Alþýðublaðið - 13.12.1969, Qupperneq 6
6 Aiþýðublaðið 13. desember 1969
5% af ungu fólki á vinnustað
þjáist af örorkusjúkdómum
Ræða Eggerls G. Þorsleinsson ar, félagsmáláráðherra, á Al-
þingi um málefni öryrkja og nýjar leiðir til úrbófa
□Hinn 8. marz 1967 var sam-
þykkt þingsályktun á Alþingi
þar sem skorað var á ríkisstjórn
ina að undirbúa löggjöf og
leggja fyrir Alþingi frumvarp
til laga um öryrkjaheimili og
endurhæfingarstöðvar.
Með bréfi dagsettu 14. sept-
ember 1967 var Öryrkjabanda-
lagi fslands falið að semja drög
að frumvarpi til laga um ör-
yrkjaheimili og endurhæfingar-
stöðvar.
Bandalagið fól dr. Oddi Ólafs-
synij yfirlækni, þetta verkefni
í samráði við hin einstöku ör-
yrkjafélög og bandalagið. Hefur
hann unnið að samningu frum-
varps samkvæmt þessu og haft
jafnframt samráð við félagsmála
ráðuneytið. Árangur þess er
frumvarp það, sem hér liggur
fyrir.
Við samningu þessa frum-
varps var höfð hliðsjón af til-
lögu Alþjóðavinnumálastofnun-
arinnar nr. 99 frá 1955 um at-
vinnuþjálfun fatlaðra manna til
viðreisnar þeim. Tillaga þessi
er prentuð sem fylgiskjal með
frumvarpinu.
Svo sem greinir í 1. grein
frumvarpsins fjallar það fyrst
og fremst um atvinnuþjálfun.
Meira en 5% þeirra landsmanna
sem eru á vinnualdri, vinna ekki
vegna meiri eða minni örorku-
sjúkdóms. Vitað er, að allmikl-
um fjölda af þessum hóp mætti
koma til vinnu með skipulögð-
um, samræmdum aðgerðum.
Það er ýmis konar félagslegri
hjálp, hæfnisrannsóknum, námi,
þjálfun og sérstöðu til vinnu.
Þessu frumvarpi er ætlað að
stuðla að bættri aðstöðu í þessu
efni.
KEÐJA SAM-
RÆMDRA AÐGERÐA
Endurhæfing fólks með skerta
starfshæfni er keðja samræmdra
aðgerða, sem hefst með læknis
fræðilegri endurhæfingu og lýk-
ur að jafnrétti með starfs-
endurhæfingu.
Læknisfræðilega endurhæfing
in er fyrst og fremst heilbrigð-
ismál, sem miðar að því að upp
hefja eða draga svo sem unnt
er úr orkutapi vegna sjúkdóma
eða slysa. Hlutverk starfsendur-
hæfingarinnar er aftur á móti
fyrst og fremst að hagnýta það,
sem eftir ér of orkunni, á sem
árangursríkastan hátt fyrir
yrkjann með því að gera hann
hæfan til ákveðinna starfa og
fínna þann starfa handa hon-
um að endurhæfingunni lokinni.
Þegar þær stofnanir og stofn
anadeildir, sem nú eru í smíð-
um, eru fullbúnar, ætti að vera
vel fyrir læknisfræðilegri end-
urhæfingu séð hér á landi. Þær
stofnanir og deildir, sem átt er
við, eru endurhæfingardeild
Landsspítalans, sem nú er full-
búin, endurhæfingardeildir við
Landakot og Borgarsjúkrahúsið,
lúkningu æfingastöðvar styrkt-
arfélags fatlaðra og lamaðra við
Háaleitisbraut og æfingastöð
Sjálfsbjargar við Hátún. Auk
þess verður að gera ráð fyrir,
að stærstu sjúkrahúsin úti á
landsbyggðinni komi á fót innan
tíðar litlum æfingastöðvum hjá
sér. Sjúkratryggingarnar eiga að
tryggja rekstrargrundvöll þess-
arar starfsemi allrar.
Hins vegar eru engin ákvæði
í íslenzkum lögum, sem tryggja
uppbyggingu og rekstur atvinnu
endurhæfingarstöðva og vinnu-
stöðva fyrir öryrkja. Þetta frum
varp fjallar því fyrst og fremst
um skipulagningu endurhæfing-
armála, um aðstoð við starfs-
prófun, starfsþjálfun, nám og
vinnustöðvar fyrir öryrkja. Auk
þess er í frumvarpinu gert ráð
fyrir nokkurri aðstoð við bygg-
ingu húsnæðis fyir öryrkja, sem
verður að telja mikilvægan þátt
í árangri starfsendurhæfingar-
innar.
