Alþýðublaðið - 22.11.1969, Síða 12
Alþýdu
blaðið
22. nóvember 1969'
Indíánar í S-Ameríku réltdræpir
Úfrýmt af
auðvaldi og
trúboðum
□ Tvær B-52 sprengjuflugvélar steypa :sér niður að
indíánaþorpi í frumskóginum í Perú austanverðri og
eyða því með vélbyssum og sprengjum, en varpa síð-
an napalm-sprengjum yfir það til að fullkomna ;verk-
ið. Þorpið er horfið og enginn veit, hve margir hafa
verið særðir eða drepnir, og þá í mörgum tilfellum
brenndir upp til agna. Þetta er ein af mýmörgum,
hroðalegum lýsingum, sem sænski rithöfundurinn
Lars Persson gefur á indíánaofsóknunum í Suður-
Ameríku, í frásögn um ferð sína um þær slóðir.
DREPTU IIVEIIN
INDÍÁNA, SEM ÞÚ
SÉRÐ
Aðferðirnar eru ýmist fólgnar
í því að indíánunum er bein-
línis misþyrmt eða þeir drepn-
ir, eða uppskera þeirra er
brennd og eyðilögð til að koma
þeim í burtu.
Éinstaka olíufélög, t. d. Texa
co og Colpert, hafa líka fundið
út, að þau geta haft not af landi
indíánanna. Áætlað er að 1500
Bariindíánar ,eða öðru nafni
Motilónar, hafi verið drepnir í
loftárásum eða af morðleiðöngr
um í Cólumbíu.
Nú er næstum búið að út-
rýma Cuicaindíánunum í norð
austur Cólumbíu. Landnemar,
jafnt karlar sem konur, hafa
framkvæmt verknaðinn, vopn-
aðir byssum. Lögreglan ræður
hina og þessa, sem leið eiga um
Árás þessa gerðu flugvélar
frá flughernum í Perú, og
fjöldamorð 'þessi eru glöggt
dæmi um aðferðir þær, sem
notaðar eru í Suður-Ameríku
til að útrýma frumbyggjum
landsins.
Opinber ástæða fyrir aðgerð
um þessum er, að indíánarnir
hafi ráðizt á „vísindaleiðang-
ur“, drepið tvo og sært fjóra
leiðangursmenn. í rauninni var
enginn vísindamaður með í
leiðangrinum. Það var um að
ræða morðleiðangur, sem átti
að vernda gúmmíkaupmenn á
, umráðasvlæði indíána. Þeir
höfðu meðferðis byssur, og
meira en 50 indíánar voru
drepnir. Flugherinn var beðinn
um aðstoð, og það stóð ekki á
henni, án þess að athugað væri
hvað hefði í raun og veru gerzt.
landið, og jafnvel skemmtiferða
menn til að skjóta á indíán-
ana þegar þeir sjá þá, því „þeir
eru allir glæpamenn og, það er
ómögulegt að treysta þeim“.
Stjórnir Suður-Ameríkuríkj-
anna gera lítið. Undantakningu
er kannski að finna í P-anama,
þar sem indíánarnir eru opin-
berlega yfirlýstir sem hluti af
náttúrunni, skipaðir í sama
flokk og skógur, námur, fisk-
ar og villt dýr.
ÞÁTTUR
TRÚBOÐANNA
Ástæðan fyrir indíánaofsóknun
um er eingöngu fjárhagsleg. En
önnur vóldug hreyfing styður
þær, kristnar trúboðsstöðvar,
bæði kaþólskar og iútherskar.
í mörgum iandanna í S.-Ame-
ríku er kaþólska kirkjan svo
voldug, að hún getur sett stjórn
ir landanna af og sett sína rhenn
í þeirra sæti.
Afstaða trúboðanna hefur
myndazt af umsögnum um þá í
bókum þeirra, þar sem stendur
að allir indíánar séu „óábyrgir
ir, ruddalegir og villimannleg-
ir“. Ein af kaþólsku trúboðs-
stöðvunum í Venezuela hefur
sín eigin lög og sitt eigið fang-
elsi. Sem dæmi um það betr-
unarstarf sem trúboðsstöðvarn-
ar vinna nefnir Persson sem
dæmi, að kona, sem var manni
sínum ótrú, var dæmd í 10 ára
fangelsi. Trúboðarnir reyna
líka að innleiða ýmiss konar
nýtízku framleiðsluvörur, sem-
indíánarnir hafa enga aðstöðu
til að nota. Ódýrar og ónothæf
ar vörur eru notaðar sem gjald
miðill til indíánanna fyrir
vinnu þeirra. Segir Person, að
hann hafi séð indíána á trúboð3
stöðvunum bera hatta, sem þeir
höfðu fengið fyrir viku vinnu.
Rán á indíánabörnum er al-
gengur viðburður.
Framhald bls. 11.
HENGDIR UPP Á
EIGIN KOFAVEGGI
UPP VIÐ VEGG‘
Árið 1966 þvinguðu vopnaðir
landnemar Engvara indíánana
| að yfirgefa land sitt. Nokkrir
veittu viðnám — þeir voru strá
drepnir og hengdir upp á eigin
* kofaveggi. Lögreglan gerði ekk
ert!
t
Ofsóknir þessar eiga sér ekki
! einungis stað í Perú. Brasíliski
vísindamaðurinn Darci Ribeiro
sagði nýlega, að 1980 verði ekki
einn einasti indíánakynstofn
eftir í Brasilíu. Vandamálið er
ekki eins mikið í Cólumbíu og
Venezuela.
Auk hinna eiginlegu land-
nema taka líka þátt í útrým-
ingu indíánanna fjöldamargir
hvítir menn og litaðir, sem
hafa það að atvinnu að reka
indíánana af landi sínu og selja
. það síðan ríkum jarðeigend-
um.
,STILLT
Gestur Þorgrímsson.
□ „Viff fáum langþráðan gest
í þáttinn í kvöld, Gest Þor-
grímsson, hinn kunna útvarps-
mann og skemmtikraft. Ég ætla
aff stilla honum upp viff vegg
og spila með hann, hann má
eiga von á hverju sem er. M. a.
hermir hann eftir fræguin
söngvurum svo ætlar hann aff
leyfa okkur að heyra hvaff ger
ist áffur en sinfóníuhljóinsveit
byrjar aff spila“.
Á þessa leið sagði Jónas Jón
asson, er við spurðum hann
hvað hann ætlar að hafa okkur
til skemmtunar í þættinum
Hratt flýgur stund, sem hefst í
kvöld kl. 20.45. — Gest Þor-
grímsson þekkja eflaust flestir
íslendingar, sem voru komnir
til vits og ára seinni hluta síð
asta áratugs, en þá var Gestur
einn af oljkar vinsælustu
skemmtikröftum. Einnig er
han þekktur fyrir sína fjöl-
mörgu útvarpsþætti.
Einnig koma fram í þættin-
um hjónin Steindór Hjörleifs-
son og Margrót Ól’ísdðttir,
leikarar, leynigestur, sem Jón-
as vildi að sjálfsögðu ekki segja
hver verður, Jóhannes Arason.
þulur, sem ætlar að syngja
gamanbrag eftir Gsst Guðf.ss.
Brauðstoían
Laugavegi 162 - Sími 16012
áður VESTURGÖTU 25.
Seljum snittur, heilar og liálfar sneiðar og
brauðtertur.
Athugið! Verðið á snittum er frá ltr. 14.