Alþýðublaðið - 02.01.1970, Blaðsíða 8
8 Al'þýðublaðið 2. janúar 1970
Sigvaldi Hjáimarsson ræiir viðSkafia Jónsson skipstjóra
MEÐ FISKIMÖNNUM
Á VESTUR- INDLANDI
□ SKAFTÍ JÓNSSON, skipstjóri frá Hrísey hefur
um tólf ára skeið starfað út um heim á vegum FAO
og kennt nýjar aðferðir við fiskveiðar. Hann var
fyrst nokkur ár á Indlandi, síðar í Suður Ameríku
og fór svo aftur til Indlands þar sem hann er nú.
Sá viðtalsflokkur, sem nú er að hefjast, var sam-
inn austur í Madras á síðastliðnu vori.
— Kannski þú segir mér frá
tildrögum þess að þú réðst til
FAO.
— Það var haustið 1956, ég
var heima í Reykjavík, að ég
frétti að Hilmar Kristjánsson,
einn af forstjórum Fiskideildar
FAO í Róm væri heima og ætl-
aði að halda fyrirlestur, eins
konar upplýsingafyrirlestur um
starfsemi deildarinnar. Eg fór
að hlusta á þennan fyrirlestur,
en hann var sóttur af 30—40
manns, aðallega skipstjórum.
Eftir fyrirlesturinn var mönn-
um gefinn kostur á að bera fram
spurningar, og jafnframt lét
Hilmar þess getið að stöður
mundu vera lausar hingað og
þangað um heiminn ef þarna
vaeri einhver sem hefði hug á
þanniglagaðri vinnu. Margar
spurningar voru bornar upp,
mest um kaup og kjör, og í
svörunum kom fram að vanta
mundi nokkra menn til Indlands
helzt strax eða fljótlega. Þegar
allgóðar upplýsingar voru komn
ar fram um kaup og kjör datt
mér í hug að hreyfa nokkrum
fyrirspurnum um staðhætti,
hafði' ekki iátið heyra neitt í
mér meðan aðrir voru að ræða
kjörin — iangaði til að vita
eitthvað um fiskveiðar þarna,
hve mikið fiskaðist, strauma
veðurfar og þess háttar. Senni
lega hefur þetta fallið betur í
kramið hjá Hilmnri en eilífar
spurningar úm kaup. Raunar
veit ég ekkert meira um það.
Svo leið tíminn framundir jól
að ég fékk bréf frá Hilmari
þarsem hann spurði mig hvort
ég væri tilkippilegur að fara til
Indlands. Ég sló til eftirað ég
hafði fengið þær upplýsingar
sem ég þurfti um kaup og starfs
skilyrði.
— Hvenær fórstu austur?
— Þetta kostaði dálítinn
tíma, bréfaviðskipti og formsat-
riði, svo það var ekki fyrr en í
janúar að þetta var endanlega
ákveðið. Ég kom til Rómar í
byrjun febrúar 1957, var þar
eitthvað tíu daga, og fór aust-
ur til Indlands að mig minnir
10. febrúar.
— Hvað um fjölskylduna,
kom hún strax með þér austur?
— Nei, hún var kyrr heima,
kom ekki a^stur fyrren í júní.
Við vorum hálf-smeyk við þessa
ráðabreytni og ákváðum að ég
færi fyrst og sæi hvernig lífs-
hættir væru þarna.
— Hvert fórstu fyrst?
•—- Við flugum til Bombay
þrír saman. Annar félagi minn,
var Skoti. Mr. Mackencie að
nafni, átti að vera nokkurs kon-
ar framkvæmdastjóri fiskveiða-
stöðvarinnar í Bombay sem al-
ríkisstjórnin hafði sett á stofn.
Hinn var Japani, dr. Miamoto,
sérfræðingur í veiðarfærum,
einkum þeim efnum sem til veið
arfæra eru notuð. hvernig þau
eru gerð, hvernig bezt geymd
og meðhöndluð á allan hátt.
Hann var sendur til Cochin í
Kerala og starfaði þar um sinn.
Ég staldraði nokkra daga við í
Bombay, en átti síðan að fara
til Saurasthra á Vestur-Ind-
landi.
— Hvernig leizt þér á þig þeg
ar þú komst austur?
— Nú svona og svona, mað-
ur fór strax að gera sér ein-
hverjar hugmyndir og breyta
þeim síðan smátt og smátt.
Þetta var ágætt í Bombay, það
er alveg vestræn borg, a. m. k.
þeir hlutar þarsem útlending-
ar halda sig. Þá var þarna um
að ræða tvö ríki, Gujarat og
Maharasthra sem síðan voru
sameinuð í eitt, og svo enn síð-
ar sundur skilin að nýju. Eins
og ég sagði áðan var ég ráðinn
til Saurasthra sem er í Gujarat,
ráðinn til eins árs; maður er
alltaf ráðinn til eins árs í senn,
síðan framlengist ráðningin
venjulega af sjálfri sér nema
eitthvað sérstakt komi tik
manninum líki ekki starfið eða
sé gersamlega hindraður í að
gera nokkuð að gagni. Ef mað-
ur er í tvö ár fær hann þriggja
mánaða sumarfrí seinna árið og
svo á tveggja ára fresti úr því.
