Alþýðublaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 1970næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Alþýðublaðið - 03.01.1970, Síða 8

Alþýðublaðið - 03.01.1970, Síða 8
8 Alþýðublaðið 3. janúar 1970 Guðrún L Símonar skrifar gagnrýni um RUDKAUP Efiir W. U. Mozarf FÍGAROS n Þá er „Brúðkaup Figarós11 komið í Þjóðleikhúsið. Mikíð hefur verið pukrað og písk.rað í sambandi við það, en enginn, og ég meina enginn var nögu hreinskilinn við þá aðila, sem hlut áttu að máli. Það er eins og allir séu hrædd ir, hver í sínu horni. Þetta er táknrænt á þessu landi. Ég hef aldrei skilið þessa ó- hreinskilni, við hvað er fólk hrætt? „Brúðkaup Figarós" er dá- samleg ópera, sem hefur allt tii að bera, það er að segja ef það er valinn söngvari í hverju hlut verki, einnig að hljómsveitin sé góð og leiki vel Mozart. Að hafa fimm nýliða í þess- ari óperu sýnir mikið þekking'- arleysi. Einn nýliðinn átti að slá í gegn fyrirhafnarlítið, hinir fjór ir fengu að fljóta með, sem góð afsökun. Það er ekki erfitt að fá þenn- an „íslandsfræga“ titil „óperu- söngvari“. Bara eitt hlutverk og þá er sigurinn vís. Hér spretta. söngvarar eins og gorkúlur og segjast hafa 6—8 ára nám að baki, þó maður hafi aldrei heyrt þeirra getið í sambandi við al- varlega söng'starfsemi. Er þetta eitthvert tízkufyrirbæri? í dag virðist vera bezt að kunna sem minnst. Hvílík fásinna a.ð flytja óper- una á ítölsku. I „Brúðkaupi Figarós“ er rezitativ söngur, sem áheyrendur þurfa nauðsynlega að skilja til að hafa einhverja ánægju af því, sem fram fer á leiksviðinu. Italskan er fallegt mál, það er hræðilegt að heyra því misþyrmt. Ég segi það einu sinni enn, (hef sagt það áður í annarri gagnrýni), að allir söngvarar ættu að Iæra hljóðfræði. Það hjálpar mikið þegar syngja þarf á tungumáli sem maður ekki talar. Það fór eins og hnífur í gegn- um mig, að heyra ítalska fram- burðinn. Ég veit að margir hugsa, — það skiptir engu máli, það skilur enginn ítölskuna hvort sem er. Ég skal viður- kenna að ég átti fullt í fangi með að fylgjast með, og skil ég vel ítölsku og hef talað málið, en í óperunni var hún í öllum regnbogans litum. Sumir söngv ararnir skildu ekki sjálfir um hvað þeir voru að syngja. Það er ekki nóg að fá textann lauslega þýddan. Það verður að skilja orð fyrir orð, ef það á að kom- ast til skila. Rezitativin voru mjög þungt sungin og' stirð hjá fiestum, (nema Súsönnu). Sam- söngurinn var mjög ójafn, ei- líf togstreita milli söngvara og hljómsveitar. Það vantaði alla skerpu í hljómsveitina. KRISTINN HALLSSON söng Fig'aro, en lék það á köfl- um. Mér fannst hann ékki vera í sínu hressilega söng eða leik- skapi. Hann syngur músikalskt, en rezitativin voru of þungt sungin, ítalskan kom ekki vel fram og framburði var ábóta- vant. Ég hefði viljað sjá hann sem Dr. Bartolo, þar hefði hann orðið bráðfyndinn, sem „typa“ alveg á sínum stað. Sænska söngkonan KAREN LANGEBO, söng og lék Sú- sönnu. Hún var alltaf í sínu hlutverki, bráð-músiköisk, létt í hreyfingum. Rezitativin voru mjög' létt sungin hjá henni. Það var auðvelt að skilja hana, ítalskan ágæt af.Svía að vera. Það var auðheyrt að hún hafði lært sitt hlutverk út í yztu æs- ar. Þar var ekkert fum eða fát. Hún hélt alltaf sínu striki í sam söngnum, þó það væri ójafnt tempó hjá öðrum söngvurum og hljómsveitinni. Röddin er létt og hún beitir henni faglega, mætti vera f-ramar í ,.maskann“. Aríu sína í fjórða þætti „Deh vieni non tardar“ söng hún mjög fal- lega og músikalskt. GUÐMUNDUR JÓNSSON, söng Almaviva greifa. Hann hef ur sungið í flestum óperum og