Alþýðublaðið - 28.11.1969, Side 9

Alþýðublaðið - 28.11.1969, Side 9
Al'þýðublaðið 28. nóvember 1969 9 til lögi'eglustöðv&rimi&r og játa á sig sökina og um leið hnekkja áliti sínu_'eða iáta sér nægja að fara heim og trúa algjör- lega sögu. konu sinnar og þjást þess vegna af stærilætisminnk- un. Með bílinn á miðjum veg við T-laga vegamót, hikandi ... endar myndin. —Pólsku yfirvöldin höfðu svolitlar áhyggjur af þessu. Að- stoðarmenntamálaráðherrann sagði við mig: „Hvers vegna geturðu ekki látið bílinn fara eitthvað?" Og ég sagði: „Hvort - mundirðu vilja láta hann fara, til lögreglunnar eða heim?“ Og hann sagði: „Hvert, sem þú vilt, en hann verður að fara eitthvað.“ Nú, ég varð að stytta síðasta skotið svolítið, vegna þess að það virtist enn lengra með bílinn bara standandi á miðjum veginum. Ég hélt bara, að þetta væri það, sem þyrfti að gerá. Ég hugsaði þannig þá. Ég veit ekki, hvernig ég mundi enda kvikmynd núna, ef ég hefði sams konar val, vegna þess að margar kvikmyndir og bækur og leikrit enda nú á dög um á þennan hátt og það er orðið útþvælt og þó ég hafi ekkert á móti því, er það orð- ið of venjulegt. Það, sem ég vil, er að ljúka mynd án þess að gefa áhorf- endum þessa fullnægjukennd, - stefnan, sem Hollywood þróaði svo vísindalega^og kallaði „the happy end.“ Það er hlutur, sem gerir kvikmyndir raunverulega miðlungsgóðar, þegar vanda- rnálin eru leyst fyrir fullt og allt; þau lifa hamingjusöm til æviloka. Ég mundi frekar bera böggla á járnbrautarstöðinni heldur en gera þessa tegund kvikmyndar. Að skilja við kvikmynd á bláþræði er samt sem áður auðveld leið til að forðast farsæl endalok, og það er einhver millivegur til, sem er miklu örðugri en þó mögu- legur og það er það, sem ég velti fyrir mér núna. Samt verð ég að játa það, að allar kvik- myndir mínar enda að meira eða minna leyti á sama hátt. í Repulsion gef ég ekki ákveðið svar í lokin. Maðurinn heldur á hálfdauðri stúlkunni og við endum á Ijósmyndinni af henni, þegar hún er lítið barn og þú getur séð, að hún var nú þeg- ar sálsjúk: augnaráð hennar var annarlegt; en ég segi ekk- ert meira. í Cul-de-s:ac situr maðurinn' á. kletti eftir að seinni kona hans hefur farið í burtu í bíl; og hann hrópar nafn fyrri konu sinnar. Og eng inn veit, hvað úr verður. Ef til vill kemur seinni konan til baka, ef til vill ekki. í Dance of the Vampires keyrir prófess- orinn hestinn áfranr og hann veit ekki, að hann flytur með sér tvær blóðsugur í sætinu fyrir aftan sig: jafnvel í gam- anleik held ég þessum glugga opnum. í Rosemary’s Baby ruggar stúlkan vöggunni, en það er aldrei nein endanleg lausn í kvikmyndinni; hún full nægir aldrei. Að fullnægja er mér ógeðfelld leið; fuilnægja er óþægilegust allra kennda. — (G.S. tók saman og þýddi) I I I 'M Nfjar bækur Framhald Lefniskfalsisis RÍKI BETLARINN nefnist ný unglingasaga eftir Indriða Úlfsson, og er hún að nokkru leyti framhald sögunnar Levni skjalið, sém kom út á s.l. ári og hlaut hinar ágætustu mót- tökur. Bókin er 141 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri, en Skjaldborg s.f. gefur út. — Ný ijóSabók efiir Kára Irypgvason SUNNAN JÖKLA nefnist.ný ljóðabók eftir Kára Tryggva- son. í bókinni eru rúmlega 50 Ijóð, og er henni skipt í þrjá hluta; Föðurland og fjarlægar slóðir, Ferðalangar og Stríð- andi fólk. Þetta er þriðja ljóða bókin, sem Kári gefur út. Sunn an jökla er 84 bls. að stærð, útgefandi er ísafoldarprent- ■ smiðja, en Kolbrún Sv. Kjar- val hefur gert kápumynd. — Úrval úr verkum Arnar Snorrasonar GAMANTREGI nefnist ný bók eftir Örn Snorrason, og er þar að finna úrval úr ritverk- um hans í bundnu máli og ó- bundnu. Bókin skiptist í þrjá hluta sem nefnast: Troánar slóð ir, Brugðið á leik og Óró og angurværð. Gamantregi er 183 bls. að stærð, útgefandi er Leift ur, og bókin er prentuð í Prent smiðjunni Leiftri. — Nýlf ritgerðasafn eflir Snæbjörn Jónsson ÞAGNARMÁL'nefnist greina safn eftir Snæbjörn Jónsson, sem ísafoldarprentsmiðj a, gefur út, og' er þetta fjórða greina- safnið sem út kemur eftir hann. í bókinni eru 17 greinar og rit- gerðir eftir Snæbjörn sjálfan, en auk þess þýðing hans á tveimur greinum eftir Sir Will- iam