Alþýðublaðið - 22.11.1969, Síða 10
10 Al'þýðublaðið 22. nóvember 1969
Framhaidssaga eftir Elizabeth Messenger
Á
I
I
I
I
Smáauglýsingar
9.
f jaliahótelinu.
væntingarfullt andlit hennar. j
Það var indælt að fá þennan kaffisopa, sagði
hún.
Carfton jkinkaði kolli til hennar, en Virginia strunz-
aði framhjá án þess að líta á iiana. Andartaki síðar
kom hún einsömut til baka.
— Hversu lengi verður þú hérna? spurði hún af-
dráttarlaust.
— Svo lengi, serr,' ég get fengið eitthvað að gera,
sagði Pat, —en ef hótelstjórinn kemur og sér allt
ruslið hjá mér, rekur hann mig vafalaust á stundinni.
— Annars fékkst þú nú aðstoð, sagði Virginia. —
Þekkir þú John Webley? Hefur þú hitt hann áður?
— Nei, ég hef ekki hitt hann áður, hann rétti
mér aðeins hjálparhönd til þess, að þessu yrði aflokið
og leitarflokkurinn kæmist af stað. Hann er afar
hugsunarsamur.
—Já, sagði Virginia. Andartak hvessti hún augun
á Pat. — Við ætlum að gifta okkur, sagði hún síðan.
Hún snerist á hæli og gekk út úr veitingasalnum.
Pat horfði á eftir henni. Það var enginn vafi á því
að Virginia hafði komið aftur í þeim tilgangi einum
að segja henni þetta. En hvers vegna? hugsaði Pat
með sér. Af því að hún hafði séð hann brosa hlý-
til hennar? Eða var þétta blátt áfram aðvörun um að
að leggja ekkert upp úr brosi? Furðulegt, sagði Pat
við sjáílfa sig. Nú hef ég h'aft karlmann á heilarrum
mánuðum saman, og í dag, þegar ég sé hann aftur
í fyrsta skipti eftir svo langan aðskilnað, er það alls
ekki hann, sern ég er að hugsa um, heldur maður
með dökkgrá augu — sem er trúlofaður annarri
stúlku. Og Stephen? Hvers vegna finnst mér hann
bre^ttur frá því við vorum saman um borð? Er það
af því, að ég hef gert mér þær hugmyndir um hann,
semf alls ekki eru í samræmi við raunveruleikann?
Eða er það af því, að ég ber hann saman við John
Webley?
Síminn hringdi á bak við hana, og hún sneri sér
við, örmagna af þreytu, til að anza. Það var Meg.
— Ertu búin að sigrast á innrásinni miklu?
Frame segir, að nú komi ekki fleiri fyrr en í hádegis-
verð, svo að þér er óhætt að loka, um leið og þú
ert búin að taka til, og það er óþarfi að opná aftur
fyrr en rúmlega hálf-þrjú. Taktu bara peningakassann
með þér og komdu hingað yfir á skrifstofuna, þá get-
urðu slappað eitthvað af. Gekk þetta sæmilega?
— Ætli það ekki, ég kem rétt strax, þegar ég er
búin að ganga frá.
Hún lagaði allt til og slökkti á vélunum, svo tók
hún peningakassann og fór, þegar hún hafði skimað
'allt í kringum sig. Allt var í stakasta lagi, þangað til
farið yrði að hefjast handa á ný.
Stór hótelbyggingin var eins og T í laginu og var
vertingasalurinn beint framan af miðálmunni, þar sem
gestaherbergin voru á fjórum hæðum. Flestir gest-
irnir notuðu bakdyrnar, sem lágu út að skíðalyft-
unni og skíðabrautunum, hinn innpngurinn, frá veit
ingastofunni, lá að teppalögðum setusal í herbergja-
álmunni Þegar Pat hafði litið á snæviþaktar tröpp-
urnar úti fyrir, ákvað hún he.ldur að leggja leið sína
eftir ganginum, sem á! þessum tíma dags var gjör-
samlega mannlaus. Þegar húh skellti hurðinni á eft-
ir sér og tók í hana til að ganga úr skugga um, að hún
væri almennilega læst, skynjaði hún fremur en sá,
að hurð opnaðist að baki hennar.
