Alþýðublaðið - 15.11.1969, Page 9

Alþýðublaðið - 15.11.1969, Page 9
Alþýðublaðið 15. nóvember 1969 9 LUCHINO j Fíh. úr opn-u. inn Gianni ætlar að gefa skáld- sögu sinni um bernsku syst- kinanna í myndinni. Hvort sem það er slys eða af ásettu ráði, þá vitnar enski 'titillinn í leikritið ,Tis Pity She’s a Who- re, sem Visconti setti á svið í París 1961 og hefur margt sameiginlegt með myndinni. — Atriðið, þar sem Gianni tekur hring Söndru speglar atvik í leikriti Fords: i Florio; Hvar er hringurinn, sem móðir þín arfleiddi þig að og særði þig til að gefa eng- j um öðrum en eiginmanni þín- um? Skilaðu honum aftur. Anabella: Ég á hann ekki leng- j ur. Florio: Ha! Áttu hann ekki lengur; hvar er hann? Anabella: Bróðir minn tók ; hann af mér í morgun og sagð- ist ætla að ganga með hann í dag. < Sameiginleg einkenni má einn- ig finna með myndinni og goð- sögninni um Orestes t. d. bölv- un fjölskyldunnar, sem þó er ekki sprottin af reiði guðanna heldur af manna völdum. Myndin fjallar um tvo óupp- lýsta atburði fortíðarinnar: —• Systkinin Sandra og Gianni gruna móður og stjúpföður um að hafa svikið föður þeirra 1 hendur nazista, en móðir og stjúpfaðir og íbúar Volterra fæðingarbæjar Söndru ásaka systkinin um sifjaspeH. Myndin hefst, er Sandra (Claudia Cardinale) og eigin- maður hennar Andrew (Micha- el Craig) halda veizlu í íbúð sinni í Genúa. Píanisti byrjar að leika prelúdíu eftir César Franck, sem vekur minningar Söndru um fortíðina, móður sína, sem geggjast hafði við dauða föðursins. Hjónin halda til heimilis Söndru í Volterra, þar sem ekkert minnir á tilveru tuttugustu aldarinnar nema kóka-kóla auglýsingar og djú- box á bar einum í bænum. Er þau koma til heimilis Söndru, er þar fyrir Fosca (Amalia Troiani) gömul ráðskona fjöl- skyldunnar. Hún upplýsir Sön- dru um heimsóknir bróðursins Gianni (Jean Sorel), sem San- dra hélt að væri í London. Gi- anni skýtur upp kollinum ög systkinin hittast í garðinum hjá líkneski af föðurnum, sem af- hjúpa á daginn, sem garðurinn verður gerður að minningar- garði um hann. Gianni og San- ra fallast í faðma og sýna til- burði elskenda. Gianni er veik- lynd persóna, sem skrifað hef- ur hándrit að bók um ástir systkinanna í bernsku og lýsir þar mökum þeirra. Hann sýhir Söndru handritið og hefur í flimtingum að hann muni gefa það út verði hún ekki hjá hon- um. Andrew fær stjúpföðurinn Gilardini (Rezo Ricci) og fyrsta elskhuga Söndru lækninn Pi- etro (Fred Williams), sem nú annast geðveika móður Söndru til sameiginlegrar máltíðar, þar sem hann reynir að grafa upp I sannleik fortíðarinnar um syst- I kinin en Sandra og Gianni gefa enga skýringu. Þá ræðst hann á Gianni og ætlar að þvinga hann til sagna en Sandra kem- ur bróður sínum til hjálpar. Andréw fer til New York ó- upplýstur um fortíð Söndru en skilur eftir bréf, þar sem hann segist bíða hennar. Gianni brennir skáldsöguhandrit sitt í þeirri von, að Sandra verði eftir hjá honum og hótar sjálfs morði nái óskir hans ekki fram að ganga en enginn tekur mark á þeim, því hann er vanur að dreifa slíkum hótunum, þegar í móti blæs. Hann tekur inn eit- ur en bíður eftir hjálp Söndru í dauðastríði sínu. Á sama tíma vefur Sandra hvítu sjali um höfuð sér, tákni hreinleikans, á- kveðin í að hreinsa af sér bölv- un ættarinnar og halda frjáls til Andrew. Úti í garðinum les Rabbí upp úr heilagri ritningu. Enskt tal hefur verið sett inn á myndina, sem gerir hana öllu ómeðfærilegri og daufari. Þá er íslenzki textinn