Alþýðublaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. maí 1970 5 Alþyðu blaéið Útgcfandi: Nýja útgáfufclagiS Framkvæmdastjóri: Þórir Sa*muntTsson Bitstjórar: Kristjan Bcrsi Ólafsson Sighvctur Björgvinsson (áb.) Ritstjórnarfulltrúl: Sigurjón Jóhannsson Fréttastjórl: Vilhclm 6. Krktinsson Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson Prcntsmiðja Alh.vðublaðsins Útvarpsræða Árna Gunnarssonar: Ímadurin^ma Frípassinn frá Geir | EKKI GLEYMAST Askorun G'eirs Hali'grímssonar, að Reykvíkingar rjúíi flokksbönldíin og láti samvizku ráða atjkvæði | sínu á kjördegi, nær auðvitað til fleiri en kjósenda 1 vinstri flotkkanna í höfuðborginni. Hún er á sama ■ íhátt yfielýsing um, að óánægðir sjálfstæðismenn njóti isama frelsis. Sjálffstæðisimenn, sem vilja breyta til í borigarstjórninni, þurfa auðvitað engan að spyrja leyfis um það, hvemig þeir ráðstafa atkvæði sínu. Hins vegar er vel til fundið, að Geir borgarstjóri skuli hafa sent þeim þennan frípassa og minnt þá á réttinn, sem allir íslendingar eiga sameiginlegan. Sennilega notfæra sér margir þennan frípassa frá Geir Hallgrímssyni á sunnudaginn fcemur. Verkfall I I l I I I I i Á miðnætti í nótt hófu sex v'erkalýðkfélög i Reýkja- vík oig niágrenni verkfall. Vinnulstöðvunin mun taka til um sjö þúsund 'launþega í þessum félögum og ýmis örmur félög hafa boðað Verkfall næstu daga. Alþýðublaðið vill harma það, að til verkfalls hafi þurft 'að kom'a. Aflir ísléndingar, hvar í stétt sém þeir standa, eru á einu máli utm, að nú á launafólkið rétt á verulegum kauphækkunum eftir erfið ár, sem kreppt hafa að íslenzku launafó'lki. Það skipti eins og ■ nú standa sakir miklu máli, að sú verulega kaup- 8 (hækkun hefði fengizt án verkfalls, því langvinnt 8 verkfall getur gersamléga gert að éngu þann efna- hagsbata, sem íslenzka þjóðin hefur unnið að hörð- um höndum hin síðari misseri. En verkfallið er ojð- ið staðreynd, og allir góðviljaðir menn hljóta að óáka þess einlæglega, að það leysiist sem allra fyrst og launþegar hljóti þær mestu kjarabætur, sem unnt er að veita. Það er fyrst og fremst launafólkinu á íslandi að þakka, að tókst að vinna bug á efnahags- erfiðleiikunum og þetta fólk á því að njóta batans fyrst allra. I I I I Morgunbl. og sammngarnir\ í fory'stuigrein Morigunblaðsins í morgun er fjallað 8 um verkfallsmálin. Þar segir m. a. svo: 8 „Það er því miður 'svo komið fyrir íslenzkri verka- B lýðshreyfingu, að forystumenn hennar eru vart I samnintgshæfir fyrr en að kosninp/im loknum. Póli- ■ tísfcur glfmuskjálfti hefur heltekið þá. Launþegar og 8 al'lur 'almenningur hafa tækifæri til þess að sýna hug 8 sinn gagnvaH þvílíkum vinnubrögðum á sunnudag- inn kemur.‘‘ Með þessurn orðum er Morgunblaðið að stimpla 8 kjarabaráttu verkalýðsins á íslandi 'Sem pólitískan | kosningaskollaleik. Ætli menn, sem sömu skoðanir hafa á þeim efnum oig Morgunblaðið lýsir, hafi ekki átt sinn þátt í því að verfkfall sfcall á engu síður en verkalýðsforingjamir, sem Morgunblaðið kallar ekki 1 samningshæfa. □ Kona nokkur sagSi við mig- um daginn, að þegar hún hlust- aði á þref stjómmálamanna í útvarpi, tryði hún ávallt síð- asta ræðumanni, en þegar hún síðar meir færi að hugsa málið, vissi hún ekki hverjum hún ætti að trúa. Ugglaust geta margir hlustendur tekið undir þessi orð. — Og til hvers eram við þá að þessu stagli hér í kvöld. Svarið er einfalt. — Með þessu er verið að hálda við því lýð- ræði, sem við verðum að stór- efla í þessu landi, svo að hver stjórnmálaflokkur og félag, hversu lítið, sem það er, fái tækifæri til að kynna stefnu sína. Ég sagði, að þetta lýðræði yrði að stórefla. Það er skoðun mín, að það geti ekki samrýmst þjóðfélagsskipulagi, sem kenn- ir sig við lýðræði, að einn stjóm málaflokkur geti að miklu leyti einokað skoðanamyndun í land bia. — En hvað um það. í kvöld hafa alUr fengið sama tæki- færi til að túlka skoðanir sín- ar, og eins og ott áður hefur ekkert skort á gylliboðtn og útnrsnúningana. — Og hvaða gylliboð hefi ég svo á blöðun- um hér fyrir framan mig. Það eru ekki gylliboð, heldur hug- myndir mínar um það, sem ég tel að verði að gera í þessari borg umsvifalaust, ef vrð eig- um ekki að verða fyrir óbætan legu tjóni. — Ég er þeirrar skoðunar, að hér á landi stönd- nm við á þeim tímamótum, að við