Alþýðublaðið - 15.11.1969, Qupperneq 10
10 Alþýðublaðið 15. nóvember 1969
Framhaldssaga eftir Elizabefh Messenger
r ■
A
fjallahótelinu
3,
hurðina upp og var í þann veginn aS stökkva út,
þegar hún fann, að fætur hennar voru naktir í ís-
kuldanum. Hún fálmaði eftir skónum sínum, þegar
veðurbitið, vingjarnlegt andlit bílstjórans laut niður
að henni. ,
— Yður hefur hlekkzt á, ungfrú?
— Já, hvað mér þykir innilega vænt um, að þér
skylduð koma. Haldið þér, að þér getið hjálpað mér?
Ég er anzi hrædd urr;, að bifreiðin sé blýföst.
Hann gekk fram fyrir bifreiðina og leit á hana.
— Það er svo sem alveg satt. Þetta kvenfólk við
stýrið! i i ■
— Það er ekkert neinu kvenfólki að kenna,
heldur veginum. ,
Hann brosti út undir eyru.
— Vegurinn er ekki sem verstur, ef bílstjórinn
er góður, sagði hann. — Ég skal bjarga yður úr
þessari klípu.
— En ég hef ekkert reipi.
— Hafið engar áhyggjur. Ég hef það. Það er ekki
svo sjaldan, sem ég þarf að grípa til þess, — og
ekki nándar nærri alltaf til að bjarga kvenfólki!
Hún hló.
— Það liggur við, að þér séuð alltof elskulegur.
— Hvers vegna fóruð þér þessa leið. Hin leiðin
er miklu betri.
— Mig langaði svo til að sjá vatnið.
Það er svo sem þess virði að sjá það. Maður
verður aldrei leiður af að fara þessa leið.
— Akið þér þesa leið oft?
— Á hverjum einasta degi. Ég flyt vistirnar upp
að hótelinu og skíðakofunum.
— Hvernig er snjórinn? >
— Það er nóg af honum þarna uppi, þótt ekki
sé lengra áliðið en þetta. Sjö-átta kílómetrum ofar
er hann svo djúpur, að þér getið festst í honunr upp
að eyrum.
Pat hló.
— Ég er að hugsa um að láta mér forarpollinn
þann arna að kenningu verða.
— Hvenær festuð þér yður? spurði hann.
— í gærkvöldi.
Hann blístraði.
— Og voruð alla nóttina í bílnum? Kom alls eng-
inn hingað?
— Það var bifreið.... Pat þagnaði.
— Sem nam ekki staðar? Þvílíkur skepnuskapur.
Það var þó furðulegt. Hér um slóðir eru menn vanir
að sýna hjálpsemi, maður veit aldrei, hvenær maður
þarf sjálfur á aðstoð að halda.
— Hann stanzaði svo senr, sagði Patricia. —
Það var það furðulega. Hann kom niður fjallshlíð-
ina, og ég er viss um, að bifreiðarstjórinn sá mig.
Hann stanzaði rétt fyrir framan mig, svo fór hann
aftur á bak, sneri við og brunaði upp eftir aftur.
Bílstjórinn hafði fest kaðal í höggvarann á bif-
reið Patriciu. Hann rétti úr sér, þurrkaði forina af
höndum sér og leit á hana.
— Var það svo? Hvort var það maður eða kona,
sem sat við stýrið?
—Það veit ég ekki?
— Hvaða bifreiðartegund var þetta? Sko, ef ég
skyldi einhvern tímann rekast á þrjótinn, og hann
þyrfti á aðstoð að halda.
Hann hló.
— Er það ekki sem ég segi! Kvenfólk við stýrið!
Hann klifraði upp í flutningabílinn og andartaki
síðar var bifreið Patriciu aftur konrinn á fasta jörð..
Hann losaði kaðalinn og vafði hann upp.