STÆRSTI HÓPURINN
ÖRYRKJAR VEGNA
LAMASTJARFA OG
AF GEÐRÆNUM
ORSÖKUM
Þótt höfuðtakmark starfsendur-
hæfingar sé að gera öryrkjann
hæfan til starfa á frjálsum vinnu
markaði, þá verður því takmarki
þó aldrei náð að fullu. Jafnan
verður nokkur hópur öryrkja,
sem hefur starfsorku og vinnu-
getu, en getur þó ekki keppt á
frjálsum vinnumarkaði. Þetta
fer nokkuð eftir orsök örorkunn
ar og að ýmsu leyti stöndum
við verr að vígi í þessu efni en
fyrir 10—20 árum. Þá voru
stærstu öryrkjahóparnir, sem til
endurhæfingar komu, öryrkjar
vegna berklaveiki og öryrkjar
vegna lömunarveiki, hvor
tveggja hópar, sem tiltölulega
auðvelt var að ráða í vinnu að
endurhæfingu lokinni. Nú eru
stærstu hóparnir öryrkjar af geð
rænum o'rsökum, öryrkjar vegna
lamastjarfa þ. e. heilaskemmd-
ir í fæðingu og vangefnir. Allt
erú þetta hópar, sem er erfitt
að koma á almenna vinnumark-
aðinn, enda þótt nokkur starfs-
geta sé fyrir hendi.
Til þess að nýta þetta vinnu-
afl hafa hinar svonefndu vernd-
uðu vinnustöðvar gefið góða
raun. Þetta frumvarp gerir ráð
fyrir verulegri opinberri aðstoð
við uppbyggingu jog rekstur
verndaðra vinnustöðva. Þessi
aðstoð er nauðsynleg, þar sem
afkastageta öryrkjanna, sem
vinna i vernduðum vinnustöðv-
um, er verulega undir meðallagi.
Vinnustöð er kölluð vernduð,
þegar sérstakt tillit er tekið til
þarfa vinnuaflsins og þar sem
það er verndað frá samkeppni
við afkastameiri aðila, í þeim
tilgangi að gefa öryrkjunum
tækifæri til þess að afla sér lífs
viðurværis með vinnu sinni og,
ef mögulegt er, að þjálfa starfs-
orkuna svo, að þeir verði síð-
ar hæfir til þe$s að fá starf á
frjálsum vinnumarkaði. Á slík-
um vinnustöðvum er að sjálf-
sögðu unnið að arðþærri fram-
leiðslu.
VERNDUÐ
VINNUSTÖÐ
Samband íslenzkra berklasjúkl-
inga rekur verndaða vinnustöð
hér í bæ, sem heitir Múlalund-
ur. Þar vinna nú um 50 menn
og konur, sem öryrkjar, margir
aðeins hálfan dag. Til fróðleiks
má geta þess, að opinber gjöld,
sem þetta fólk greiðir árlega,
nemur í heildina samtals ca. 600
—800 þúsund krónum. Þó að
slíkar verndaðar vinnustöðvar
verði ekki reknar hallalaust, er
gott að hafa það í huga, að halli
sá, sem af slíkum rekstri staf-
ar, skilar sér aftur til hins opin-
bera eins og þetta dæmi sýnir.
í júlí ög ágúst 1967 var hald-
in ráðstefna á Vegum' Alþjóða-.
vírinumálastófnúnarinhar og þrq
unai’deildár Sáméinuðu þjóð-
anna í Kaupmannahöfn. 25 lönd
tóku þátt i ráðstefnunni. Efni
var starfsendurhæfing öryrkja,
leiðir til þess að efla hana og
hagnýta betur starfsgetu öryrkja.
I lok ráðstefnunnar var sam-
þykkt ályktun í mörgum liðum.
Meðal þeirra liða, sem sam-
þykktir voru, voru þessir tl
dæmis: '
1. Nauðsynlegur liður í sam-
ræmdum endurhæfingaraðgerð-
um er endurhæfingarráð fyrir
allt landið, sem hafi innan sinna
vébanda fulltrúa þeirra stjórn-
ardeilda, bæjarfélaga, vinnuveit
enda, vinnuþiggjenda, og ör-
yrkjafélaga, er mál þetta varð-
ar.
Annar liður hljóðaði svo:
Höfuðverkefni þessa ráðs skal
vera að hafa á hverjum tíma
yfirsýn yfir endurhæfinguna í
landinu og vandamál henni sam
fara og sjá til þess, að tiltækt
fé sé notað þar sem þörfin er
mest.
í þriðja lagi segir, að aðal-
hindrunin gegn eðlilegri þróun
endurhæfingar sé skortur á fé
frá opinberum aðilum, vöntun
á samræmingu á ráðstöfun fjár-
ins milli félaga og opinberra
stofnana og skortur á skilningi
ooinberra aðila á nauðsyn og
víðfeðmi endurhæfingar.
