Alþýðublaðið - 09.12.1969, Blaðsíða 6
6 Álþýðuiblaðið 9. desember 1969
HVAÐ ER
AÐ FRÉTTA
(JTAN AF
LANDI!
Helgi E. Helgason
ræðir við
fréttaritara blaðsins
J
Verður h á undan
nauðsynjunum
HVAMMSTANGI —
BJÖRN GUÐMUNDSSON:
Það gerist ekkert hér. Þó er
þess að geta, að menn hér um
slóðir eru farnir að óttast, að
hafísinn verði á undan þeim
vísu mönnum, sem stjórna eiga
skipaferðum hingað og þá um
leið flutningum á fóðurbæti,
olíu og öðrum vörum. Það væri
háskalegt, ef allt fylltist af ís,
áður en búið væri að koma hing
að mikilvægustu lífsnauðsynjum
til að hér sé hægt að draga fram
lífið.
HÉR ER EKKERT
ATVINNULEYSI
Hér hefur ekki verið neitt
atvinnuleysi til þessa, hvað sem
verður, þegar lengra líður á vet
urinn. Hér er lítilsháttar rækju
móttaka, en það eru einn eða
tveir litlir bátar, sem rækju-
veiðarnar stunda og hafa þeir
fengið reyting öðru hverju og
þó að þetta sé ekki mikið, er
það þó til bóta, hvað atvinnu
snertir. Enn er unnið að því
að gera við bryggjuna hér á
Hvammstanga.
Tíð hefur verið heldur köld
það sem af er vetri, en þó er
frostlaust í dag (föstudag). —
Bændum þykir gott að fá
bleytu í snjóinn, ef svo frýs
strax aftur. Annars má segja að
hér sé mjög snjólétt.
Fékk um 30 kr. fyrir
kíióið af kola
í Breflandi
SAUÐÁRKRÓKUR —
BIRGIR DÝRFJÖRÐ:
Atvinna hefur dregizt mjög
saman hjá verkafólki hér á Sauð
árkróki. 1. desember voru skráð
ir hér 101 atvinnulaus, þar af
56 verkamenn, 1 verzlunarmað-
ur og 44 konur. Þess er þó að
geta í þessu sambandi, að sum-
ir þessara aðila hafa haft eins
til þriggja daga vinnu í viku.
Ástæðan fyrir auknu atvinnu-
leysi hér er fyrst og fremst sú,
að frystihúsin hafa ekki haft
nægilegt hráefni. Annað frysU-
húsið hefur verið lokað um
nokkurra vikna skeið, en í hinu
frystihúsinu hefur verið unnið
um það bil tvo daga í viku und
anfarið og vinna þar þá 40—50
manns.
TVEGGJA
MILLJÓNA SALA
Togskipið okkar — Drangey
seldi afla sinn í Bretlandi í vik
unni fyrir tvær milljónir króna.
Aflinn var 50—60 tonn af kola
og þykir þetta verð mjög gott,
sem þarna fékkst. Um 25% upp
hæðarinnar fer í kostnað erlend
is, þannig að útgerðin kemur til
með að fá um IV2 milljón kr.
sem jafngildir að verðmæti ca.
200—220 tonna afla, sem land
að væri í heimahöfn, en eftir
aflabrögðunum að undanförnu
tæki líklega tvo til þrjá mán-
uði að reyta þann afla.
GENGUR VEL Á LÍNU
Einn 20 tonna bátur rær héð-
an með línu. Hann hefur ver-
ið með í kringum 3 tonn á 128
lóðir beittar. Hér um slóðir kall
Hafnarfjörður Garðahreppur
10% afsiáttur af Kaabers-kaffi
vikuna 8.—13. desember.
Næg bílastæði. — Sendum heim.
Hraunver h.f.
Álfaskeiði 115 — Símar 52690—52790.
ast þetta dágóður reytingur.
Annar bátur hefur verið að
reyna með net, en hann hefur
ekkert fengið, þetta hefur verið
steindáuður sjór.
SOKKAVERK- .
SMIÐJAN STÆKKUÐ
í VETUR
í sokka- og sokkabuxnagerð-
inni hér á Sauðárkróki starfa
nú um 27 manns, þar af 21
kona. Framleiðslan líkar mjög
vel og hefur verksmiðjan ekki
undan að framleiða eftir pönt-
unum. Seinni hlutann í vetur
verður tekið í notkun viðbótar-
húsnæði fyrir verksmiðjuna.
Verður þá hægt að láta litun
fara fram hér fyrir norðan í stað
þess að litunin fer nú fram suð-
ur í Reykjavík. Með þessu við-
bótarhúsnæði verður hægt að
auka reksturinn, svo búast má
við, að við þessa framleiðslu
muni starfa 35—40 manns að
stækkuninni lokinni.
TÓLF ÍBÚÐIR VERÐA
SMÍÐAÐAR
Á VEGUM FRAM-
KVÆMDANEFNDAR
Nú eru hafnar framkvæmdir
hér á Sauðárkróki á byggingu
fjölbýlishúss á vegum 'Fram-
kvæmdanefndar byggingaáætl-
unar. Verður hér um að ræða
12 íbúðir í þriggja hæða blokk.
Byrjað er að grafa fyrir grunn
inum. Milli tuttugu og þrjátíu
umsækjendur eru um þessar í-
búðir. Þó að þeir séu margir,
sem hafa mikinn áhuga á fram-
gangi þessa máls, heyrast einn-
ig óánægjuraddir andstæðinga
Framkvæmdanefndar bygginga-
áætlunar, sem kalla þetta ó-
byggða hús fjöldagröf kratanna.
