Alþýðublaðið - 24.04.1968, Síða 2

Alþýðublaðið - 24.04.1968, Síða 2
 □JKSttD Rltstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. _ Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. 120,00. - 1 lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið bí. Æskunni rétt Hin erfiðu efnahagsmál settu svo mjög svip sinn á 88. löggjafa- Jþing þjóðarinnar, sem lauk fyrir síðustú helgi, að lítið er tekið eft ir ýmiss konar merkri umbótalög gjöf, sem þar var afgreidd. Er þó sízt ástæða til að láta dægurmál- in skyggja á það, sem lengi á að átanda. S.ennilega mun í framtíðinni verða talið, að merkasta nýjung, sem þetta þing afgreiddi, hafi verið endanleg samþykkt á 20 ára kosningarétti. Svo að segja þegj- andi og hljóðalaust hefur Alþingi rétt æsku landsins örvandi hönd með þessari réttarbót og því trausti, sem í henni felst. Þús- undir nýrra kjósenda bætast við, og unga fólkið fær ári fyrr þá á- byrgð og þann rétt að taka þátt í stjórn landsins. Mál þetta er frá Alþýðuflokkn örvandi hönd um runnið. Fyrir nokkrum árum var stefnuskrá flokksins endur- skoðuð, og þá sett í hana ákvæði um 18 ára kosningarétt. Fylgdi flokkurinn þeirri ákvörðun eftir með því að flytja hugmyndina á Alþingi. Var sett nefnd í málið, en í henni varð ekki samkomulag um meiri lækkun en í 20 ár. Alþýðuflokkurinn fagnaði þess um áfanga, þótt tillögur hans og stefna gangi lengra. Flokkurinn telur ekki óeðlilegt, <að stigið sé þrep fyrir þrep í svo veigamiklu framfaramáli, ékki sízt ef þjóðin sættir sig betur við breytingarn- ar á þann hátt. Allmikil andstaða er í Iandinu gegn 18 ára kosningaaldri, og er hollt að gefa þjóðinni tóm til að íhuga og ræða það mál. Kann og að vera að einhver vísbending fá ist við reynslu af 20 ára kosn- ingaaldri, sem nú kemur til fram kvæmda. Mikið veður hefur verið gert úr því, að menntaskólanemend- ur hafi gert samþykkt gegn 18 ára kosningaaldri. Alþýðublaðið telur ekki ástæðu til að taka það mjög hátíðlegá, héldur sé um að ræða emhvers konar sérvizku- legt tízkufyrirbæri, sem varla muni standa lengi. Unga fólkið gerir kröfur til hvers konar rétt inda. Það vill, að farið sé með það eins og þroskaða einstaklinga en ekki börn. Það vill fá (og fær án efa) vínveitingar á opinberum stöðum. Það vill fá að segja til um þróun skólakerfisins, fá að stofna heimili og eignast börn. Dettur nokkrum í hug í alvöru, að þetta sama, þróttmikla æsku- fólk muni neita þeirri ábyrgð, sem felst í kosningarétti? Unga fólkið fylgist ágætlega með og veit meira um landsmál en margir hinna eldri. Stjórn- málakynning er orðin algeng í skólum, og hún hefur leitt í ljós, að skólafólkið ber skyn á stjórn mál og spyr skynsamlega um þau. Það er óhætt að veita þvi kosningarétt 18 ára þess vegna. SKILGETIN B ÖRN SKILGETIN BÖRN eru skv. 1. gr. 1. 57/ 1921 „þau börn, sem fæðast í hjónabandi eða eftir hjónabandsslit á þeim tíma, að þau geta verið getin í hjónaband- inu, enda sé ekki véfengt á þann hátt, er síðar segir (í lögunum), að þau séu skilgetin.” Um fram- færslu skilgetinna barna segir ennfremur svo í 10. gr. sömu laga (1. um afstöðu foreldra til skilgetinna barna): „Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra börn sín þangað til þau eru 16 ára gömul.” í 11. gr. segir ennfrem- ur: „Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að upp- ala börn sín þangað til þau eru 16 ára gömul. — Sérstaklega ber foreldrum að afla börnum sínum lögmæltrar fræðslu og að innræta þeim iðjusemi og sið- gæði.” Þá er og rétt að geta þess, að lengur en til 16 ára ald- urs er foreldrum og stundum skylt að framfæra börn sín, ef þörf er á og aðstæður leyfa. Geti foreldrar eigi innt af hendi uppeldis- og framfærslu- skyldu sína, en bömin eiga eign- ir, má' verja eignum barnanna þeim til framfærslu og uppeld- is í sérstökum tilvikum, meðan fjárbrestur bagar foreldrana. Fáist lögráðamaður ekki til að láta af hendi eignirnar í þessu skyni, verður valdsmaður að kveða upp úrskurð um skyldu hans í þeim efnum. Hafi hjón slitið samvistir án skilnaðarleyfis og annað þeirra fullnægir ekki lögmætri fram- færslu- og uppeldisskyldu sinni, getur hitt hjónanna og lögráða- maður barnanna krafizt úrskurð- ar yfirvalds um meðlag með þeim börnum, sem á þess veg- um eru. Sé það foreldri, sem krafið er meðlags, heimilisfast eða statt hér á