Alþýðublaðið - 25.10.1969, Blaðsíða 13
Ritsfjóri: Örn Eiðsson
Arið 1970
verður ár
íþróitanna
á íslandi
KOMNAR TILLÖGUR
VETRARHÁTÍÐ
Læknaritari
Ung stúlka óskast til ritarastarfa á skurð-
læknmgadeild Borgarspítalans. Stúdents,
verzlunarskóla, eða hliðstæð menntun áskil-
in. Umsóknir, er greini aldur, nám og fyrri
störf, sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur,
Borgarspítalanum, fyrir næstkomandi mið-
vikudagskvöld.
Reykjavík, 24. 10. 1969,
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Félag járniðnaðarmanna:
Félags-
fundur
verður haldinn þriðjudaginn 28. okt. 1969
kl. 8.30 e.h. í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu
7, Hjafnarfirði.
Dagskrá:
1. Féla'gsmál.
2. Um starfsmat, Gunnar Goittormsson.
3. Önnur mál. * ,
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
Tiihoð óskast
í nokkrar fólksbifreiðar og sendiferðabifreið
er verð'a sýndar að Grensásvegi 9, miðviku-
daginn 29. októ'ber kl. 12—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5.
Sölunefnd varnarliðseigna.
□ Mörgum finnst orðið nóg um
íþróttamót hérlendis, en þó eru
það smámunir einir miðað við
fjölda iþróttamóta og leikja er-
lendis.
Á næsta ári má þó búast við, að
fjöldi íþróttamóta slái öll fyrri met
en hæst mun bera íþróttahátfð ÍSÍ
sem haldin verður í tilefni 50. í-
þróttaþings ÍSÍ. íþróttasambandið
mun efna til mestu íþrtóttahátíðar,
sem fram hefur farið hér á landi.
í fyrsta lagi verður haldin Vetrar-
íþróttahátíð á Akureyri 28. febrúar
til 8. marz, en Sumaríþróttahátíð-
in fer fram í Reykjavík 5. til 12.
júlí. Aðalhlutí hátíðarinnar 1 fer
fram í Laugardal, en keppt verður
víðar í borginni.
íþróttasambandið hefur skipað
tvær nefndir til að sjá um þessi
stórmót, en reiknað er með, að
þátttakendur skipti þúsundum,
þannig, að hér verður um mót
að ræða á alþjóðlega vísu, hvað
þátttöku snertir.
Þess skal getið, að hluti þess-
arar miklu hátíðar verður alþjóð-
legur, boðið verður íþróttafólki af
hinum Norðurlöndunum til keppni
hingað.
Það er mikilvægt fyrir íþrótta
hreyfinguna, að þessi hátíð fari
vel fram og verði íþróttunum til
sóma og er raunar ekki að efa, að
svo muni verða.
Gerður hefur verið rammi um
Vetrarhátíðina og við munum birta
þær tillögur hér á eftir:
Laugardagur 28. febrúar:
Setning hátíðar á sundlaugar-
svæði.
Sunnudagur 1. marz:
Vígsla stökkbrautar í Hlíðar-
fjalli. Skrautsýning í Hlíðar-
fjalli. Vígsla skautasvæðis.
Mánudagur 2. marz:
Stórsvig, unglingar. Ganga
urrglingar. Hraðhlaup á skaut-
um (500 m og 3000 m.)
Þriðjudagur 3. marz:
Svig unglingar. Hraðhlaup á
skautum (1500 og 5000 nr).
íshokkeykeppni, listhlaup-
sýning.
Miðvikudagur 4. marz:
„í faðmi blárra fjalla." Skíða-
ferðir og kynnisferðir í Hlíðar-
fjalli. Keppni gesta og ferða-
fólks í ýmsum atriðum.
Fimmtudagur 5. marz:
Stökkkeppni, karlar og ungl.
17—19 ára.
Föstudagur 6. marz:
Stórsvig karla og kvenrra.
íshokkeykeppni „Curling."
Laugardagur 7. marz:
Svig karla og kvenna. '\
Sunnudagur 8. marz:
Ganga karla. Lokaathöfn.
Allan tímann:
Leiksýningar — Kabarett —
Dansleikir — Sýningar, fræðslu
myndir og fyrirlestrar — Ung-
lingadansleikir — Keppnir í
skák og bridge.
Skipulag Sumaríþróttþhátíðarinn
ar er ekki eins komið. Um þann
þátt segir svo í fréttum frá ÍSÍ:
Keppa skal í sem flestum þeim
íþróttagreinum, sem iðkaðar eru
innan íþróttasambandsins, það er
að segja:
Glíma, badminton, Blak, Borð-
tennis, Frjálsar íþróttir, Golf, Hand
knattleikur, Judo, Krrattspyrna,,
, Körfuknattleikur, Kástíþróttir, Leik
fimi, fimleikar, Lyftingar, Róður,
Skautíþróttir, Skíðaíþróttir, Skot-
fimi, Sund, Skylmingar, Tennis.
Athuga skal, hvort hægt sé að
keppa í: Siglingum og Sjóskíðum.
Ef þessi hátíðahöld takast vel,
sem allir vona, er að íþróttamál-
um vinna, getur það orðið til þess
að margir forystumenn þjóðarinrr-
ar skilji enn betur en áður, að
nauðsyn er, að hlúa betur að þess
ari starfsemi en gert hefur verið
til þessa.