héfur verið um svo kallúðar „IMPROVISERINGAR“, eða þá einhver íslenzk verk. Óð- menn tóku að vísu eina „Impro viseringu“ á umræddu kvöldi og hafa hug á að gera meira af slíku í framtíðinni, en 1 það er öllu meira spennandi en að heyra lög sem eru æfð upþ af plötum og margir karmast. meira og minna við. Áætlað er að halda néesta blueskvöld eftir þrjár vikur, og ætti enginn áhugamaður að láta það fara fram hjá sét. Dauður eða lifandi? □ Plötusnúður einn í Banda- ríkjunum hefur nýlega getið sér frægðar með því að halda því fram að hinn raunverulegi Paul Mc Cartney væri látinn og tvífari hefði komið í hans stað. Russ Gibb, en það er nafn plötusnúðsins, rökstyður þessa kenningu fimlega. Á umslagi plötunnar „Abbey Road“ — nýjustu LP frá Bítlunum, er Ringo klæddur eins og útfarar- stjóri, George Harrison eins og greftrunarmaður og John Lenn on eins og kirkjunnar maður. Paul, segir hann, er klæddur eins og lík eru klædd á Ítalíu — í venjulegum jakkafötum og berfættur. Skrásetningarnúmer á kyrr stæðum Volkswagen á mynd- inni er 28 IF, og leggur hann það út á þann veg, að Paul væri orðinn 28 ára EF (IF) hann væri á lífi! Á umslagi plötunnar „Magi- cal Mystery Tour“, sem kom út á árinu 1967, segir plötu- snúðurinn sjá enn eina vís- bendinguna, þar sem allir jbítl- arnir eru klæddir hvítum föt- um nema Paul, hann er í svört um. Innan á þeirri kápu er Paul klæddur sem hermaður og fyrir framan hann á mynd- inni er skilti, þar sem á stend- ur; Ég var þú!!! Aftan á káp- unni eru bítlarnir allir með rauð blóm og standa hjá út- fararkransi. Paul er hinsvegar með svart blóm á þeirri mynd. Til að kóróna kenningu sína, benti plötusnúðurinn á, að fyr- ir tveimur árum hafi verið hald in samkeppni á Englandi um tvífara Pauls. Segir hann að aldrei hafi verið tilkynnt um sigurvegarann. Því má bæta við, að s.l. mið- vikudag gaf Paul út yfirlýs- ingu þess efnis að hann væri enn í tölu lifenda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.