Iandi, skal leitað til yfirvalds þess, en ella yfir- valds þess hjóna eða lögráða- manns, sem meðlagskröfuna gerir. Mleðiagsupphæðin skal fara eftir högum beggja foreldra. Breyta má meðlagsúrskurði, ef hagur eða aðstæður foreldris eða barns breytast að mun. Skirr- ist foreldrið við að greiða lög- skylt meðlag, getur meðlagsþegi eða lögráðamaður hans gengið eftir meðlaginu með sama hætti og heimta má meðlag með óskil- getnum börnum. Verði frám- færslusveit foreldris að greiða meðlagið, telst það fátækra- styrkur því til handa. Sé ókunn- ugt um verustað þess, sem skyld- aður hefur verið til að greiða meðlag, getur meðlagsþegi eða lögráðamaður hans krafizt að- stoðar lögreglu til að leita hann uppi. Við skilnað að borði og sæng er hjúskap í raun og veru alls ekki slitið. Þess vegna er hjón- unum t. d. óheimilt að gifta sig — á meðan á honum stendur. Skilnaður að borði og sæng er undanfari og eins konar undir- búningur lögskilnaðar. Eftir skilnað að borði og sæng fer um framfærslu annars hjóna á hinu og börnunum eftir skilnaðar- bréfinu. í 57. gr. 1. 39/1921, lög- iiniim um stofnun og slit hjúskapar, segir svo í 57. grein um skilnað að borði og sæng: „Kveða skal á RÉTTUR um það í skilnaðarleyfinu, hversu skipta skuli framfærslu barna með foreldrunum. Þó má geyma úrskurð um það síðari ákvörðun yfirvalda. — Skiptin skal gera eftir öllum kjörum foreldra. Nú fuilnægir annað foreldrið ekki framfærsluskyldu sinni með framfærslu þess eða þeirra barna, sem því fylgir, og má þá gera því að greiða hinu foreldrinu það, sem vanta þyk- ir á rétt meðlag af þess hendi með öllum börnunum.“ í 58. gr. segir ennfremur: „Nú breytast kjör foreldris eða þörf barna, og má þá yfirvald breyía ákvörð un um framfærslu af liendi annars foreldris með liinu eða með börnunum. Þó má, ef sér- staklega stendur á, einskorða meðlag annarra hjóna með hinu, og verður því þá eigi breytt síð- ar.” Við lögskilnað fellur fram- færsluskylda annars hjóna gagn- vart hinu niður (það er þó ekki ófrávíkjanlegt), en framfærslu- skyldan gagnvart börnunum helzt, þó að forræði barna verði eftir lögskilnað óskipt hjá öðru foreldrinu, eins og áður hefur verið drepið á í þessum þáttum. Um framfærslu barna eftir lög- 2 24. apríl 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ REYKIAVfK ÉG hef það fyrir satt, að Reykjavíkurborg eigi spari- bauk, á hvern stendur skráð gullnu letri: Ráðhússjóður. í þennan forláta bauk hafa skatt borgararnir lagt margan skiid inginn undaníarin ár, ég segi ekki af fúsum og frjálsum vilja, en tiltölulega möglunar lítiö. Mun nú hafa safnazt álit leg uppnæo, sem nemur nokk uð mórgum miiijonum króna og á að ganga tii ráðtiúsbygg ingar í Reykjavík, þegar þar að kemur. Það er út af fyrir sig ekki óskynsamleg ráðstöfun að safna fé í sparibauk, til að leggja síðar í fjárfrekar fram- kvæmdir, dreifa kostnaðinum á ákveðið tímabil. Þannig verð ur það léttara og vjðráðanlegra en ella. Þetta er í sjálfu sér náskylt afborganakerfinu, sem margir þekkja af eigin reynslu frá því, að þeir keyptu ísskáp inn eða þvottavélina. Og ráð- hús er vissulega þörf og nauð- synleg stofnun, sem hundrað iþúsund manna borg verður að stefna að að eignast, ef hún vill halda sjálfsvirðingu sinni. fc Hinsvegar eru ekki allir á eitt sáttir um staðarvalið- Fyr ir margt löngu gerðist sá at- burður, að bæjarstjórn Reykja víkur uppgötvaði, að enginn. staður væri jafnákjósanlegur fyrir ráðhúsbyggingu og Reyk j a víkurt j örn og sam- þykkti einróma að hola húsinu niður í norðurenda Tjarnarinn ar. Síðan gengu bæjarfulltrú- arnir brosandi út í sólskiriið og byrjuðu að hlakka til. Og bráðlega kom svo sparibaukur inn* til skjalanna, enda báru útsvarsseðlar skattborgaranna það með sér. Ég get að vissu leyti skilið afstöðu bæjarfulltrúanna. Þeg ar ég var stráklingur, hafði ég mikla tilhneigingu til að vaða og sullast og elta uppi drullu pollana. Þannig er það víst með flesta. Sjálfsagt bæjarfulltrúa líka. Hinsvegar verður að ætl ast til, að þeir eins og aðrir vaxi úpp úr barnaskapnum. fc Nú eru erfiðir tímar og hef ur verið þröngt í búi í vetur hjá fleirum en ,smáfuglunum. Forustumenn þjóðfélagsins og sveitarfélaganna finna til á- byrgðar sinnar og tala mikið um ráðdeild og sparsemi og FramliaUl á bls. 10,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.