Alþýðublaðið - 20.12.1969, Síða 13

Alþýðublaðið - 20.12.1969, Síða 13
Innanfélagsmét ÍR □ Að undanförnu hafa í'R-ing ar efnf til nokkurra innanfé- lagsmóta. Helztu afrek er náðst haf a á þessum mótum eru þessi; Hástökk með atrennu: Jón Þ. Ólafsson ÍR 2.01 Elías Sveinsson ÍR 1.91 Erlendur Valdimarsson ÍR 1.81 S'tefán Hallgrímsson UÍA 1,80 Friðrik Þór Óskarsson ÍR 1,76 Ágúst Schram Á 1.75 Árangur Elíasar er nýtt drengjamet, og átti hann mjög góðar tilraunir við 1.96. Eldra drengjametið átti Erlendur Valdimarsson ÍR 1.90 frá 1965. Árangur þeirra Stefáns og Ágústs er þeirra bezti. Hástökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson ÍR 1.69 Elías Sveinsson ÍR 1.60 Erlendur Valdimarsson ÍR 1.51 Fiúðrik Þór Óskarsson ÍR 1.51 Guðm. Jóhannesson HSH 1.51 Árangur Elíasar er jafn drengjameti Kristjáns Stefáns sonar FH. Langstökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson ÍR 3.24 Erlendur Valdimarsson Í,R 3,11 Framh. á bls. 15 .......... ........■trsrf Ólympíuleikarnir 1976 verða haldnir í Moskvu Lausanne, 18. des. (FTO-DPA) □ Allt útlit er fyrir að Olymp íuleikarnir árið 1976 ve>'ði haldnir í Moskvu. Sendinefnd frá höfuðborg Sovétríkjanna er nú stiifÚTl í Lausanne og hefur lagt fram umsókn Moskvu. Vetrarolympíuleikarnir bað sama ár verða hins vegar að öllum líkindum haldnir í Sviss. Samþykki alþjóða olympíu- nefndin umsókn Moskvuborgar verður það í fyrsta sinn, sem Olympiuleikarnir eru haldnir í kommúnistaríki. — Vilja reisa íþróttahús í sjölfboðavinnu □ Mikill áhugi ríkir meðal íþróttamanna á Akranesi að bjóða fram sjálfboðavinnu við byggingu seinni hluta íþrótta- húss, sem byrjað var að byggja fyrir 2—3 árum. Ákveðið var að bærinn léti byggja húsið í tveimur áföngum, þannig að til bráðabirgða yrði tekinn í notk un helmingur þess að 20x20 m. íþróttasalur, en seinna er á- ætlað að bæta öðru eins við, þannig að salurinn verði í full kominni keppnisstærð, 20x40 metrar. íþróttamönnum á Akra nesi finnst þetta hinsvegar lítil lausn, þar sem gamla íþrótta- húsið er löngu orðið of lítið fyrir íþróttaiðkanir Skaga- manna, enda hafa bæði gagn- fræðaskólinn og barnaskólinn fengið þar inni með leikfimi- tíma sína, og er svo komið, að salurinn nægir ekki einu sinni tii að unnt sé að framfylgja því sem fræðslulöggjöfin segir fyrir um leikfimi í skólum. — Einnig á handknattleikur nú miklum og auknum vinsældum Frh. á bls. 11. Tölva birlir úrstif □ Á heimsmeistaramóti skíða manna í alpagreinum, sem fram fer á ítalíu 7.—lö. febrúar n.k. verður beitt nýrri tækni við söfnun og flokkun úrslita. Það er þýzka rafeindatækni- fyrirtækið SIEMENS, sem gert hefur þessi tæki og sjást þau á myndinni að ofan. Sjálfvirkar klukkur senda tíma hvers kepp anda til tölvu, en jafnskjótt birtir á skermi röð keppenda og allar tölulegar upplýsingar. Að lokinni hverri umferð skil- ar hraðvirk útskriftarvél nið- urstöðum á blaði til notkunar fyrir fréttamenn. —■ VÍVERÓ-BRÉFIÐ,nýjasta bók Desmond Bagleys, er frábærlega spennandi saga, Sem hefst í Englandi, en leik- urinn berst brátt til Suður-Ameríku, í leit að týndri borg, þar sem löngu gleymdir fjársjóðir eru fólgnir. Óvænt- ir atburðir gerast og hrikaleg átök eiga sér stað í frumskógum Suður-Ameríku. Þetta er ævintýraleg og spennandi saga, sem sízt stendur að baki fyrri bókum höfundar. Verð kr. 370,00 + söluskattur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.