Hún sneri sér við, en í sama vetfangi fékk hún
þungt högg í höfuðið. Það var eins og allt umhverfi
hennar springi í nístandi sársauka. Svo varð allt
myrkt....,
13. KAFLI.
MISKUNNAR'SAMT MYRKRIÐ varði, ekki lengi. Ómur-
inn af unglegri, hræðslulegri rödd barst til hennar,
gegnum þokuna, sem huldi vitund hennar:
— Hvað hefur eiginlfjga komiö fyrir? Hvað er
eiginlega um að vera? Ungfrú Masters! Ungfrú Mast-
ers!
Henni var ómögulegt að opna augun. Sársaukinn
gagntók hana samfara yfirþyrmandi ógleði. ,
Fleiri raddir bættust við.
—Ungfrú Masters, heyrið þér til mín? Svarið
mér, ungfrú Masters!
Með gífurlegri áreynslu barðist hún við að ná aftur
meðvitund, en hún kannaðist ekki við rödd sína,
þegar hún loksins gat stunið upp svari.
Einhver varp öndinni af hugarlétti.
.— Guði sé lof, að þetta skuli ekki vera neitt
hættulegt, en það var sannarlega heppilegt, að þér
skylduð hafa átt leið hérna framhjá! Við verðum að
loka ganginum! Setjið einhverja á vörð frammi við
setustofuna. Þetta var skipandi rödd Frames. —
Segið okkur frá því, sem gerðist. Hvern sáuð þér? a
Unga röddin, sem Patricia hafði heyrt fyrst, sagði 1
nú taugaóstyrk: - ' I
— Ég kom út úr lyftunni, ég hafði verið niðri á
kjallarahæðinni til þess að athuga um kjól úr her-
bergi nr. 029 og föt úr hreinsun frá 071. Ég blístraði
á leið minni, og þá geri ég ráð fyrir, að sá, sem sló
ungfrú Masters niður, hafi heyrt til mín. Það eina,
sem ég sá, var skuggi, sem hreyfðist fyrir enda
gangsins, og svo heyrði ég hurð skellt aftur. Ekki
inn í veitingasalinn, heldur var það hurðin á 049.
Og þá sá ég ungfrú Masters liggja hérna á gólfinu,
svo að ég herrti fatnaðinum frá mér, hljóp til henn-
ar og kallaði á hana, en hún svaraði ekki. Síðan reif
ég upp hurðina á herbergi 049, því að mér var -það -
Ijóst, að hún hafði verið slegin niðuf. Það var ekki I
nokkur sála þar inni, en útidyrahurðin var opin upp ■
á gátt. Svo hringdi ég þaðan úr herberginu til skrif-
stofunnar og lét vita um, hvað gerzt hafði. Þetta er
I
I
I
I
II
I
I
I
f -
f-
V
l
I?
!.
f
f
r-
I
f '
i r- .
f
á_~
r~
I
I;
TRÉSMÍÐ AÞ J ÓNUSTA
w
Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna
yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. —
Sími 410 5 5
VOLKSWAGENEIGENDUR!
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslu
lok á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar,
Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988.
NÝ ÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM
Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum hús-
gögnum í heimahúsum.
Uppiýsingar f síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin.
AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari.
PIPULAGNIR . .
Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum,
frárennslis- og vatnslögnum.
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
Sími 18717
PÍPULAGNIR.
Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns-
leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og
kalda krana. Geri við WC kassa. — Sími 17041.
HILMAR J. H. LÚTHERSSON,
pípulagningameistari.
Jarðýtur - Traktorsgröfur
Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur
cg bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar-
innar.
Keimasímar 83882 33982.
Jarðvinnslan sf.
Siðumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
Malur og Bensín
ALLAN SÓLARHRINGINN.
VEITIN6ASKÁLINN, Geiiálsi