Alþýðublaðið - 17.07.1970, Blaðsíða 14
14 Fcstudagur 17. júlí 1970
MOA MA RTÍNSSON:
1.
fPTKT
Ég man svo vel eftir deg-
inum, þegar hún mamma
gifti sig. Við áttum báðar
heima hjá systur hennar inni
í Norrköping. Það var á
föstudegi, og mamma féklk
frí í verksmi'ðjunni. Hún var
í svörtum kjól, sem ein verk-
smiðjustúlkan, vinnufélagi
hennar, hafði lánað henni. —
Fjárhagsástæður mömmu
voru nefnilega enn ekki
komnar í fastar skorður eft-
ir iæknishjáipina, sem hún
varð að kaupa handa mér,
þegar ég fékk beinkrömina.
Og peningaupphæðina, sem
mamma á sínum tíma fékk
hjá raunverulegum föður
mínum í „eitt skipti fyrir
öll“ eins og stóð í kvittun-
inni, hafði hún látið ganga
til föður sins og móðurafa
Aúns, og fyrir hana ætlaði
hann að ala mig upp; faðir
minn var sem sé allt of
„fínn“ til þess að kvænast
mömmu minni. Það var víst
sitthvað að eiga barn með
stúlku og að ganga að eiga
hana.
En einmitt sama árið fékk
hann afi lungnabófgu og dó.
Og amma mín gat ekki aiið
önn fyrir mér nema eitt ár
í viðbót, því að þá varð hún
blind og það varð áð láta
hana fara á fátækraheimil-
ið. Upp frá því varð mamma
að’ láta mig fylgj a sér eftir.
Og mín sök var það, að hún
fékk aldrei neitt annað að
gera en að vera vinnukona,
þangað till hún komst í
Briicks-verksmiðjuna í Norr-
köpinig.
Barnalífeyririnn minn var
lífca löngu gufaður upp, því
að meðan hann afi hafði þá
skrifaði hann nefniiega upp
á víxla fyrir kunningja sína.
En nú ætlaði mamma sem
sagt að gifta sig. Hún var í
svörtum kjól og þar að auki
hafðj hún perlufesti með mörg
um aflöngum glerperlum um
hálsinn,
Seinna meir erfði ég þessa
perlufesti. Ég á hana enn
í dag. Mamma sat og beið
eftir stjúpa mínum. Við vor-
um í eina herberginu henn-
ar móðursystur minnar í
Norrköping, Mér þóttu það
hin mestu undur að sjá hana
mömmu sunnudagaklædda á
virkum degi.
Mamma og stjúpj minn
voru burtu í eina klukku-
stund eða svo. Þá komu þau
aftur og voru þá orðin hjón.
Nú átt þú að kalla hann
pabba, sagði mamma.
Stjúpi minn reigði sig og
teygði og sneri upp á yfir-
vararskeggið.
Já, nú átt þú að segjia
pabbi, sagði hann.
Það leið langur tím^ þar
til ég gat fengið mig til þess.
Við áttum heima hjá móð-
ursystur minni enn um hríð.
Einn góðan veðurdag hætti
hún að vinna í verksmiðjunni.
í dag ætlum við að flytja
heim. sagði hún um leið og
hún tók mig í keltu sína. Hún
var venju fremur glöð í
braigði.
Daginn eftir þrömmuðum
við mamma gegnum bæinn og
út eftir Gamla Eyjavegi. Ferð
inni var heitið til bóndabæj-
ar, sem var svo sem stund-
arfjórðungsgang fyrir utan
Norrköping. Við vorum báðar
móðar og másandi, enda bái’-
um við talsvert.
Ég bar rúllugardínu, sem
vinnufélagarnir í verksmiðj-
unni skutu saman i handa
mömmu, regluiega fína og svo
fallega rúllugardínu. Það
voru svo fallegar myndir á
gömlu rúllugardínunum. Ég
er viss um að þær hafa haft
verulega þýðingu fyrir þrosk-
un hugmyndaflugsins hjá litl-
um bömum, enda ritað bæði
í bundnu og óbundnu máli.
Á þessari rúllugardínu var
mynd af stúlku, sem var að
sækja vatn í fötu yfir bogna
brú. Hún fór í raun og veru
yfir laekinn að sækja vátnið
í bókstaflegri merkingu.
Þau voru ekki svo fá kvöld
in, sem ég átti eftir að liggja
vakandi í rúminu og brjóta
heilann um, hvernig muni
hafa verið umhorfs hei'ma hjá
þessari stúlku. Hvort hún
muni hafa verið að skúra
gólfin fyrir mömmu sína og
það þykir mér liklegast, því
hún hafði stytt pilsið sitt. Og
svo líka, hvort ég myndi nokk
urn tíma eignast eins fallega
tréskó og hún var í. Aldrei á
ævi minni hef ég séð svo fal-
lega tréskó; ekki einu sinni
etftir að ég varð fullorðin og
átti þess kost að koma á
veraldarinnar glæsilegustu
markaði.
Við gengum eftir breiða,
gamla veginum, mamma mín
og ég. Það var voðalega, ó-
sköp gamall vegur, einn elzti
þjóðvegur landsins. Það var í
apríl. Sólin skein í heiði og
það var mjög heitt.
