Alþýðublaðið - 22.11.1969, Qupperneq 9
Alþýðublaðið 22 nóvemb'er 1969 9
SJÓNVARP
Framh. bls. 5
tekur á móti gestum, þar á
meðal Peter Sellers, Sammy
Davis og Danny La Rue.
22.25 Dagskrárlok.
Mánudagur 24. nóv. 1969.
20,00 Fréttir.
20.35 í leikhúsinu. í þættinum
er fjallað um íslenzka leik-
gagnrýni. Rætt er við gagn-
rýnendur, leikara, leikhús-
gesti og leikritahöfunda. —
Umsjónarmaður: Stefán
Baldursson.
21.00 „Fýkur yfir hæðir“. —
Framhaldsmyndafiokkur í 4
þáttum gerður af BBC eftir
skáldsögu Emily Bronte.
3. þáttur — Konuránið.
21,50 Lyfjaneyzla. Finnsk
mynd um misnotkun lyfja.
22.35 Dagskrárlok.
i.
Þriðjudagur 25. nóv. 1969.
20,00 Fréttir.
20,30 Sannfræði íslendinga-
sagna. Umræðuþáttur.
Þar ræðast við doktor Jakob
Benediktsson, Benedikt
Gíslason frá Hofteigi, og
Óskar Halldórsson lektor,
sem hefur umsjón með þætt-
inum.
21,00 Á flótta. Sjá Hollywood
og dey.
21.50 Los Guacamayos. Söng-
tríó frá Barcelóna flytur suð
-ræn lög í Sjónvarpssal.
22.05 Lappaslóðir. Norsk mynd
um Lappoluobbal, sem er
lítið afskekkt þorp í Finn-
mörku.
22,45 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 26. nóv. 1969.
18.00 Gustur. — Hvíta
hryssan.
13,25 Hrói höttur. Loftbraut-
in.
18.50 Hié.
20,00 Fréttir.
20,30 Að Húsafellf. íslenzkir
listmálarar hafa löngum leit-
að viðfangsefna í landi Húsa-
fells í Borgarfirði, og við
staðinn er tengdur fjöldi
minninga og þjóðsagna.
Umsjónarmaður; Hinrik
Bjarnason. Kvikmyndun:
Ernst Kettier.
21,00 Sviflétt spor. Dansarar
úr konunglega danska ballett-
inum dansa ballett, sem
sækir efnivið í mannkyns-
söguna.
21,15 Miðvikudagsmyndin.
Fátt um kveðjur.
Kanadisk kvikmynd, sem
lýsir djúpinu milli kynslóð-
anna. Piltur og stúlka fella
hugi saman. Þau eiga bæði
efnaða foreldra en sækjast
eftir að skapa sér lífsvenjur
og lifnaðarhætti, sem eru
eins gerólíkir þægindalífi
foreldranria og verða má.
22,50 Dagskrárlok.
Föstudagur 28. nóv. 1969.
20.00 Fréttir,
■20,35 Fræknir feðgar.
Munaðarlausa stúlkan.
21,25 ísland og EFTA.
Dagskrá um Fríverzlunar-
bandalag Evrópu, EFTA, og
aðildarumsókn íslands að
samtökunum. Greint er frá
aðdraganda að stofnun EFTA
og Efnahagsbandalags Evr-
ópu, þróun efnahagssamstarfs
og markaðsmála í Evrópu
síðasta áratug og hugsan-
lega framvindu þeirra mála
í framtíðinni. Heimsóttar eru
aðalstöðvar EFTA og Efna-
hagsbandalagsins og rætt við
ýmsa forystumenn þar.
Lýst er skipulagi EFTA, á-
hrifum þess á efnahagsmál
aðildarríkjanna, og EFTA-
samningurinn skoðaður í
ljósi aðildarumsóknar ís-
lands.
Umsjónarmaður: Markús
Örn Antonsson.
Dagskrárlok óákveðin.
í
Laugardagur 29. nóv. 1969.
15,40 Endurtekið efni.
Réttur er settur.
17,00 Þýzka í sjónvarpi.
