Alþýðublaðið - 13.12.1969, Page 8

Alþýðublaðið - 13.12.1969, Page 8
8 Alþýðublaðið 13. desember 1969 Cuðjófl Sigurðsson, formaður Iðju: EFTAhorfiriHa við iðnverkafólki Margir iðnrekendur svöruðu ekki spurningalisfa í sambandi við hugsanlega aðild að EFTA - á að Ireysla á slíka menn! Alþýðublaöið lagði eftirfar- andi spurningu fyrir Guðjón Sigurðsson, formann Iðju, fé- Iags verksmiðjufólks: HVERNIG HORFIR EFTA AÐILD VIÐ IÐNVERKAFÓEKI? —Ákaflega illa. svaraði Guð jón að bragði. Ekki verður bet- ur séð en fjöldi iðnverkafólks verði atvinnulaust, þegar á- kveðnar iðngreinar draga sam- an seglin eða hætta alveg störf- um. Guðmundur Magnússon bendir á í skýrslu sinni að í staðinn geti risið hér hverskon ar efnaiðnaður, rafeindatækja- iðnaður og ný tegund af veiðar- færaiðnaði og málmsmíði. — I fljótu bragði sýnist mér þetta að mestu draumórar, og get nefnt sem dæmi að lyfjaiðnaður getur ekki orðið umtalsverður fyrr en eftir langan aðdraganda, og hvað snertir rafeindatækjaiðnað inn þá eru Japanir komnir þar svo framarlega, og þeirra iðnað ur orðinn svo sjálfvirkur, að þeir hljóta að ráða á þessum markaði í framtíðinni. Er við lítum á málmsmíðina þá >er skemmst að minnast hvaða við- töku Jón Þórðarson fékk þeg- Vinningar í basarhappdrælli Eftirfarandi númer komu upp í Skyndihappdrætti á Bazar Kvennadeildar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, sem hald- inn var laugardaginn 29. nóv. sl. 1508 1512 591 1927 1282 1217 1159 1611 583 577 1966 977 1721 565 542 1480 590 1968 109 1042 624 1510 813 1931 1725 601 1189 942 1571 654 1485 724 1128 1355 1267 1875 1181 222 185 690 1231 909 364 1140 1696 1452 48 1372 114 1822 131 1085 1462 1570 718 381 1 1996 938 937 39 444 (Birt á ábyrgðar.) VELJUM Í8LENZKT-/5^K fSLENZKAN IÐNAÐ UJJ ar hann fann upp plastfilmukæli kerfið — það vildi enginn banki lána fé til þeirrar verksmiðju, og ég á ekki von ó snöggri hug- arfarsbreytingu í þeim efnum. Ef flett er á bls. 145 í skýrsl unni, þá segir þar á einum stað orðrétt: „Laun eru tiltölulega lág hér og veitir þetta hlutfalls- lega yfirburði. Þessir yfirburð- ir gætu auðvitað horfið með of miklum launahækkunum.“ Þarna er einmitt mergurinn málsins — hugsanlegir yfirburð ir hverfa ef við eigum von á sömu lífskjörum í iðnaðinum og frændur okkar á Norðurlöndun- um. En kannski er einna fróðleg- ast að fletta upp á bls. 101, und ir kaflaheitinu „Markmið iðn- fyrirtækja", og sýnir þessi kafli betur en nokkuð annað á hverja er treyst til að mæta samkeppn inni innan EFTA. í kaflanum segir orðrétt: „Svör forráðamanna íslenzkra fyrirtækja við þeirri spurningu hvert væri höfuðmarkmið fyr- irtækja þeirra, reyndust næsta sundurleit. Helmingur eða um það bil sem svaraði með einni eða annarri útgáfu af hámarks gróða eða ákveðinni arðgjöf. Eðli svarsins endurspeglar oft aðstæður á hverju tíma. Fyrirtæki í harðri samkeppni virðast t. d. mjög oft ætla sér stærsta veltu eða markaðshluta miðað við tiltekna arðgjöf. Tíð ast annarra svara var „að fram leiða“, en lítið leiðarljós virðist það í rekstrinum. Jafnvel kom fyrir, að nefnd voru gersam- lega ósamrýmanleg markmið, svo sem bæði hámarkságóði og hámarksvelfa. Þegar á heildina er litið, virðist nokkur fjöldi stjórnenda íslenzkra iðnfyrir- tækja gera sér litla grein fyrir, hver sé tilgangur með rekstrin- um, en hér sem annars staðar er ekki unnt að koma með al- mennar staðhæfingar. Fyrirtæk in geta haft jafn ólíkan svip og mennirnir, sem stjórna þeim. Og höldum svo áfram að láta dæmin tala um það hve EFTA- málið er lagt fram á ótraustum grunni hvað viðvíkur iðnaðin- um. Á bls. 162 er getið iðn- greina og hve mörg svör fengust hjá hverri iðngrein við sérstök- um spurningalista í sambandi við hugsanlega EFTA-aðild. Þar kemur fram að svarprósenta er 12% í