Alþýðublaðið - 28.11.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.11.1969, Blaðsíða 6
6 AJþýðublaðið 28. nóveimber 1969 &SALa©Æ!í'ail ATBURÐUR □ Sjaldgæfur atburður gerðist á St. Davies-sjúkra- húsinu í Cardiff á JEnglandi fyrir rúmlega viku. Ut- anlegsbarn, það er fóstur sem (þroskaðist utan Iegs móðurinnar, hélt lífi, en læknar höfðu skýrt frá, að möguleikarnir á að barnið héld:i lífi væri 1 á móti milljóu. Aðgerð var !gerð á móðurinni, frú Delysia Stoke, og hætti hún lífi sínu í aðgerðinni. Aðgerðin gekk hins vegar vel og (bamið hélt lífi. Á myndunum sjáum við móður (efri mynd) og barnið (neðri mynd) og virðist því heik'Tst vel af svipnium að dæma. HEFJIST Keykjavíik — HE'H □ Það er mikil ábyrgð, sem skipstjóra er lögð á herðar. Ofí á hann í ,mikiin baráttu við sjálfan sig og þá kurnia eftirtaldcjr hugsanir að verða áleitnar: Verð ég ekki að rejma ao klára að draga lóðirnar, hvað sem gengur á í veðurofsanum? — Kannski klára hinir bátarnir að dr -ya allt. •— Verður mér ekki lagt til lasts að hætta núna og koma ekki með allar lóðirnar til lands? — Telur almenningur þá, að ég sé kjark- lítill? — Hún er dýr ny!onlínan“. Þetta eru orð Hsll- dórs Ilermannsscnar úr erindi, sem hann flutíi á ný- afstcð^u 24. þingi Farmenna- og fiskimannasam- bands íslands. / ÓHUGNANLEG- SJÓSLYS AÐ UNDANFÖRNU í upphafi erindis síns rakti Halldór hin óhugnanlegu sjó- slys og skipstapa, sem orðið hafa við ísland á undanförn- um fjórum árum. í framhaldi af því spurði Halldór: „Hvað getum við gert til þess að draga úr þeirri áhættu, sem er sam- fara því að stunda sjó hér við land?“ Halldór hélt áfram: „Á Vestfjörðum hafa fjögur skip horfið í hafið með allri áhöfn á þessu stutta límabili. Tvö skip hafa sokkið á miðunum, en fyr- ir furðulega mildi tókst að bjarga áhöfnum þessara skipa.“ t>á benti Halldór á hina svip- legu skipstapa í Faxaflóa og við Vestmannaeyjar á s.l. vetri. — „Einnig vitum við um, áð fleiri skipum hefur á þessu tímabili hlekkzt á í rúmsjó, þó .að í flestum tilvikum hafi ekki hlotizt alvarlegt af, en þar hef ur hurð oft skollið nærri hæl- um. Einnig skulum við vera minnugir þess, þegar tveir stór ir erlendir togarai- fórust inni á ísafjarðardjúpi, til þess m. a. að minna okkur á, að hætturn- ar geta leynzt á allra ólíkleg- ustu stöðum,“ sagði Halldór. SKIPSSTJÓRNAR- MENN HEFJIST HANDA í erindinu benti Halldór Her mannsson á, að kominn væri tími til — og þótt fyrr hefði verið — fyrir skipsstjórnar- menn að hefjast handa um ein- hverjar aðgerðir í öryggismál- um. Mikil og víðtæk fræðsla væri nú fyrir löngu hafin á op- inberum vettvangi varðandi um ferð á þjóðvegum og í bæjum. Allir væru á einu máli um nyt semi slíkrar fræðslu. „En hvers vegna beinum við ekki huga okkar að því að hefja fræðslu á opinberum vetfvangi varðandi umferð á hafinu við hinár margvíslegustu hættur, sem þar leynast?" spurði Hall- dór. „Mundum við ekki ná með slíkri almennri fræðslu svip- uðum árangri sem í umferð far artækja á landi? En hvers vegna gerum við ekkert í þess um efnum? Er það kannski vegna þess, hve þörf okkar ís- lendinga fyrir vaxandi afla ár frá ári er mikil' og þrýstingur- inn á sjómennina fer vaxandi? Jafnvel svo mikill, að_þeir hafa ekki tima til að athuga sinn gang? Enda þótt þrýstingurinn sé mikill, megum við ekki skella skuldinni á hann. Hér á sinn hlut að máli rótgróið sinnuleysi okkar sjómanna í að taka þátt í allri félagslegri, bæði samfélagslegri og stéttar- félagslegri sfcarfsemi. tökum: rús«a tii. FYRIRMYNDAR Við íslendingar höfum á seinni árum tekið 'margt upp eftir erlendum , þjóðum; sumt er gott, en sumt er vont. Við mættum taka það góða meira upp eftir þeim en gert er. Við skulum taka sem dæmi; Rúss- ar stunda mikið fiskveiðar á norðlægum stöðum, svo sem við Nýfundnaland, þar sem veð ur geta orðið sérlega hörð og frost og ising mikil. Þeir eru þar oft og einatt með stóran flota. í þeim flota eru sérfróðir menn, sem leiðbeina skipstjór- um hinna mörgu skipa, hvern- ig þeir eiga að haga skipum sínum, þegar illra veðra er von, og einnig hvernig þeir eigi að snúa sér að fiskveiðunum. SJÓMENN VAKNI SJÁLFIR Við höfum ekki fjármagn til að miða okkur við Rússana í þessum efnum, myndu flestir segja. En við gætum samt hugs anlega gert eítthvað í. þessa átt þó að í litlum mæli væri. En Jyrsta skilyrði til að svo megi verða er, að sjómenn vakni sjálfir til dáða og þá sérstak- lega skipstjómarmenn. Þáðan verður frumkvæðið að koma, enda e'ru þessi mál þeim bæði skyldust og kuiinugúst. Mér þætti t. d. ekki óiíklegt, að hiri ýmsu tryggingafélög vildu styrkja okkur í þeirri við- leitni.“ Framhald bls. 11.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.