ekki til þess að bæta áhrifin, óvandað- ur og stundum heilar gloppur í samtalssenum. Allt of algengt er nú orðið að sjá óvandaðan íslenzkan texta við erlendar myndir og kastað til höndum við þýðinguna. íslenzkir kvik- myndahúsaeigendur ættu ekki að vanrækja þessa hlið máls- ins; þá fer að verða harla fátt eftir, sem ekki er hægt að benda á, að þeim misfarist. Manni er nær að halda, að peningum, sem kastað er í lélegar texta- þýðingar oft og tíðum við skammsýnar gróðabrasks- myndir, væri betur varið í að fá til landsins verk, sem gerð eru kvikmyndalistarinnar vegna, þó kvikmyndahúsaeig- endur kvarti sáran yfir dræmri aðsókn og gróðavon því lítil. UM HELGINA Framhald bls. 3. hafnafrelsi megin ávinning þessa stjórnartímabils, en Vinstri mönnum 'hefur þótt gengið of langt í þessa átt, enda þótt ekki 'hafi verið far ið úit fyrir þau möhk. sem jafnaðarmenn baia taiið eðli leg í nágrannalöndum. Á hinn bóginn benda Alþýðu- flokiksmen 4, að ríkisstjórnin hefur fcomið sér upp mjög sterkum hagstjórn artækjium, hafið víðtæka áiætlunargerð, stofnað fjö'Ma opinberra sjóða ti'l að styðja atvinniulíf og gengið sSfeUi; lengra í fé- lagsaðgerðum veMerðarríkis- ins. Það er auðveit að sanna, að þessi ríkisstjórn hafi verið mun sósíalistískari en Vinstri stjórnin, en þá er að vísu ekki langt til jafnað. Þegar frá líður getur farið svo, að þróun iðnaðar, stór- virkjanir, st'óriðja og aði'ld að EFTA verði 'talin merkustu ávextir þessa stjórnarsam- starfs, og við 'hlið þeirra mála skólabyltingin, sem hefur staðið yifir og mun stand'a yf- ir að mi'nnsta kosti fram til 1980. Langt stjórnarsam'starf hef ur bæði kosti og galla. Mið- að við hin tíðu stjórnarskipti, sem hér hafa verið, er IMiegt að sagan miuni telja festu síð ulstu ára hagstæða þróun fyr- ir þjóðina. ÓHLJÓÐ Framhald úr opnu. ALONG THE WATCHTOW- ER (Bob Dylan), 'HABEKRIS HNA o. fl. Hljóðfæraleikur- inn á plötunni er fremur ein faldur, kraftmikill, og auð- heyranl'ega gerður til að • ‘koma fólki í stuð, mjög fjör- ug og jafnvel skemmtileg plata. Víetnam — Frh. af 1. síðu. inni. í ály'ktun V ö'fcu er lögð á það höfuðáherzila, að halda verði frjálsar kosninigar í Suð ur-Víet'nam, en shkar kosn- ingar séu ófram'kvæmanleg- ar nema háðir stríðsaðiilar 'kal'li heri sína heim, og enn- fremur er þar látin í ljós sú skoðun að frjálsar kosning- ar í landinu séu „óraunhæf- ar, ef gæta á fyllsta réttlætis, nema því aðeins að hlutlaus aðili svo sem Sameinuðu þjóg irnar hafi þar hönd í bagga“. Ingólfs-Café BIN GÓ á morgun sunnudag kl, 3. Aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. Borðapantanir í síma 12826. Ingólfs-Cafe Gömlu dansarnir í Ikvöld kl. 9. Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar. Aðgöngumiðasala frá kl. 5 — Sími 12826. Tilkynning um gjalddaga Hinn 15. október s. 1. féllu í gjalddaga iðgjöld af eftirtöldum tryggingum hjá oss: BRUNATRYGGINGU HÚSEIGNA, BRUNATRYGGINGU LAUSAFJÁR, INNBÚSTR Y GGINGUM og HEIMILISTRYGGINGUM. Vinsamlegast greiðið iðgjöldin til umb oósmanna 'og/eða aðalskrifstofu fé- lagsins. Þeir, sem hafa heimilistryggingu oss, fá afhenta nýja og víð- tækari skilmála fyrir þessari tryggin §u um °S ið'gjaldið er greitt i~rn~ 111 u i nr"r~n BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegi 103 — Reykjavík. Bifreiðaeigendur! í kuldanum, látið hreinsa og bóna bílinn yðar í fullkomnustu þvottastöð landsins. BÓN OG ÞVOTTASTÖÐIN SIGTÚNI3-SÍMI 84850

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.