Craigie, tveimur greinum eftir Watson Kirkconnell og einni grein-eftir W. P. Ker. — Þagnarmál er 251 bis. að stærð, og ísafoldarprentsmiðja hefur prentað bókina. — Fimmla falndtð í ritsaíii Guðmund- ar Daníelssonar SANDUR Guðmundar Dan- íelssonar er nú kominn út á ný, og er hann fimmta bókin í ritsafni höfundar, sem ísafold arprentsmiðja hefur verið að gefa út undanarin ár. Sandur kom fyrst út á árinu 1942. í þessari nýju útgáfu en Sand- ur 209 bls. að stærð, en sögunni fylgir sérstakur eftirmáli höf- undar. Isafoldarprentsmiðja hefur prentað bókina. Pólilísk morð á okkar tímum TILRÆÐI OG PÓLITÍSK MORÐ nefnist bók eftir Egil Steinmetz sem Hersteinn Páls- son hefur þýtt, en ísafoldar- prentsmiðja gefur út. Fjaliar bókin um pólitísk morð síðustu tvær aldirnar,_ fyrsti kaflinn er um morðið á franska byltingar foringjanum, JeanyPaul Marat, én sá síðasti um morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta. Auk þessara manna eru sérstak ir kaflar um Abraham Lincoln, Alexander II. Rússakeisara, Franz Ferdinand erkihertoga, Grigoi Rasputin, Engelbert Dol fuss, Alexander Júgóslavíu- konung, Adolf Hitler, Leo Trotzky, Reinhard Heydrich, Adolf Hitler aftur .og John F. Kennedy. Auk þess er inngangs efni og skrá yfir pólitísk morð og tilræði við þekkta menn á okkar öld, og í bókarlok er heimildarskrá. — Bókin er 300 bls. að stæi’ð, prentuð í ísafold arprentsrniðju. — „Núlímasaga" frá Akureyri ÓLGANDI BLÓÐ nefnist saga eftir Hönnu Brá, unga ak- ureyrska stúlku, og er þetta frumsmíð hennar. Á kápu bók- arinnar segir, að sagan sé „nú- tímasaga, ekki nein væmin „kerlingabók", heldur djörf og spennandi, atburðarás sögunn- ar er hröð frá upphafi til enda — og hefur skáldið í brenni- punkti lífssvið, er nær jafnt til yngri sem eldri“. Aðalsögusvið bókarinnar er Akureyri, 9g það er akureyrskt forlag, sem gefur bókina út, Skjaldborg sf. Bókin er 104 bls. að stærð, prentuð í prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri. — Dularbeimum lýst DAGBÓK AÐ HANDAN nefnist bók ’eftir Jane Sher- wood, sem Sigríður Ingibjörg Þorgeirsdóttir hefur þýtt, en. ísafoldarprentsmiðja gefur út. Þessi bók lýsir miðilsstarfsemi höfundar og segir í formála að hún sé skrifuð á ósjálfráðan. hátt og é höfundurinn raun- verulega sá frægi Arabíu- Lawrence. Bókin er 13S bls. að stærð, prentuð í ísafoldarprent smiðju. „Galdurinn að fiska á slöng" ROÐSKINNA nefnist ný bók 'eftir Stefáii Jónsson frétta- mann, en í undirtitli er hún sögð vera „bók um galdurinn að fisk'a á stöng og mennina sem kunna það.“ Bókaútgáfa Guðjóns Ó. gefur bókina út. Á bókarkápu stendur að þetta sé fyrsta bók sinnar tegundar á íslenzku og geymi allt í senn „tilsögn í stangarveiði, ætlaða byrj endum, veiðimannasögur, stangarfílósófíu og hugvekjur handa þeim, sem eru forfalln- ir í stangarveiði eða hafa lítils- háttar tilhneigingu að verða það.“ AUmargar myndir eru í bókinni, þar á meðal litmyndir af 47 laxa- og silungaflugum. Bókin er 167 bls. að stærð, sett og brotin um hjá G. Benedikts syni, en prentuð í Grafík h.f. Arnarfell hefur annazt bók- band. — Nýjar bækur □ Sunnudaginn -30. nóvember kl. 3 e.h. heldur kvehfélag Kópavogs bazar í félagsheimil- inu- uppi. Þar verður margt góðra muna, sem félagskónur hafa unnið, t. d. prjónles, jóla- vörur og ný bakaðár kökur, V ’í,. ; . - | 1 ■ ... ■ . ' • ennfremur jólákórt og gjafa- • • kort. Ágóði' áf bazárnum renn- ur í Líknarsjóð Áslaugar K. P. Maackr Á meðfylgjandi 1 mynd ■gefur- að líta riokkuð ■ af þeim munum,' sem til sölú vferða á ■ bazarnum. — , . Bazar kvenna í Kópavogi □ N. k. sunnudag þann 30. nóv. verður gamanleikurinn „Betur má ef duga skal, sýnd- ur í 15. skiptið í Þjóðleikhús- inu. Mjög góð aðsókn hefur verið á þetta leikrit hjá Þjóð- leikhúsinu og er greinilegt að það hefur hlotið vinsældir hjá leikhúsgestum. Eins og áður hefur verið sagt frá fjallar leik urinn um vandamál, sem allir þekkja, eða með öðrum orðum uppreisn Ungu kynslóðarinnar gegri 'hefðin'ni og alda gömlum venjum þéirra gömlu. — Allt þetta tékst höfundi að túlka á mjog'skemmtilegan hátt. — Myndin er áf Ævari Kvaran í titilhlutverkinu. —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.