ALÞJÓÐAVANDA-
MÁL ,Á FERÐ
Endurteknar ráðstefnur og á-
Ivktanir gerðar á vegum Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar’
um starfsendurhæfingu og vinnu
stöðvar fyrir öryrkja sýna svo
að ekki verður um villzt, að hér
er alþjóðavandamál á ferð, sem
hefur þýðingu bæði fyrir ein-
staklinginn og þjóðarheildina.
Til þess að leggja áherzlu á, að
sinna beri endurhæfingarmálum
meira en gert hefur verið, þá
hefur alþjóðasamband öryrkja-
félaga í samráði við Alþjóða-
vinnumálastofnunina og Alþjóða
heilbrigðisstofnunina ákveðið,
að aratugurinn 1970 til 1980
skuli nefndur áratugur endur-
hæfingarinnar. Æflunin er að
hefja öflugan áróður innan
þeirra ríkja, sem eru meðlimir
áðurnefndra alþjóðasamtaka. Á-
róður til þess að vekja athygli
á nauðsyn frekari aðgerða í end
urhæfi ngarm ái um.
Þó að hér á landi séu engin
lög um endurhæfingu fólks með
skerta starfshæfni hefur mikið
og merkilegt starf við slíka end
urhæfingu þó verið unnið í
landinu. Á þessu sviði hefur
frumkvæði og framtak verið hjá
félagasamlökum. I frqmvarpi
þessu er einnig gert ráð fyrir :
því, að svo verði 'áfram. . Þq.
að ekki sé hér um að ræða lög-.
boðna aðstoð hins opinbera við
endurhæfingu hefur . slílí- starf-'
semi verið styrktar með ýmsum
hætti beint og óbeint af því op-
inbera. í flestum þróuðum ríkj-
um, eru lög um endurhæfingu,
sem ákveða mikla fjárhagslega
aðstoð við þetta málefni.
OPINRER
YFIRSTJÓRN
NAUÐSYNLEG
I frumvarpinu er eins og áður
segir geit ráð fyrir frumkvæði
og framkvæmdum á vegum fé-
lagasamtaka sem hefur gefið
góða raun hér á landi til þessa.
Eigi að síður er nquðsynlegt að
öll slík starfsemi sé undir opin-
berri yfirstjórn og eftirliti svo
að tryggja megi samræmda og
skipulagslega starfsemi, sem
auka munu hagkvæmni og ná
betri árangri í heild, en vænta
má án slíkrar opinberrar íhlut-
unar.
Yfirstjórn endurhæfingar sam
kvæmt fiumvarpinu verði falin
sérstakri nefnd, sem ráðherra
skipar eftir tilnefningu svo sem
nánar er lýst í 2. gr. frumvarps
ins. I 3. gr. frumvarpsins segir
hvert skuli vera hlutverk end-
urhæfingarráðs.
Áætlun sú, sem um ræðir í
upphafi greinarinnar, skal -vera
til 10 ára. Slík áætlunargerð er
nauðsynieg ekki síst vegna þess,
að fjármagn það, sem til ráð-
stöfunar er til endurhæfingar-
starísemi er af skornum
skammti. Ber því brýna nauð-
syn til að fé því, sem fyrir hendi
er á hverjum tíma verði ráð-
stafað til þeirra verkefna, sem
mest þörf er að leysa og tryggja
jafnframt, skipulega fram-
kvæmd og koma í veg fyrir að
framkvæmdir, sem ákveðnar
kunna að verða og byrjað er á,
stöðvist í miðjum klíðum vegna
fjárskorts.
Um aðstoð þá, sem lagt er til
að veitt verði vísast til 7., 9.,
10. og 11. gr. frumvarpsins.
Endurhæfingar- og vinnustöðv
ar verða ekki reknar hallalaust,
ef takast á að ná því takmarki,
sem þeim er ætlað. en það er að
þjálfa þá til vipnu sem vegna
orkutaps eru með meira eða
minna skerta starfsgetu, og geta
því ekki séð sér farborða.
Svo sem' áður greinir er ekki
gert ráð fyrir því, að ríkið reki
þessar stöðvar, þær veiða hér
eftir eins og hingað til reknar
af öryrkjafélögum eða öðrum
félagasamtökum. Það er heldur
ekki J-agt til, að ríkissjóður eðd
sveitarsjóðir taki beinan þátt í
halla á relcstri stöðvanna.
SKIPTING
:HALLANS á
3ÞREMUR; AÐILUM
Hi-ns vegar er gert ráð fyrir, að
h'líinn veroí borinn af þrem að
ihiTi að jöfnu. f fýrsta lagi er
lagt til að rekstráraðili beri
Fr.amh. á bls. 11