— Þín ráðning hefur þá verið
tólf sinnum endurnýjuð.
— Já, það hefur farið,svo.
— Hvað fórstu að lara fyrst?
— Þegar ég fór frá Róm var
ákveðið að ég skyidi strax fara
að heimsækja Guðjón Illuga-
son sem var að vinna einhvers
staðar í Madrasríki; þeir í Róm
vissu ekki gerla hvar, það átti
és>: að finna út. Hann var búinn
að vera hér í þrjú eða fjögur
ár. ég held hann hafi komið út
1954 eða þar um bil. Eg átti
að fara til hans og vera með
honum í tvær eða þrjár vikur,
siá hvernig hann hagaði verk-
um, venja mig við og læra af
reynsiu hans. í Bombay fékk
ég að vita að fjölskylda hans
væri í Madras, tók niður heim-
ilisfangið og fór svo með flug-
vél til Madras, stanzaði ekki
nema innan við vi'ku í Bom-
bay. Guðjón var ekki heirna
þegar ég kom til Madras, en
Björg kona hans var þar með
börnin, þau höfðu þar hús á
leigu, en hann var hingað og
þangað, í þetta skipti suður í
Rameswaram sem er borg syðst
á landinu, austan á suðuroddan
um að segja má. Sú borg ligg-
ur þar sem eyjaklasi og rif
ganga frá landinu alla leið til
Seylon og ekki fært gegnum
sundin nema á smábátum. Það
er hin svokallaða Adamsbrú.
Þarna var Guðjón með bát sem
FAO átti, það var 36 feta stál
bátur, bara venjulegur snurpu
bátur, og var að gera tilraunir
með trollfiskirí. Þegar ég kom
var hann rétt búinn að finna
ágæt fiskimið þarsem hann
veiddi fisk þann sem kallaður
er silfurmagi. Ég varð að fara
með lest frá Madras til Pames-
FYRSTA GREIN
varam. Björg hjálpaði mér að
ná í miða og útbúa mig einsog
við á í svoleiðis ferðalag á Ind-
landi. Eg þurfti að fá ferða-
sæng lil að nota í lestinni, en
það eru þægilega útbúin teppi
og lök innaní pokum. Svo lagði
ég af stað um kvöld, á fyrsta
farrými. Þetta er átján tíma
ferð, auðvitað fannst mér anzi
heitt, en verst þótti mér ryk,
mcldrok og kolareyk.ur sem ætl-
aði að kæfa mig, mikil viðbrigði
. að koma norðan. af íslandi um
hávetur og ferðast hér bull-
sveittur og kámugur af sóti og
ryki.
— Lestarferðir í hitabeltinu
eru töluverð reynsla fyrir óvana.
Hvað fannst þér um þessa fyrstu
lestarferð þína?
— Það bar ekkert til tíðinda,
að ég geti talið. Þegar líða' tók
á daginn fór ég að fækka föt-
IIIIÍÍÍM
lllllllll
■
' v ' CV', '
SRafti ásamt tveimur barnabörnum s
um, a.fklæddist að ofan. Þessi
lest stanzaði á hverri stöð. Einu
sinni námum við staðar á ein-
hverri stöð, ég sat í klefanum,
sveittur og krímugur, sjálfsagt
ferlegur ásýndum. Þá tek ég
eftir að útá lestarpallinum geng
ur hópur af krökkum, líklega
bekkur úr r.kóla, og tvær konur
með. Krakkarnir ganga í röð og
eiu nærri komin framhjá, en
lítil stúlka sem er aftast lítur
eitthvað við og sér mig innum
gluggann, stanzár og segir eitt-
hvað og allur hópurinn fer að
glápa á þetta viðundur í lest-
inni. Hópurinn mjakast nær og
nær, en ég sit hinum megin í
lestinni svo öll vagnbreiddin er
á milli. En þegar andlitin eru
komin a.lve-g uppað g'lugganum
þá stekk ég upp, þýt til þeirra
og rek útúr mér tunguna. Það
va.r meira fiaðrafokið. Litla telp
a.n dett og beljaði þessi ósköp,
ble'suð litla hnátan, hefur á-
reiðanlega ekkert skilið hvaða
dýrategund^þetta var. Björg
hafði farið með mig í dýragarð-
inn í Madras daginn áður, og
mér flaug einmitt. í hug að
þarna hefði þetta fólk verið að
glápa á mig' einsog ég hafði
Konurnar bera fiskinn upp á fisksölutorgiS í Veravel.
-Ég tók einn stjómbátinn, léf byggja yfir hc
sjálfur - sljérnarvöldin voru heldur slirð, e
gera mér slórgreiða að leyfa mér að gera þ