Alþýðublaðið - 28.11.1969, Síða 14
r
14 Alþýðublaðið 28. nóvember 1969
Framlialdssaga eftir Elizabeth Hessenger
I
I
I
í
ú..., '...v': ^
TRÉSMÍÐ AÞ J ÓNUST A
Látið fagmann annast viðgcrSir og viðhaid á tráverki húseigna
yðar, ásamt breytingum á nýju ,og eidra húsnæði. —
Sími 410 5 5
VOLKS WAGENEIGENDUR!
Höfum fyririiggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymsiu
18. KAFLI.
JOHN WEBLEY leiddi Pat út.
— Hann trúði mér ekki! stundi hún jafnskjótt og
hurðin hafði lokazt að baki hennar. — Hann hélt, að
þetta væri eitthvað, sem ég hefði fundið upp til þess
að vekja athygli á mér, eða það sem enn verra er —
af því, að ég stæði í einhverju sambandi við þetta
svívirðilega afbrot!
— Verið nú rólegar, sagði John Webleý. — Mun-
ið að í hans augum eru allir sekir, þangað til sá seki
er fundinrr. Hann verður að tala við ’sérhverja mann-
eskju hérna á hótelinu tii þess að komast að raun
um, hver hefur rænt barninu. '
Patricia sá Stephen koma gangandi yfir forstof-
una, en það hafði engin jþrif á hana að sjá hann.
Hún horfði beint framan í John.
— Þér trúið mér, er það ekki?
Dökkgrá augu hans horfðu beint í augu hennar,
ekki á hlutlausan, vingjarnlegan hátt, heldur alvar-
lega og leitandi:
— Jú, sagði hann, — ég trúi yður. Og það, sem
meira er, ég vil alls ekki slá því föstu, að þetta
eigi ekkert skylt við afbrotið. Hvernig litist yður á,
að við stingjum af svo lítið bæri á og reyndum að
athuga eitthvað frekar með þennan dularfulla bíl?
— Hvert gætum við farið? Að hverju gætum við
eiginlega komizt?
—Einhverju bara. Maður veit það aldrei fyrir.
fram
■ í íj
— Gott og vel, sagði Patricia.
— Halló, Pat.
Stephen var kominn til þeirra.
— Sælir, Webley, er nokkuð nýtt?
Því miður ekki neitt.
— Jæja, ég verð að opna veitingasalinn, sagði
Patricia.
— Nei, bíddu við, sagði Stephen fljótmæltur, —
ég þarf að tala dálítið við þig.
Hann skotraði augunum til John og sagði síðan:
— Þú verður að hjálpa már.
— Seinna, Stephen, ég verð að opna salinn. Við
hittumst seinna.
Hún gekk hratt eftir ganginum, undrandi á fram
komu sinni. Að geta hjálpað Stephen við eitthvað
skipti hana engu máli hjá því að geta aðstoðað hr.
Frame með því að geta látið daglegan rekstur vet.
ingastofunnar ganga eins snurðulaust og kostur
var. — Svona myndi ég sannarlega ekki hafa bagað
mér um borð á leiðinni hirigað, sagði hún undrándi
við sjálfa sig.
Hún gekk hröðum skrefum framhjá herbergi 043,
en þar bjó kona nokkur, sem verið hafði úti í
skíðabrautinni, þegar Pat var lamin niður. Hún tók
á öllu sínu þreki til þess að taka. ekki t(! fótan^aj.
Engu að síður skulfu hendur hennar, þegar hún opn-
aði dyrnar að veitingasalnum, og þegar hún hafði
lokað hurðinni á eftir sér, varð hún að halla sér
upp að hurðinni til þes að hníga ekki niður.
Þvílíkur dagur! Hún var orðin dauðþreytt, en hún
kveikti samt á rafmagnstækjunum og opnaði skápa
til að rrá í bollapör og diska, svo að allt væri reiðm
búið fyrir síðdegisinnrásina. Það myndu áreiðanlega
koma margir gestir því að eftir allt það, sem gerzt
hafði, vildu gestirnir nú helzt ekki frá hótelinu fara.
Það stóð heima. Veitingasalurinn fylltist fljótt,
og eina umræðuefnið, sem allt snerist um þessa
stundina, var auðvitað barnsránið.
Vindurinn, sem allan daginn hafði gnauðað í stál
vír skíðalyftunnar, hætti skyndilega. En í staðinn
fyrir að hafa bætandi áhrif á skapið, var engu lík-
ara err skapið yrði enn þyngra og ömurlegra við
þetta, rétt eins'og fjallið sjálft héldi niðri í sér and-
anum, og þessi ömurlega bið hefði runnið saman við
sjálfa náttúruna. Allir biðu þess, að barnsræninginn
léti frá sér heyra, — að lögreglan hæfist handa —
að fá að heyra rödd barnsins.
Meg bar henni kveðju hr. Frame, honum þótti vænt
um, að' Pat hafði getað haldið veitingasalnum opn-
urry. Hún mætti hins vegar ?lls ekki leggja of mikið
að sér, en loka um leið og henni fyndisi, að hún væri
orðin þreytt.
___Hvenær er venjulega lokað? spurði Pat.
___ Klukkan fimm, svaraði Meg. — Svo er opið
smástund á kvöldin, en við látum karlmennina sjá
um það.
Mér verður ekkert að vanbúnaði til klukkan fimm,
sagði Pat. — Hún er iíka að verða það. Ert þú ef
til vill líka laus klukkan fimm?
— Já, um það leyti. Við hittumst þá í herberg-
inu. Þú skalt bara loka og skilja peningana eftir hér.
Pat horfði á eftir henni. Það var ótrúlegt, að það
skyldi hafa verið fyrst um morguninn, sem fundum
þeirra bar fyrst saman — og fundum þeirra John
Webley. Hún hristi höfðið. Stórviðburðir, góðir og
slæmir, færðu fólk oft nær hvort öðru.
19. KAFLI.
ÞAKKLÁT FYRIR, að þessi erilsama dagur skyldi vera
loksins á enda, lokaði hún veitingasalnum og gekk
yfir að húsinu, þar sem herbergi hennar var. Hún
ætlaði að Ijúka við að taka upp úr töskunum og fara
síðan í bað. Um leið og hún væri búin að snæða
kvöldverð, ætlaði hú,ri beinustu Teið í rúmið.
Meg var ekki komin ennþá, og Pat tók að setja föt
sín niður í skúffurnar, sem henni voru ætlaðar. En
um leið og húnr opnaði töskurnar, varð henni Ijóst,
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
l
I
lok á Volkswagen í allflestum iitum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar,
Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988.
NÝ ÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM
Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum hús-
gögnum í heimahúsum.
Upplýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin.
AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari.
PÍPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum,
frárennslis- og vatnslögnum.
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
Sími 18 7 17
PÍPULAGNIR.
Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns-
leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og
kalda krana. Geri við WC kassa. — Sími 17041.
HILMAR J. H. LÚTHERSSON,
pípulagningameistari.
Jaröýtur - Traktorsgröfur
Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur
cg bílkrana, til alira framkvæmda, innan og utan borgar-
innar.
Heimasímar 83882 33982.
JarSvinnslan sf.
Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
Malur og Bensín
ALLAN SÓLARHRINGINN.
VEITINGASKÁLINN, Geithálsi