Alþýðublaðið - 02.01.1970, Síða 6
6 Alþýðublaðið 2. janúar 1970
Leikfélag Reykjavíkur:
ANTÍGÓNA
Leíbfclag Reykjavíkur:
ANTÍGÓNA
Höfundur: Sófókles.
Þýffandi; Helgi Hálfdanarson.
Leikstjóri: Sveinn Einarsson.
Leikmynd og búningar:
éteinþór Sigurffsson.
Þau sögulegu tíðdndi urðu í ís-
lenzkri leiklistarsögu á sunrm-
dagskvöldið, að Leikfélag
Reykjavíkur frumsýndi fyrsta
gríska harmleikinn sem settur
hefur verið á svið hérlendis, og
var vissulega kominn tími til að
íslendingar hefðu bein kynni af
forngrískri leiksviðsmennt. Hitt
var ekki síður gleðiefni, að fyr-
ir valinu varð eitt ágætasta og
hnitmiðaðsta sviðsverk klass-
ískra bókmennta og raunar ger-
vallra leikbókmennta heims-
ins, „Antígóna“ eftir Sófókles
í snilldargóðri þýðingu Helga
Hálfdanarsonar. Mest var samt
um það vert, að sýningin tókst
mgð sérstökum ágætum undir
lisírænni og hugvitsamiegri
stjórn Sveins Einarssonar í ein-
faldri og mjög áhrifasterkri
sviðsumgerð Steinþórs Sigurðs-
sonar. Ég hef séð sviðretning-
ar á fjölmörgum grískum harm-
leikum bæði í Grikklandi og
víða um lönd, og ég hika ekki
við að halda því fram, að hér
sé um verulega markverðan ís-
lenzkan leiklistarviðburð að
ræða, sem vel megi leggja und-
ir alþjóðlegan mælikvarða.
Að því er varðar form og
efnisþráð er „Antígóna“ ákaf-
lega einfalt verk og aðgengi-
legt, en það er þeim mun marg-
slungnara þegar kemur til
túlkunar Sófókl?«ar á hinni
óbrotnu arfsögn. í rauninni er
engin útlegging á „Antígónu“
einhlít, því verkið hefur ótrú-
lega marga fleti og opnar á-
horfendum sífellt nýjar víddir
og ferska innsýn í mannlegt
sálarlíf. SófóklcS voru rík í
huga hin óræðu rek tilverunn-
ar og lítt skiljanlsg vegferð
mannsins í viðsjálum heimi'.
„Antígóna“ bregður upp ljósri
mynd af því viðfangsefni sem
mest sótti á Sófókles: sambandi
einstaklingsins við heildina eða
þjóðfélagið, átökum samvizk-
unnar við hin opinberu boð og
bönn sem sett hafa verið til að
halda uppi lögum og reglu, per-
sónulegri sannfæringu and-
spænis valdboði og valdníðslu.
í öðrum skilningi fjallar leikrit-
ið um þá örlagaríku spurn-
ingu, hvort hlíta beri boðum
guðs, þeirri réttlætiskennd sem
flestum mönnum er í brjóst lag-
in, eða mannasetningum, og í
þvi sambandi er rétt að minn-
ast þess, að gríska fasista-
stjórnin hefur bannlýst „Antí-
gónu“ og fjölmarga aðra forn-
gríska harmleiki! Enn hefur
leikritið verið útlagt sem skír-
greining á djúpstæðum eðlis-
múni kynjanna (ssm er að vísu
umdeildur); annars vegar kon-
an, fjölskyldan. trúin; hins veg-
ar karlmaðurinn, ríkið, valdið.
Antígóna verður fulltrúi sam-
vizku og eðlisávísunar, Kre-
on^ talsmaður skynsemi og
stjórnvizku. Til sanns vegar má
fa4"a. að leikritið fjalli um sig-
ur ástarinnar í öllum sínum
myndum yfir kaldhömr-uðum
rökum skynseminnar, og í sömu
andrá má líta á leikinn sem
uppgjör milli kynslóða, milli
hugsjónaglóðar og óbilgjarnr-
ar kröfuhörku æskunnar annars
vegar og makráðrar eigingirni
og undirhyggju eldri kynslóða
hinsvegar. Sá þáttur verksins á
kannski brýnast erindi við sam-
tímann.