óperettum, sem hér hafa verið fluttar í Þjóðleikhúsinu, síðast- liðin tuttugu ár. Hann á ekki heima í öllum hlutverkum frek- ar en aðrir söngvarar, að þessu sinni fannst mér hlutverk greif- anr. ekki hæfa honum, mér fannst hann satt að segja, vera mjög miður sín. A/ ý • JF7 '•■'. rt.'V ’ *'V ■ .1 • ,, • * ’Nhíí*-*.' •• .. ‘ jyA Það er ’ekki ailtaf að GUÐ- MUNDUR JÓNSSON og JÓN SIGURBJÖRNSSON geta sung' ið sömu hlutverkin, en að þessu sinni var það svo. Jón er „typ- an“ í það, en Þjóðleikhússtjóri sem ræður öllu, hefur aldrei komið auga á hans miklu hæfi- leika, sem söngvara, leikara og leikstjóra, og mætti segja svo um fleiri söngvara sem hafa legið í dái hjá Þjóðleikhússtjóra. SIGURLAUG RÓSENKRANZ átti að syngja og leika Rósinu greifafrú, en gerði hvorugt. Frú in sagði í blaðaviðtali í Vísi 1. des. að hún hefði verið lengi að ákveða hvort hún ætti að taka þetta hlutverk að sér. Hvern er verið að blekkja? Það vita flestir að óperan var færð upp eingöngu vegna henn- ar. Hún fékk sitt hlutverk fyrir löngu til að læra, en hinir söngv ararnir fengu sín hlutverk löngu seinna. Ég vildi óska að Sigur- laug hefði verið heldur lengur að hugsa sig um, hvort hún ætti að taka hlutverkið að sér, eða ekki, það hefði farið betur. Ég sagði frúnni í vor að hún gæti ekki sungið þetta hlutverk, en mér var auðvitað ekki trúað. Ég þekki hlutverkið það vel, að ég vissi að það yrði að ske kraftaverk, ef hún ætti að geta gert hlutverkinu þau skil, sem sóma því. Jú, frúin er falleg kona og mittisgrönn, en það er ekki nóg. Sem Rósina g'reifafrú verður hún að geta sungið, hreyft sig og leikið sómasam- iega. Sigurlaug hefur litla rödd, sem flytur mjög stutt, hún beit- ir henni af vankunnáttu, önd- un er mjög siæm og engin tón- fylling eða stuðningur. Þar að auki syngur hún ekki músi- kalskt, þer.s vegna er það fárán- legt að láta hana í þetta veiga- mikla hlutverk, þrátt fyrir aug- lýsingaskrum um langt nám, sem ég veit að er mjög stutt. Sigurlaug söng báðar aríurnar ,,Porgi\amor‘.‘ og „Dove sono“, mjög órytmiskt og túlkun var engin. Aldrei hélt “g að ég ætti eft- ir að upplifa það, að heyra bg sjá byrjanda stjóima „tempó“ hjá. Sinfóníuhljómsveit íslands!! Italskan er mjög slæm, frú- in skildi heldur ekki hvað var að ske í kringum hana. Rezitativin hjá frúnni voru sungin í hálfgerðu „staccato“. Þegár Sigurlaug átti að sýna vanþók.nun eða reiði, þá beit hún orðin á milli tannanna, sem er rangt. Sigurlaug hafði mjög slæmar hreyfingar þött grönn sé. SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTT GuSmuntíu .u (greifinn) og Sigi IR, söng og lék Cherubino. Mezzosópran rödd hennar er falleg og •■•el þjálfuð. Hún er músikölsk, er þetta mjög efni- leg höngko '.a, .sem hefur tekið nám sitt al' 'arlega, jafnt og þétt, eins og þ,"" á að vera. Sig'ríð- ur er varká ■ bessu drengjahlut verki, bæð' ' söng og leik. Hún má sleppa sér dálítið, við það verður bar " söngur og leikur frjálslegri. Hún er glæsiieg stúlk.a og r ekkert erfitt með að hreyfa s' á sviðinu. Ég vona að hún tak' "kki upp á því að setjast að hérna og verða að engu. Hún r • ung að árum og á framtíðina fyrir sér, þó sam- k.eppnin sé ’ Vð og erfið erlend is. Mér líkuð'1 ekki svörtu stíg- vélin, þau 'oru of nýtízkuleg og alltof há upp. Kristisin Kalísson í hlutverki Figaras Karin Lanpho (Súsanna) og Sigríður Magnústíóttír (Cherubino).

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar: 2. Tölublað (03.01.1970)
https://timarit.is/issue/233621

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. Tölublað (03.01.1970)

Gongd: