Alþýðublaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 3
Miðvikudag'ur 27. maí 1970 3 Úfgerðarfélag Akureyrar með 10.7 milljónir í ágóða: Hluthafar fengu arð í fyrsta sinn ★ Á aðalfundi Útgerðarfé- lags Akureyrar gátu stjórnar- menn flutt hlutliöfum þau gleöitíðindi, að rekstrarhagnað- ur á árinu 1969 hefði orðið 10,7 milljónir, og fá hluthafar nú í fyrsta skipti arð — 7%. . ★ Þessi hagnað.ur er fyrst og fremst að þakka góðri rekstrar- afkomu frystihússins. Tveir tog- arar félagsins skiluðu samt arði en á tveimur var tap. ★ Útgerðarfélagið greiddi um 86 milijónir í vinnulaun og er næststærsti launagreiðand- inn í bænum — sá stærsti er verksmiðjur SÍS. ★ Á fundinum bar Bragi Sigurjónsson, alþingismaður, fram þá tillögu, að stjórninni yrði falið að leita eftir kaupiun á einum eða tveimur verk- smiðjutogurum, sem ríkisstjórn- in ætlar að hafa forgöngu um að láta smíða. „Samsfaða verkafólks áberandi mikil" í gærkvöldi stöðvuðu verka- menn framkvæmdir á nokkrum stöðum í bænum og fóru þær aðgerðir fram án nokkurra á- taka. i dag verða fulltrúar verka manna í eftirlitsferðum um bæ inn til að fylgjast með því að verkfallsbrot verði ekki framin. Höfuðstöðvarnar eru í skrif- stofu Dagsbrúnar en búast má við að sett verði upp sérstök skrifstofa fyrir verkfallsverði. Enn hefur ekki verið tekin á- kvörðun um hvenær greiðslur hefjast úr verkfallssjóðum, en þegar hefur verið leitað eftir stuðningi erlendra verkalýðs- félaga. Guðmundur J. Guðmundsson sagði að samstaða verkamanna væri nú áberandi mikil. f Verkakvennafélögin liefja verkfall á morgun, og félög byggingariðnaðarmanna boða verkfall frá og með 2. júní. □ Nú er allt bljóðnað við höfn ina. Þar liggur Fjallfoss með mikirn varning innanborðs. m. a. Cortinubíla, epli og kartöfl- ur. I gærkvöld.i var unnið af kapppi við að losa Cortinubíla af dekki, ei: verkaménnirnir hættu vinnu kl. 7. Þá liggja tvö ‘erlend leiguskip E1 í höfn, er annað með almenna stykkja- vöru og hitt með timbur. Verða þau sennilega að bíða hér til loka verkfalls. Skipin Laxfoss. Sk.ógafoss og Tungufoss eru á heim.Ieið, en önnur skip félags- ins á útleið. Og þá er ekki mikil hreyfing á Reykjavíkurflugvelli. Þar bíð ur flugfloti FÍ að verkfallið leys ist, en í morgun voru tvær vél- ar st.yidar úti á landi en koma til Reykjavíkur um leið og veð- ur leyfir. Þota FÍ getur haidið áíram. ferðum þar til verkíall hefst á Keflavíkurflugvelli 2., jú.ní. Um helgina er mikið bók- að m.eð þotunni til útlanda. — Alþýöuflokkurinn heldur almennan kjósendafund í Skiphól fimmfudaginn 28. m aí kl. 8.30 síðd. Margrét Ágústa A-LISTINN A-LISTINN HAFNARFJÖRÐUR: Egill Guðríður Ilrefna Ilörður Stefán G. Kjartan Lárus Örstutt ávörp flytja: Egill Friðleifsson, Guðríður Elíasdóttir, Hrefna Hektorsdcttir, Hörður Zophaníasson, Kjartan Jóhannssoá, Lárus Guðjóasson, Margrét Ágústa Kristjánsdóttir, Ólafur Þcrarinsson, Sigþór Jóhannesson, Stefán Gunnlaugsson, Stefán Rafn og Vigfús Sigurðsson. Fu ídarstjórar: Stefán Júlíusson og Yngvi Rafn Baldvinsscn. Fundarritarar: Jcn Vilhjálmsson cg Sigurborg Od'dsdóttir. Skemmtiatriði: ÓMAR RAGNARSSON, SÖNGTRÍÓIÐ LÍTIÐ EITT. Skemmtiatriði: Ómar Ragnarsson, Söngtríið Lítið eitt. Ókeypis kaffiveitingar. Áætlaður funda'rtími: IV2—2 klst. A-LISTINN Ólafur Sigurborg A-LISTINN j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.