— Þér skuluð aka á undan, svo að ég geti haft
auga með yður. Ég fer inn á útskot svo lítið ofar,
svo að þér getið komizt framhjá.
— Þetta er ákaflega fallega gert af yður, en ég
er fullviss um, að þáð'ér algjör óþarfi. Ég er yður af-
skaplega þakklát fyrir hjálpina.
— Akið nú af stað! Munið, að ég treysti ekki
kvenmanní við stýrið, sér í lagi ef þær eru fagrar
og Ijóshærðar........
Hann brosti til hennar. Pat endurgalt honum bros-
ið og setti bifreiðina í gang. í baksýnisspeglinum sá
hún hann leggja áf stað út á veginn. Allt í einu fannst
henni gjörvöll tilveran svo Ijómandi fögur, morgun-
sólirr hafði hrakið ískulda næturinnar á flótta. Eft-
ir því sem vegurinn varð brattari, urðu trén lægri og
dreifðari og breyttist skógurinn loks í kjarr, og í
Ijós fóru að koma smáskaflar, sem breiddust æ
lengra upp effir fjallinu, unz þeir urðu að samfelldri
snjóbreiöu. Innan skamms voru skáflar á báðar
hendur á veginum og allt umhverfis hana var svo
skjannahvítt. Lengst fyrir ofan' sig sá hún hilla undir
hótelið og að baki þess gnæfðu ógnþrungnir tindar
fjallsins, glitrandi í sólskininu — fjarlægir og tígu-
legir ofan við endalausa snjóbreiðuna, þar sem ein-
staka skíðakofar stóðu upp úr eins og litlir punktar.
Ösjálfrátt steig Patricfa á hemlana til þess að
njóta þessa unaðslega útsýnis, en í sama vetfangi
heyrði hún ískrið í hemlum flutningabílsins að baki
sér, serrr hún var alveg búin að steingleyma. Hún
sneri sér skömmustuleg við og gerði afsakandi hreyf-
ingu með handleggjunum. Bílstjórinn klöngraðist nið-
ur úr bíl sínum og kom glottandi til hennar.
— Er yður nú Ijóst, hvað ég átti við ?
Patricia hló.
— Já, því miður verð ég að viðurkenna, að þér
höfðuð rétt fyrir yður.
Hann skotraði augunum upp til fjallstindanna, og
það var lotningarsvipur á andliti hans: ,
— Þetta er alltaf jafn stórkostlegt, hversu- öft
sem maður sér það. Mér er ómögulegt að lá yður
þetta.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
l!
I
l
I
Smáauglýsingar
i
V
ir
i-
TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA
Látið fagmann annast viðgerðir og vlðhald & tréverJd
húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra
húsnæðl. — Sími 41055.
VOLKSWAGENEIGENDUB!
Höfum fyrirliggjandi: Brettl — Hurðir — Véiiarlok
— Geymslulok á Volkswagen f aUflestum litum.
Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á-
kveðið verð. — Reynlð viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25,
Símar 19099 og 20988.
NÝÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM
Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á
bólstruðum húsgögnum í heimhúsum. — Upp
lýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á
kvöldin.
AGNAR ÍVARS. húsgagnabólstrari.
PÍPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein
lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum.
Guðmundur Sigurðsson
Sími 18717
PÍPULAGNIR. — Skipti hitakerfum. Ný-
lagnir, viðgerðir, breytingar á vatnsleiðslum
og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti
heita og kalda krana. Geri við wc-kassa. —
Simi 71041. — Hilmar J. H. Lúthersson,
pípulagningameistari.
Jarðýtur - Traktorsgröfur
Höfum til lelgu litlar og stórar jarðýtutr tinktorsgröf-
ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, lnnan og utan
borgarlnnar
Heimasímar 83882 — 33982.
Jarðvinnslan sf.
Síðumúla 15 — Símar 32480
31085.
MATUR OG BENSIN
allan sólarhringinn.
VEITINGASKALINN, Geithðlsl