Alþýðublaðið - 29.07.1970, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.07.1970, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. júlí 1970 3 GAIiíAS Sijilufiröív FYPSTA ÞJÓÐL A frA FFSTl YAL\, 'A X 5LA \/ D I i \ (T"\ J2ÍÓ TKÍÓ, FIOfflLD l\ TífJú 'a Paíí. i, \ \L,T,C3 ElTr' 1 |&t>RÍR UWOIR »,~í i Í /"~V SAHA HATTI,^ 'ARMÍ kKMijMÍÉ^r JfjgJ<aw fe sl STU RLA MW@æ.ÆmMm ha-r. Ofc- MsrWftf Tj FÁVIA/6A ) HLTom- ^ jSYS/r/W y /97o?\ W nepAL \£/xá SKe/tHn k-kafta ■ 1 <?PW,V/< /? «. 7 73£ííí An. &Jrs, '/n'S/Atí'íló, Sexiugur í dag: Víglundur Jónsson Úigerðarmaður í Ólafsvík □ Víglundur er fæddur 29. júlí 1910. að Haga í Staðarsveit. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sigtryggsdóítir og Jón Sigurðsson, bóndi þar. Víglund- ur var 3ja barn þeirra hjóna, en þau áttu tiu börn og komust níu þeirra til fullorðins ára. Þegar Víglundur var fjögurra ára fhittist hann með foreldrum sínum að Péttirsbúð á Arnarstapa í Bre.ðuvík og ólst þar upp. Þar bjuggu foreldrar hans lengi síð- ian. Móðir hans lézt 1941, en Jón bjó áfram nokkur ár. A Arnarstapa og Hellnum stunduðu menn jöfnum höndum búskap og sjcsókn. Það var eink- um síðari hluta vetrar og á vor- iri sem menn stunduðu útræði þaðan, en þá var þar oft mikil fiskigengd, enda hin rómuðu fiskimið undir Jökli skammt undan. Víglundur fór því snemraa að róa með föður sín- um og snerist hugur hans að sjósókn og útgerðarmálum. Hann fór snemma fcil sjós, eins og þá var háttur ungra matina. Var hann. átta ár með Birni Hanssyni, þekktum aflamanni í Hafnaffirði. Var hann með Birni 'bæði á þorsk - og síldveiðum og var vera hans méð honum Víg- lundi mikiil og góður skóli. 1936 réðist hann í það með Tryggva, bróður sínum, að láta Kristján Gíslason frá Skógar- nesi, sem þá var á Búðum, smíða 4urra tonna trillubát. Vann Víg- lundur að smtðinni með Krist- jáni og smíðuðu þeir bátinn og settu niður vélina á sex vikurn. Gerðu þeir bátinn síðan út frá Arnarstapa og voru fengsælir. Þegar Tryggvi fluttist til Ólafs- víkur, hafði hann bátinn með sér og reri honum þaðán. Bát- urinn hét Óðinn. 1937 fór Víglundur í sjó- mannaskólann og tók þar 75 tonna skipstjórnarpróf, sem síð- ar gaf 120 tonna skipstjórnarrétt irfdi. 1938 keypti Víglundur með Tryggva bróður sínum vélbát- inn Snæfell. 17 tonna bát. Þeir gerðu hann út eina vertíð frá Sandgerði og aðra frá Hafnar- firði, en fluttust með útgerðina til Olafsvíkur 1940, en þá var frystihús komið hér fyrir einu ári síðan. Fyrsia vetrarvertíð. Víglundar hér var veturinn 1941. Vglundur var ágætur fiski maður. 1943 kevpti Víglundur með Lárusi Sveinssyni, ungum og efniiegum sjómanni hér í Ölafs- vík, vélbátinn Framtíðina, 17 tonna báí. Var Víglundur með bátinn fyrsta sumarið, en um áramót tók Lárus við bátnum. Var samvinna þeirra Víglundar og Lúrusar með ágætum. Þeir byggðu 1947, verbúðir fyrir báta sína við höfnina, en um haustið vildi það sorglega slys til, að Framtíðinni hwlfdi hér á höfn- inni í kolafluiningum og fórust þar þrír menn, Lárus, Sigurður bróðir hans og Magnús Jóhanns son. Létust þar fyrir aldur fram þrír unsir og dugmiklir sjómenn, sem miklar vonir voru bundnar við. Þá um haustið keypti V.íglund ur m.b. Björn Jörundsson, 27 tonna bát og stýrði honum til miða. 1949 hóf Víglundur salt- fisk- og skreiðarverkun í sjáv- arhúsum sínum við höfnina, með nokkurri viðbót þá i upphafi. Hann stofnaði hlutafélag 1951 um fiskverkunina og var þar aðaleigandi og framkvæmda- stjóri með sameignarmanni sín- unt, Lúðvík Kristjánssyni í Hafn arfirði. Hann keyplú síðar hlut Lúðvíks í f y ri rtæki nu. Ví gáundur hefur smám saman aukið húsa- kost figkvinndlunnar og búið hana tækjum og er þar nú hús- rými mikið og gotí, vélakostur góður og færibandakerfi syo að óvíða enu betri vinnuskilyrð'i í slíkum húsum.. í febrúar 1951, var Víglundur í þann veginn að fara í skemmti- ferð til Noregs með öðrum út- vegsmönnum, en daginn áður en lagt skyldi upp, sökk m.b. Björn Jörundsson úí af Svörtu- loftum. Guðlaugur Guðmunds- son, þekktur skipstjóri hér, var með bátinn. N.A. stormur var og kom leki að bátnum á leiðinni í land. Það komu margir bátar þar að, m.a. Guðmundur Jens- son á m.b. AgLi, sem bjargaði áhöfninni, en ekki reyndist unnt að koma bátnum til hafnar. Víg- lundur sneri heim, tók Snæfellið siit gamla, dubbaði það upp og reri því til vertíðarloka og næsta sumar, en keypti um haustið m.b. Fróða, 36 íonna bát. Víglundur keypti síðan einn eða með öðrum marga báta. M.a. m.b. Orra, sem slitnaði frá bryggju með einum manni um borð, Þórði 'Halldórssyni frá Dagverðará. Þórður batt sig í reiðann, er báturinn var að sökkva út af Töngunum. Tryggvi, bróðir Víglundar, var þá með Fróða. Hann lagði bát sinn og áhöfn í mikla hættu við að bjarga manninum og tókst það giftusamlega. Víglundur var með í þeirifi för. Eigendur að Orra með Víglundi voru þeir Frh. á bls. 4. • '”""v ** -~l ÞAb sroppAR f BRrriTWíf-Þ' fl S*0PPAI f * S v o. .. ......... —rr Y4 & cr*Tý/X Í RUST-BAN í RYÐVÖRN Höfum opnað bíla-ryðvarnarstöð að Ármúla 20. Kyðverjum með Rust-Ban efni eftir ML-aðferðinni. RYÐVARNARSTÖÐIN H.F. Ármúla 20 — Sími 81630. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.