Stjúpi minn var þegar hér
var komið sögu fyrir nokki-u
kominn á þennan bæ og orð-
inn vinnumaður. Mamma og
ég myndum fá að verða ein-
ar allan seinnihluta dagsinS.
í allra fyrsta skipti frá því
að ég mundi fyrst eftir mér,
áttum við að fá að vera al-
veg einar. Ég var bráðum
orðin sjö ára.
Fósturmóðir hans stjúpa
míns hafði gefið ókkur flesta
innanstokksmunina; það var
kommóða, rúm, borð og
nokkrir stóla'r, allt úr birki.
Allir þessir munir voi-u úr
búinu hennar. En svo var þar
líka laust, lítið rúm. Það var
nýtt, brúnmálað og með út-
Skornum fótum. Þar átt; ég
að sofa.
Nú vorum við mamm.a á.
leið inni til þess staðar, sem
verða skyldi fyrsta heimili
ókkar,
Við komum að hvífkölkuðu
húsi. Það stóð í brekku og
það voru geysimargar tröpp-
ur upp að dyrunum. Innan til
við- gluggatjöldin sáum við
forvYtnum andliltum þregðlíf*
fyrir.
Mamma tók upp lykil og
lauk upp fyrstu dyrunum til
vinstri í forstofunni.
Ah, ha, sagði ég bara.
Mlimma haf ði Verið þar
daginn áður að koma öllu
fyrir. Það voru drifhvít tjöld
fyrir gluggunum, og þeir voru
meira .að seigja tveir. Það
voi-u að vísu gömul glugga-
tjöld, sem amma hafði látið
hana fá, en þau voru hvít-
þvegin og stífuð og alveg
heil. Það var hvít ábreiða yf-
ir rúminu, hvítur dúkur á
borðinu og nýjar smáábreið-
ur innan við dyrnar og fram-
an við stóra rúmið, sem
R 11701—R 11850
R 11851—R 12000
R 12001—R 12150
R 12151—R 12300
R 12301—R 12450
R 12451—R 12600
R 12601—R 12750
R 12751—R 12900
R 12901—R 13050
R 13051—R 13200
R 13201—R 13350
R 13351—R 13500
R 13501—R 13650
R 13651—R 13800
R 13801—R 13950
R 13951—R 14100
Auglýsing
um skoðun bifreiða og bifhjóla í lögsagnar-
umdæmi Reykjavíkur.
Aðalskoðun bifreiða og biflhjóla í lög'sagnar-
umdæmi Reykjavíkur mun fara fram 20. júlí
til og með 21. ágúst nik., sem 'hér segir:
Mánudaginn 20. júlí
Þriðjudaginn 21. júCLí
Miðvikudaginn 22. júlí
Fimmtudaginn 23. júilí
Föstudaginn 24. júlí
Mánudaginn 27. júlí
Þriðjudaginn 28. júlí
Miðvikuldlaginn 29. júlí
Fimimtudaginn 30. júlí
Föstudaginn 31. júlí
Þriðjudaginn 4. ágúst
Miðvikudaginn 5. ágúst
Fimmtudaginn 6. ágúst
Föstudaginn 7. ágúst
Mánudaginn 10. ágúst
Þriðjudaginn 11. ágúst
Miðvikudaginn 12. ágúst R 14101—R 14250
Fimímtudaginn 13. ágúst R 14251—R 14400
Fclstudaginn 14. ágúst R 14401—R 14550
Mánudaginn 17. ágúst R 14551—R 14700
Þriðjudaginn 18. ágúst R 14701—R 14850
Föstudaginn 21. ágúst R 14851—R 15000
'Bifreiðaeigendum ber að koma með toifreiðar sína - til
toifreiðaeftirlitsins, (Borgartúni 7, og vcrður skoðun fram-
kvæmd þar alla Vhka daga ki 09.00 til 16.30, einnig í
hádeginu, nema mánudaga til fcl. 17,30 til 30. apríl, en
til 16,30 frá 1. maí til 1. okt.
Aðalskoðun verður ekki framkvæmd á laug
ardögum. )
Festivagnar, tengivagnar og farþegatoyrgi skulu fylgja
toifreiðunuim til skoðunar
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fuil-
giid ökuskírteini. Sýna 'bler skilríki fyrir því, að bif-
reiðaskaltur og váti-yggingariðgjald ökumanna fyrir árið
1970 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bif-
reið sé í gildi.
Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki í bifreiðum sín-
um, skulu sýna kvitbun fyrir greiðslu afnotagjálda til
ríkisútvarpsins fyrir árið 1970. Ennfremur ber að fram-
vísa vottorði frá viðurkenndu viðgerðarverkstæði um að
Ijós ’bifreiðarinnar hafi verið stillt. Athygli skal vakin á
Iþví, að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg.
Vanræki eirhver að konia bifreið siiini til skoðunar á
réttum degi, verður hann lálinn sæta sektum samkvæmt
nmferðarlögtvn og lögum um bifreiðaskatt, og bifreiðin
tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst.
Þe'tta tilkynnist öllum, sem 'hlut eiga að máli
Lögreglustjórinn í Rgykjavík,
16. júlí 1970.
Sigurjón Sigurðsson.
m vmna
Upplýsingar í síma 18892.
Tökum að okkur breytingar, viðgerðir og
húsbyggingar. !
Áskriflarsíminn er 14900