verðum með gerbreyttxun hugsunarhætti og stóraukinni orku að snúa okkur að félags- ifnálunum, samhjálpknniji Þafl einkennir stefnu íhaldsmanna víða um heim, að hver maður eigi að hjarga sér sjálfur, og takizt honum það ekki, eigi liann ekkert gott skilið. Þetta er sú stefna, sem nefnd hefur verið á ensku „The survival of the fittest“, það er, að hinir sterkustu verða ofaná. Það er einfalt að fylgja þessari stefnu, þegar menn eru heilir heilsu, hafa sæmileg auraráð og at- vinnu. En tónninn breytist, þeg ar eitthvað bjátar á. Þá hallast menn fremur að því, að sam- hjálpin, sem jafnaðarstefnan er hyggð á, eigi að grípa inn í. Á nndanfömnm áram hafa orð- ið gífurlegar fraxnfarir á flest- um sviðum hér á landi, og þá sérstaklega á tæknisviðinu. f öðram löndum er þessi þróun komin enn lengra, og þar hafa menn skyndilega vaknað upp við þann vonda draum, að í öllu kapphlaupinu um tækni- nýjungarnar, hefur maðurinn gleymst. Hann hefur gleyinst svo rækilega, að nú standa menn frammi fyrir þeirri stað- reynd, að sálarheill manna, er byggja hin miklu tækniþjóð- félög, er í stöðugt meiri hættu geðsjúkrahús eru yfirfull, sjálfs morð verða æ tíðari, notkun lífsflótta-lyfja stóreykst, tauga lyf og áfengi verða algengari lijá yngra fólki sem og full- orðnu, og síðast, eri ekki sízt; manninum hefir tekizt svo ræki Iega að eitra umliverfi sitt, að haun getur ekki neytt vatns, gróður deyr, dýrategundir hverfa og andrúmsloftið eitr- ast. — Sumir fróðir menn telja, að maðurinn hafi ofgert sér likamlega og andlega í barátt- unni fyrir lífsþægindum og aukinni tækni. — Hér hafa nokkur þessara vandamála þeg ar barið að dyrum, og þess vegna segi ég, að við stöndum á tímamótum í félagsmálum þeim tsmamótum, að við verð- um að viröa manninn meira en vélaraar og malbikið. — Á undanföraum árum hefur hér í borginni höfuðáherzlan verið lögð á verklegar framkvæmdir, en félagsmálunum minna sinnt. —. Við þekkjum öll gamla fólk- iff, sem slitiff hefur veriff úr tengslum viff samtíff sina, ungu hjónin, sem notaff hafa beztu ár ævi slnnar til aff reisa sér íbúff, og sitja siffan sum uppi meff örvæntinguna eina og skuldir. — En við þurfum að’ líta enn lengra til aff sjá hvaða áhrif tæknisamfélagiö hefur á einstaklingimi. — Ilvert ykkar þekkir ekki til á heimilum, þaS’ sem geðsjúkdóinar hafa stung- ið sér niður í mynd þunglynd- is, örra geðhrifa, livei'skonar taugaveiklunar eða brjálseim. Hverjir þekkja ekki það böh - sem einn drykkjumaður getur flutt inn á heimili sitt,fog hver þekkir ekki rótleysi unglings- ins og kröfur hans um breyt- ingar á þjóðfélaginu, sem stafa, af því að hann finnur til ör- yggisleysis í heílmi Íiávævra véla og skortir félagslegt ör- yggi. Og svo hefur allt þetta. unga fólk, sem vill umbætu** á þjóðfélagi sínu verið kallað kommúnistaskríll. Vera. má, að í hópi þessa fólks, séu meim, sem óska eftir byltingu-en ekki umbótum, en flestir eru að leitai umbóta i þjóðfélagi, þar sem maðurinn hefur orðið útundan. Þessi upptalning gæti orðiff mun lengri, en dæmin nefní ég til að benda enn einu sinni á, að í félagsmálum borgarinn- ar blasa við óteljandi verkefnij sem verður að leysa og leyss* fljótt. — Á þessa þætti legguif Alþýðuflokkurinn mikla , á- herzlu í stefnuskrá sinni, og flokkurinn neitar því að hve* maður geti ávallt séð um sig sjálfur. Það getur enginn, sent misst hefur heilsuna, það geta ekki allir gamlir menn og gaml ar konur, og það geta ekki ung og eignalaus hjón, sérii eru að hefja búskap. Við þöiífn- umst öll samhjálpar, ef við eig- um ekki, eins og víða Iiefu* gerzt, að verða úti á malbikimi. Alþýðuflokkurinn vill sporna við þeirri þróun, sem víða liéf- ur orðið, meðan tími er til. \ Til að svo megi verðal þurfttiri við á aðstoð ykkar að halda. Það er ekki nóg að stefnariisé góð, ef henni er ekki hrint í framkvæmd. Fái þessi stefiua Alþýðuflokksins ekki liljojn- grann, föllum< viff fyrir vélun- um. — Þess vegna vil ég að lokum segja: viff ykkur: „VeítuV Alþýðuflokknum stuðning ýkkf ar í borgarstjóraarkosningun- nm, svo að hann geti betur, en. gert hefur verið, unnið aff fé- lagsmálum, sem snerta okkur ÖIL“ HUGSUM MEIRA U!W MANNINN, KJÓSUM JAFN- AÐARSTF.FNUNA OG EFL- UM ALÞÝÐUFLOKKINN. Jákvœða forystu j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.