Alþýðublaðið - 03.01.1970, Page 2
2 Alþýðublaðið 3. janúar 1970
Götu
Gvendur
a
□ BÆÐI forsætisráðherra og
útvarpsstjóri minntust lítillega
á það í útvarpi og sjónvarpi á
gamlárskvöld að það sem mann
inn skorti nú helzt væri þekk-
ing á sjálfum sér. Hvorugur
gerði þetta að verulegu umtals-
efni, það flaut svona fram með
öðru, en samt er það mikið fagn
, aðarefni að þessi augljósa stað-
reynd skuli vera einhverjum
. ljós! eða að minnsta kosti ein-
' hverjir telji til einhvers að geta
! hennar á hátíð.
i i
Á FORNUM TÍMUM var
spurningin um sjálfsþekkingu
talin mikils verð, en síðar hvarf
• hún algerlega í skuggann, senni
lega mest fyrir hálfblinda trú og
seinna af hroka og barnalegt of-
mat á því sem mannfólkið kall-
a,i’ afrek, uppfinningar, tækni
1 skipulag, vísindi. En þetta
tvænnt, blind trú hvort heldur
er i trúmálum eða pólitík ásamt
ofmati á uppfinningum og tækni
er að leiða mannkynið útí hrein
ar ógöngur: mátturinn til að tor
tíma er miklum mun meiri en
til að byggja upp, löndin, særinn
og gufuhvolfið eru að eitrast
sambúðarvandamál manna enn
í dag í sömu vitleysunni og var
á liðnum öldum.
I
ÞAÐ er furðulegt að spurn-
ingin um manninn sjálfan vekur
ekki meiri athygli en hún ger-
ir, því það liggur í augum uppi
að ef hann botnar ekkert í sjálf
um sér botnar hann ekki nokkra
lifandi vitund í neinu öðru því
sjálfur er hann mælikvarðinn á
allt sem hann skoðar. Vissulega
héfur maðurinn alls konar hug-
myndir um sjálfan sig, en þær
hljóta að vera herfilegur mis-
skilning'ur því flest eða allt sem
hann gerir gerir hann fyrir sjálf
an sig' og samt snýst á ein-
hvern hátt allt á móti honum:
með friðarviðleitni stofnar hann
til ófriðar, með öflun auðs skap-
ar hann fátækt, með hamingju-
leit veldur hann óhamingju.
ÞAÐ er auðljóst að lausnin á
vandamálum nútímans — ef
hún finnst — er ekki fleiri atóm
spreng'jur, fleiri menn á mán-
ann, hraðari samgöngur, meira
skipulag, flóknari tækni — held
ur nýtt mannllf sem byggist á
allt öðrum skilningi á eðli
mannsins.
ÉG SNÝ ekki til baka með
það sem ég minntist á í síðasta
pistli mínum fyrir áramót að ég
á bágt með að þola alla þessa
upprifjun á því sem gerðist á
árinu og vantar algerlega greind
til að sjá hvaða tilgangi hún
þjónar. Menn læra ekki af
reynslunni með því að endur-
taka það liðna, heldur með hinu
að reyna að finna uppá ein-
hverju nýju. Fortíðin er bara
víti til varnaðar. Öll okkar liðnu
áramót hafa verið gláp á liðinn
tíma, við erum alltaf að ganga
afturábak á móti framtíðinni.
Væri ekki skemmtilegra þótt erf
itt sé að reyna að gera sér skyn
tamlega grein fyrir hvað hið
nýja ár beri í skauti?
Götu-Gvendur.
Smurt hrauB
Snittur
BrauStertur
BRAUÐHUSIÐ
SNACK BÁR .
Laugavegi 126
Síati 24631.
I HEYRT OG SÉÐ
j Falleg föt
I Meredifh
Meredith, sem er dóttir kvik-
myndaleikarans Gordon Mac-
Rae, er nú orðin Hollywood-
stjarna. en nú er hún að leika
í mynd sem nefnist „Norwood".
Áður hefur hún leikið í mynd-
inni „My Three Sons“ og „Petti
coat Junction“.
Á benzínstöðínni
Þessar fallegu stúlkur sýndu
á tízkuhúsinu í London fyrir
skömrnu þessi föt, sem sögð eru
vera sérlega heppileg fyrir
stúlkur sem vinna við benzínaf-
greiðslu. Að minnsta kosti ættu
fstúlkurnar ekki að fæla við-
skiptavinina frá. —
og fataleysi
*;-• • i