í innsta eðli sínu er leikritið
vitanlega af trúarlegum toga og
túlkar þau sannindi, sem ganga
eins og rauður þráður gegnum
trúarbrögðin, að þjáningin göfgi
menn og vitki, og í því sam-
énd auðleystur. Verkin gegndu
sinu sérstaka trúarlega og fé-
lagslega hlutverki fyrir hálfu
þriðja þúsundi ára, sem er ekki
lengur til að dreifa, og voru
sett á svið með sérstökum
hætti, sem að visu er ekki
kunnur í öllum smáatriðum.
Við vitum þó að leikendur
voru grímuklaeddir og „stækk-
aðir“ bæði á langveginn og
þverveginn, sem átti sínar sögu-
legu orsakir. Stundum hefur
verið notazt við grímur í nú-
tímauppfærslum með merki-
lega góðum árangri, og sá ég
klassíska, stílaða túlkun, sem
sé í senn upphafin og nákomin
áhorfendum. Þetta tókst með
eindæmum vel í Iðnó við hinar
erfiðustu aðstæður. Sýningin
var öll stílhrein, stórfengleg,
klassisk og kóratriðin í senn til-
komumikil og íburðarlaus. —
Myndrænir eiginleikar sýning-
arinnar voru áberandi og með-
al helztu kosta hennar, lita-
meðferðin áhrifasterk, og hið
nakta óbrotna svið vakti með
einhverjum undraverðum hætti
þá réttu tilfinningu víðernis og
heiðríkju, sem grískir harm-
leikir heimta.
Um túlkun leikenda má hik-
laust segja, að hún var í réttri
tóntegund, hófsöm, upphafin og
myndug, þótt hitt verði eð játa,
að natúralískur innlifunárleik-
máti truflaði suma þeirra og
varð þeim fjötur um fót þeg-
ar mest á reyndi. Persónur
einsog Antígóna og Kreon
veiða aldrei leiknar af innlif-
un, svo sannfærandi sé, afþví
þær eiu ekki einasta af þessum
heimi. Þaer verða aðeins sýnd-
ar með táknrænum hætti og
þeirri leiktækni er fuilnar það
verk sem tilfinning leikandans
fær ekki valdið. Þetta kom mest
að sök í lokaaíriðinu, þar sem
Kreon er yfirbugaður af óláni
sínu. Endaþótt leikstjórinn gripi
til þess vafasama bragðs að
láta Kreon faðma látinn son
sinn að sér, eða kannski vegna
þess, heyrðist falskur tónn í
þessu magnaðá atriði. Að minni
hyggju var það eini verulegi
ljóðurinn á þessari heilstéyptu
og upphöfnu sýningu, áð á’stöku
stað var hið klassíska yfirbragð
truflað eða rofið af of tilfinn-
ingaríkri túlkun. Ýkt; svipbrigði
eru til dæmis framandi grískum
harmleik (samanber grímurn-
ar). Það er hrynjandi sýningar-
innar í heild, háttbundið lát-
bragð leikenda og framsögn text
ans sem tjá eiga inntak leiksins,
og allt setti þetta í ríkum mæli
svip á sýninguna í Iðnó, þegar
undan eru skilin áðurnefnd frá-
vik.
Það v.ar vafalaust hvggilega
ráðið p.S haga. sviðsetningu og
túlkun „Anlígónu“ þannig, nð
Kreon yæri í brennidepli sýn-
inga’ mnar. Með því móti verð-
ur hinn pólitíski þáttur verks-
ins gildastur og erindi hennar
við samtíðiná enn brýnna en
ella. Er það mála sannast að
Kreon í túlkun Jóns Sigur-
björnísonar hafi drottnað yfir
sýningunni frá upphafi til loka,
myndugur, ofstækur. valdasjúk-
ur, en þó undir nioii óöruggur.
Hvörfin í leiknum Lúlkaði Jón
m.jög skvnsamleg'a, en lokaat-
riðið varð sem fvrr segir of til-
finningaléga nakið að mínum
smekk Þarfyrir var túlkun Jóns
Sigurbjörnsscnar í heild um-
talsveit afrek og sennilega
áhríf.ames,n verk hans til þessa.
HeJpn Bachm.ann lék Antí-
gónu af mikilli hófstillingu og
dró einkum fr.am viðkvæma ást
hennar í:il bróður síns og hryggð
yfir guðlausu athæfi Kreons.