GERIÐ GÓÐ KAUP
CU
Þ
GERIÐ GÓÐ KAUP
O
H
PS
O
© Nýkomið mikið úrval a£ kven-, herra- og q
'§ unglingapeysum. O'
0 VEFNAÐARVÖRUDEILD.
Pá
w
o__________________
>
o
13
CL
P
W
Q
‘O
O
tó
Þ3
O
Lítið inn í nýlenduvörudeild okkar cg at- q
Iiugið verðið.
Vöruskemman hf.
Grettisgötu 2.
GERIÐ GÓÐ KAUP — GERIÐ GÓÐ
o-
o*
©.
>
d
13
KAUP
17,40 Húsmæðraþáttur.
Margrét Kristinsdóttir leið-
beinir um glóðarsteikingu.
18,00 íþróttir. — M. a. leikur
West Bromwich Albion og
Sheffield Wednesday í 1.
deild ensku knattspyrnunnar.
Hlé.
20,00 Fréttir.
20,25 Smart spæjari. Verzlun-
arerindi.
20,50 íslendingar í Málmey.
Heimsókn í skipasmíðastöð
Kockums í Málmey í Sví-
þjóð.Rætt er við nokkra ís-
lendinga, sem vinna þar.
Umsjónarmaður: Eiður
Guðnason.
21.10 Ríó Tríó. — Ágúst Atla-
son. Helgi Pétursson og Ól-
afur Þórðarson skemmta.
21,35 Um víða veröld. II. —
Komið er við hjá Indíánum á
bökkum Amazon-fljóts í
Brazilíu, á eynni Ceylon og
í Vietnam.
22.10 Hermaður í orlofi.
Rússnesk kvikmynd frá árinu
1959. — Hermanni nokkrum
sem vinnur afreksverk, er í
viðurkenningarskyni veitt 6
daga orlof. Tímann hyggst
hann nota til þess að fara
heim til einstæðrar móður
sirinnr, en margt getur rask-
að ferðaáætlun á stríðstím-
um.
23,30 Dagskrárlok.
KFR keppti i
Borgarnesi
er eftirspurdasta
ameríska fitter
sigarettan
KENT
Með hinum þekkta
Micronite filter
. □ Meistaraf lokkur KFR í
körfubolta fór í heimsókn til
Borgarness um síðustú helgi, og
lék þrjá leiki við 2. og meistara
flokk Skallagríms. Fóru leikar
svo, að KFR vann tvo leiki, en
Skalíagfíniur einn.
í fyrsta leiknum, sem leikinn
var síðdegis á laugardagihii,
var fyrri hálfleikur mjög jafn,
og var staðan í hálfleik 24 stig
gegn 22, KFR í hag. Seinni
hálfleikur var ekki síður jafn
og skemmtilegur, og það var
ekki fyrr en á síðustu mínút-
unum, að Skallagrími tókst að
sigla fram úr, og sigra með 10
stiga mun, 72—62.
Rétt svona til að örva matar-
lystina fór einn leikur fram
fyrir hádegi á sunnudag, en
það er venja þeirra í Borgar-
nesi. Mætti KFR þá 2. flokki
Skallagríms, sem meðal annars
hefur á skipa tveimur unglinga
landsliðsmönnum, og lauk leikn
um með sigri KFR, sem skor-
aði 79 stig gegn 72.
Síðdegis á sunnudag léku
KFR-ingar svo aftur við meist
araflokk Skallagríms, og höfðu
'algera yfirburði. Gunnar Gunn
arsson, þjálfari og lykilmaður
'xSkallagríms, stóð utan vallar
.' mestan hluta leiksins, og veikti
það liðið að vonum, en KFR-
mönnum tókst mjög vel upp, og
sigruðu með 21 stigs mun, 98—
77. — gþ
BÍLÁSKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32.
HJOLASTILLINGAR
lYlÓTORSTILLINGAR LJÓSASTILLINGAR
Látiö sfilla í tíma.
Fljót og örugg þjónusta.
13-10 0
FASTEIGNASALA,
fasteignakaup, eignaskipti.
Baldvin Jónsson, hrl.,
Fasteignasalan, Kirkjutorgi 6,
15545—14965, kvöldsími 20023.
FALLEGIR
TELPNAKJÓLAR
til sölu, — ódýrt.
Upplýsingar í síma 37323.