plastiðnaði, 75% í matvælaiðnaði, 50% í kexgerð, ekkert svar í skógerð, pappírs- vörugerð, prentun, sútun og verk un skinna, gúmiðnaði, skart- gripa- og góðmálmasmíði! Þannig'má tína til ótal dæmi um það hvað málið er illa und- irbúið. Iðnaðurinn liefur ætíð verið hornreka og virðist ætia að verða það áfram. Við skulurn taka öndvert dæmi: Hér eru starfandi þrjár gosdrykkjagerð- ii’.og hjá þeim starfa 150 iðn- verkamenn. Fyrir\ tilstilli þess- ara launþega fást 75 milljónir í rfkissjóð í svonefndu tappa- gjaldi og framleiðslugjaldi, eða þálf milljón á hvern starfsmann! Að auki fær sveitarfélagið skatt- og útsvarstekjur og aðstöðugjald af starfseminni. — Hvað ætlið þið að gera á næstunni? — Við köllum saman fund í trúnaðarráði og síðan höldum við félagsfund. Málið hefur lít- ið sem ekkert verið skýrt fyrir hinum vinnandi manni, og það er að okkar áliti hin mesta móðgun. — Nokkuð að lokum? — Mér finnst persónulega að það þurfi að taka upp kerfis- bundna athugun á því hvers iðnaðurinn almennt er megn- ugur, en ekki treysta áfram á happa og glappa aðferðina. Ég vil láta nota vit og getu hæf- ustu manna og nýta margvísleg ar hugmyndir sem gætu fært okkur mikið í aðra hönd, ef einhver aðili vill sinna því að kanna þessar hugmyndir og veita ríkuleg verðlaun ef hug- myndin reynist góð. Ég get nefnt til dæmis skartgripaiðnaðinn, sem gæti, að mínu viti, fært okkur mikið meiri tekjur ef rétt væri á haldið, alveg án til- lits til þess hvort gengið er í EFTA eða ekki . — SJ I I I I I I I I I i i I I I I I Jón Sigurðsson: „Kostirnir þyngri á metaskálunum" Jón Sigurðsson, form. Sjó- mannasambands íslands, sagði í viðtali við Alþýðublaðið: Ég greiddi atkvæði með að- ild íslands að EFTA á flokks- s-tj órnarf Undi Alþýðuflokksins í fyrra mánuði og hefi því þeg- ar tekið ákveðna afstöðu til þessa máls. Þó að ég sé fylgjandi aðild íslands að EFTA þá geri ég mér fylliiega ljóst, að á því eru bæði galíar og kostir, — eins og á raunar við um flest eða öll stór- mál hverju nafni, sem þau nefnast. Ég hef því myndað mér skoðun á þessu máli ekki aðeins með því, að sjá og við- urkenna kostina eina heldur hef ég einnig gert mér fyllilega ljósa þá áhættu, sem aðildinni fylgir fyrir ákveðinn atvinnu- rekstur í landinu. Hins vegar er ég sannfærður um, að kostirnir við EFTA-að- ild eru mun þyngri á metaskál- unum en ókostirnir og að við íslendingar getum ekki staðið utan samtakanna, ef okkur tekst að ná viðunandi samning- um vegna sérstöðu okkar og sérhagsmuna. Slíkir samningar hafa tekizt, sem eru íslending- um aðgengilegir og á þessum meginforsendum hefi ég mynd- að mér þá skoðun, að við úg- um að gerast aðilar að Fríverzl unarsamtökunum með þeim kjörum, sem okkur standa nú til boða. Framhald á bls, 11. Hagnús Geirsson: „Ástandið getur varla versnað" i i i j í i ! I Magnús Geirsson, formaður Félags íslenzkra rafvirkja, sagðist á þessu stigi máls litið geta sagt um kosti eða ókosti varðandi EFTA aðild, en varla gæ.ti ástandið versnað, þar sem 10% af félagsmönnum starfa nú erlendis og 10 rafvirkjar eru nú skráðir atvinnulausir. Magnús kvaðst óttast að um áramótin fjölgaði atvinnulaus- um rafv. þar sem ekki er vitað um nein meiriháttar verkefni og rafvirkjum verði þá sennilega sagt upp við Búrfell og í skipa- smiðastöðinni á Akureyri þar sem flokkur rafvirkja er nú að ljúka við sín verkefni í hinu nýja strandferðaskipi Heklu. Rafvirkjarnir 40, sem nú starfa ytra, eru flestir í Dan- mörku og Svíþjóð, og er stærsti hópurinn ráðinn hjá Burmeist- er & Wain skipasmíðastöðinni til óákveðins tíma. Magnús gerði ráð fyrir að félagið þyrfti að beita sér fyrir að koma fleir- um til vinnu erlendis á næst- unni, ef ekki yrði breyting þar ÍÉ I I á. — SJ.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.