Þrjózk.an og storkunin lutu í
lægra haldi fyrir viðkvæmni
og vissum lífsleiða, sem vissu-
lega eru snarir þættir í fari
Antígón.u, en fyrir brag'ðið varð
hún veigaminni mótherji Kre-
ons en efni standa til. Hemon
unnusti hennar og' sonur Kre-
ons vavð afturámóti furðulega
veigam.ik.il persóna í djarf-
mannlegri og þróttmikilli túlk-
un Péturs Einarssonar. Guðrún
Ásmundsdóttir var nærfærin í
túlkun sinni á ísmenu, hinni hug
deigu systur Antígónu, en átti
erfitt með að hemja túlkun sína
in.nan hins klassíska ramma hóf-
seminnar, þegar mest á reyndi.
Steindór Hjörleifsson var rétt-
ur maður í eina skophlutverki
sýningarinnar og fór hnyttiiega
með þnð. Jón Aðils var prýði-
lega búinn í hlutverki Teires-
íasar, hin.s blinda spámanns-, og
'flutti téxtá sí hn " skörulega,- en
íruflaðist í flutningi hans á
frumsýningu. Sigríður Hagalín
kom þekkilega fyrir í litlu hlut-
verki Evrídíku drottningar," og
Guðmundur Magnússon fór skil-
merkilega með hlutverk sendi-
boðans, sem er mikilsvert í
leiknum.
Hlutverk kórsins, hinna náfn-
la.usu og sérkennalausu borgara
Þebu, va.r veglegt í sýningunni
og einstaklega vel á því haldið
af þeim Brynjólfi Jóh- / íessyni
Borga.ri Garðarssyni, Guðmundi
Pal :;yni. Helga Skúlasyni, Karli
Guðmundssyni og Þorsteini
Gun.na> ssýni, sem allir fóru lát-
laust og . smekklega með skáld-
legan ög van'dfnéðfa.rinn texta.
Um leikmynd Steinþórs Sig-
urðr.sðnav hefur þegar verið
rætt, en fcæ.a má við, að bún-
in.' a- bans, ofureinfaldir og stíl-
hrcihir, 'vöru í fullu samréemi
Frh. á bls. 11.
Kór þebverskra borgara, frá hægri: Helgi Skúlason, Brynjólfur Jóhannesson,
mundur Pálson, Borgar Garðarsson og Karl Guðmundsson.
Þorsteinn Gunnarsson, Guð-
hengi verða leikendurnir stað-
genglar áhorfenda á sviðinu,
veita þeim hlutdeild í leyndar-
dómi þjáningarinnar og skíra
tilfinningar þeirra í eldi ger-
tækrar og stórfenglegrar
reynslu, sem eflir þeim lífstrú,
þjartsýni og orku.
Þessum áhrifum er fyrst og
fremst miðlað í klassískum
harmleikum með því að leiða
okkur fyrir sjónir hábornar og
heilsteyptar persónur, vel af
guði gerðar, en með einhvern
tiltekinn tragískan brest, sem
oft er kenndur við dramb, of-
metnað, hófleysi, en er kannski
mest í ætt við einæði. Bæði
Antigóna og Kreon eru heil og
sönn í tryggð sinni við helgar
skyldur, bæði láta stjórnast af
heitri sannfæringu (þó leyfilegt
sé að gruna Kreon um græzku),
og báðum verður staðfestan að
óláni. Hver verknaður og hver
eiginleiki felur í sér andstæðu
sina.
Svíðsetning forngrískra leik?
húsverka hlýtur ævinlega að
vekja vanda sem er ekki ait-
slíka sýningu á „Ödipúsi kon-
ungi“ í Austur-Berlín fyrir
rúmum tveimur árum; það var
furðulega mögnuð . sýning._
Öðrum stundum eru leikirnir
færðir upp í nútímabúningi og
jafnvel staðfærðir einsog gert
var við gamanleikinn „Lýsi-
strötu“ í Qaútaborg í fyrra
með einkar skemmtilegum ár-
angri. Sjálfir hafa Grikkir
haldið sig við meðalveginn,
fært leikina upp í sínum fornu
leikhúsum í búningum forn-
aldar, en ekki notað grímur.
Hinsvegar hafa þeir bæði not-
azt við tónlijst (cg kiórdans.
sem er tilkomumikill á hinum
rúmgóðu hringsviðum, en á
vitaskuld illa við hefðbundin
vestræn leiksvið. Sveinn Ein-
arsson hefur réttilega valið
meðalveginn í sviðsetningu
sinni, án þess þó að nota tón-
list eða dans, og er hann tví-
mælalaust greiðfærastur við
okkar aðstæður, ekki sízt þegar
þe^s ér gætt að skáldleg og
svipmikil þýðing Helga Hálf-
danarsonar kallar beinlínis á