Það heyrir ekki til
frétta, aS hér sé
atvinnuleysi
Raufarhöfn — Guðni Þ. Árna-
son:
Það má heita, að hér ríki algert
atvinnuleysi, eins og er, en við
ættum víst að vera farnir að
venjast atvinnuleysinu hér á
Raufarhöfn og teljum það kann
ski ekki ýkja fréttnæmt.
ÞAÐ ÞÓTTI LÉLEG
SALA
Eina stærra skipið, sem gert
er út hér, Jökull, fór í siglingu
fyrir skemmstu, en hann fékk
lélega sölu. Hann sigldi til
Þýzkalands með tæp 100 tonn,
aðallega ufsa og seldi fyrir um
eina milljón. Þótti það mjög lé-
leg sala.
MANNFAGNAÐUR
1. DES. *
Hér var mannfagnaður 1. des
ember á vegum verkalýðsfélags^
ins, en það hefur tíðkazt hér ár
um saman að halda slíka hátíð
á fullveldisdaginn. Þessi mann-
fagnaður tókst í alla staði vel
og fór vel fram. Við notuðumst
við heimatilbúna hljómsveit á
fagnaðinum og held é.g, að pilt
arnir, sem spiluðu, en þeir eru
auðvitað með hár niður á herð
ar eins og tilheyrir, hafi bara
dugað ekkert síður en hljóm-
sveitir, sem við hefðum að öðr-
um kosti þurft að fá sunnan úr
Reykjavík. Annars hefur alls
ekki verið hægt að halda böll
hérna a.m.k. ekki á sumrin,
nema því aðeins að panta hljóm
sveit úr Reykjavík og leigja
undir hana flugvél hingað norð
ur og suður aftur.
SJÓNVARPIÐ KOMIÐ
Nú er sjónvarpið farið að
senda til okkar og eru komin
hingað nokkur sjónvarpstæki,
sennile'ga ein átta tæki.
Hér er sæmilegt veður nú,
en það hefur verið dálítið um-
hleypingasamt að undanförnu
og ekki verið sjóveður. Einn
bátur héðan rær alltaf með línu,
í fyrri viku komst hann í tvo
róðra með mestu harmkvælum
en fjóra róðra það, sem af er
þessari viku. Afli hans hefur
verið mjög lélegur.
Við vonum, að
ástandið batni upp
úr áramétum
Hofsós — Þorsteinn Hjálmars-
Hofsós: —
Það eru allir atvinnulausir
hérna — ekkert að gera. Það
hefur aðeins einn bátur verið
í gangi hér — Halldór Sigurðs-
son — og hefur hann verið á
togveiðum. Síðustu vikur hefur
hann verið við Suðurland og nú
er hann í siglingu með aflann.
RÚM ÞRJÚ TONN
í RÓÐRI
Nú, annar bátur var að hefja
línuveiðar á dögunum. Hann er
búinn að fara tvo róðra og hef
ur fengið rúm 3 tonn í róðri.
Ég má segja, að undanfarið hafi
ríkt svo til algert atvinnuleysi
hjá því fólki, sem í landi starfar
að þessari framleiðslugrein.
ATVINNUÁSTANDIÐ
SLÆMT
Við gerum ráð fyrir því, að
Halldór Sigurðsson geti kannski
landað hér einu sinni fyrir ára
mót.
Þó að ástandið sé slæmt í at
vinnumálunum, er þetta ekki
annað en það, sem við höfum
búið við í fjöldamörg ár. En við
vonum að atvinnuástandið breyt
ist til batnaðar í upphafi næsta
árs, og munum þá njóta nýja
bátsins, Halldórs Sigurðssonar,
sem ég nefndi áðan, og atvinnu-
ástandið verði þá betra en við
eigum að venjast á þeim árs-
tíma.
HAFNARGARÐURINN
LENGDUR
Seinnipartinn í sumar var
unnið hér að lengingu hafnar-
garðsins með það fyrir augum
að gera hér lokaða bátahöfn.
Var unnið að þessu verkefni fyr
ir um 3% milljón króna í sum
ar, en verkinu er enn ekki lok-
ið. Áætlað er að koma upp
staurabryggju, sem yrði viðlegu
pláss fyrir bátana næsta sumar.
Upphaflega var ráðgert að ljúka
öllu verkinu í sumar, en því
varð ekki lokið vegna dráttar,
sem varð á afgreiðslu efnis í
bryggjuna. Verður framkvæmd
unum haldið áfram strax og
veður leyfa í vor.
SMÍÐI FÉLAGSHEIM-
ILISINS GENGUR
SEINT
Félagslífið hér á Hofsósi er
mjög dauft. Við erum enn með
félagsheimili í smíðum, en okk
ur gengur erfiðlega með smíð-
ina vegna fjárskorts. Þetta er
dýr bygging á okkar mæli-
kvarða.
Samgöngur hafa verið mjög
sæmilegar að undanförnu inn-
an héraðsins. Við treystum mjög
á veginn til Siglufjarðar og er
honum haldið opnum einu sinni
til tvisvar í viku. Það er ekki
kominn mikill snjór hérna.
Framhald á bls. 11.
QVNGI NVXZN31SJ
—JLMZN31SJ wnnaA
S. Helgason hf.
LEGSTEINAR
MARGAR GERÐIR
SÍMI36177
Súðarvogi 20