Alþýðublaðið - 10.08.1970, Page 10
10 Mánudagur .10. ágúst 1970
19.
MOA MARTINSSON:
HfiHM
GtP TKT
sem höfðu fóstui'börn, að
„þess væri óskað að börnin
væru ekki send lúsug í skól-
ann“. Þetta mun hafa verið
ástæðan til þess að sá orð-
í'ómur skapaðist, að hún væri
óvenju ströng, kennslukonan
á Holmastað.
Ég sat eins og dæmd og
horfði á nýju kennslukonuna
mína. Hún var að bíða þess
að kyrrð kæmist á í bekkn-
um. í fyrsta skipti á ævinni
gaf ég reglulega góðan ganm
að konu, — ókunnugri konu.
Það greip mig allt í einu ein-
hver angist og óró.
Var það ekki augljóst, að
ég hefði orðið ástfanginn af
þessari konu, og þar með á
vissan hátt gerzt móður minni
ótrú? Upp í huga mér skaut
andlitinu á henni mömmu
minni; hún • var orðin dálítið
kinnfiskasogin, og enda þótt
hún væri með ljóst, mikið
hár, þá fannst mér hún í sann
leika ósköp venjulegur kven-
maður í samanburði við þessa
töfrandi mannveru. Þarna sat
ég og kreppti hnefann utan
um bréfmiða, sem mamma
mín Jiafði sent mig með að
heiman. .Hánn var kannske
ekki alveg hreinn og víst var
að hann væri ekki ritaður
með æfðri rithönd, því hún
•hafði haft öðru að sinna um
dagana hún mamma mín held
ur en æfa sig í að skrifa. Al'lt
til þessa dags hafði ég aldrei
efazt um að það væri rétt, sem
hún mamma mín segði mér
að geta, enda þótt ég bryti
stundum á móti vilja hennar.
. Hins vegar greip mig nú efa-
semd um að rétt væri af mér
að framvísa miðanum, sem
hún fékk mér. Mér fannst
hann svo vesaldarlegur, þessi
miði, að mér myndi vera
minnkun í að eiga móður, sem
ekki skrifaði betur en þetta.
. Þess vegna tók ég það til
bragðs að stinga miðanum í
skúffuna á borðinu mínu. En
.-safntímis komu tárin fram í
augun á mér, við það að mér
varð- hugsað til þess þegar ég
einu sinni hafði séð hana
mömmu gráta.
Ég hafði séð hana mömmu
gráta oft og mörgum sinnum;
samt stóð þetta eina atvik liíf-
andi fyrir hugskotssjónum
mínum. Hún hafði legið fram
á borðið og grúft andlitið í
hendur sér; hárið á henni var
í óreiðu og það sá í beran
háisinn; og þegar hún heyrði
umganginn og leit upp, þá
var andlitið afmyndað af sorg
og angist og hún var með
ekka, sem ég heyrði greini-
lega þótt hún væri að reyna
að leyna því. Og þegar ég nú
allt í einu sá andlitið hennar
mömmu minnar fyrir mér firá
þessari stundu, þá fannst mér
sem ég líka heyrði ekkann.
Ég lagði ósjálfrátt af stað í
áttina til bennslukonunnar og
var nærri farin að gráta. —
Sorgmætt andlitið á henni
mömmu minni, sem ég minnt
ist frá löngu liðnum tíma,
vann glæsilégan sigur á ást
minni á ■ þessari fiallegu
•kennslukonu. Ég tók bréfmið-
ann upp og fékk henni hann.
Þar stóð einungis, að mamma
mín væri úti að þvo, og þess
vegna gæti hún ekki komið
með mér í fyrstu bennsustund
ina, svo sem vera átti. — Svo
féjtk ég henni líka vitnisburð-
inn minn úr hinum skólan-
um. Það var reyndar enginn
vitnisburður, heldur kulda-
lega orðuð staðfesting á því
að ég hefði mætt í skólanum
síðustu fimm mánuðina. —
Kennslukonan las fyrst vott-
orðið hennar ungfrú Ander-
son og svo óhreina seðilinn
frá mömmu, og ég starði eins
og frá mér numin á stutt-
klippta hrokkna hári ðhennar
og á hvíta rákina eftir miðju
höfðinu, þar sem sá í hörund-
ið í skiptingunni. Ég ákvað
að láta mömmu mína ekki fá
frið fyrr en hún hefði klippt
af mér flétturnar.
Kennsluikonan bauð mig
velkomna, rétti mér hendina
og leit á mig rannsakandi
augum. Það fór um mig ein-
hver- sæ/luhrollur[ Ég varð
mér þess méðvitandi, að ég
myndi orðalaust framkvæma
hvaða skipun hennar sem
vera vildi, en hún skipaði mér
ekki að gera neitt, nema að
setjast á minn stað á ný. —
Neðan frá sætinu mínu hélt
ég áfram að horfa á hana. Að
hugsa sér að ég skyldi mega
koma hingað á morgun og
daginn eftir og þar næsta dag
og . . .
AUar kveljandi hugsanir
um bandprjóna og kúgun og
pínslir voru roknar út í veð-
ur og vind. í einu vetfangi
var mamma mín í mínum aug
um orðin að þjónustustúlk-
unni minni, sem ynni fyrir
mér, sæi um að matarpakk-
inn væri allt af tilbúinn. Þá
minnist ég þess ebki með
beztu svuntuna mína í dag.
Svuntan mín var hálf óhrein,
fannst mér, í samanburði við
það, sem verið gæti. Og
mamma, — sem var vön að
fara með svunturnar mínar
með sér í litlum pinkli, þegar
hún fór að þvo fyrir fólk, —
hafði ekki haft neinn pakka
með sér í morgun, og var í
óhreinustu svluntunni, en
hreinu svunturnar mínar
voru heimia. Um þetlta hugs-
aði ég fram og aftur og varð
sífellt reiðari og reiðari við
hana mömmu í huganum. Víst
hefði hún átt að sjá til þess,
að ég mætti í fyrsta skipti í
Skólanum í beztu fötunum
mínum, að minnsta kosti í
beztu svuntunni.
Það átti að mæta annar nýr
. krakki í dag, sagði hún með
þessari næstum því full-
komnu rödd. í okkar augum
er sá, sem við elskum, alltaf
ful’lkominn.
Það heyrðist eitthvað þrusk
frammi á ganginum. Ertu þú
þarna, Hanna? fcallliaði
kennslukonan fram fyrir.
Lítil vera birtist í dyrun-
um.
Litla Hanna. — Aldrei
gleymi ég þér. Þú komst inn
í líf mitt rétt f sama vetfangi
og fyrsta algerlega óeiigin-
gjarna ástin blómstraði í hug-
skoti mínu. (Því ástin á móð-
urinní er alltaf eigingjörn. 'Án
mömmu er ekki hægt að veta.
Hún er eins og hver annar
OPIÐ
KL. 8—2i
r
n
I
v .
t'-~
f:
*
I
I
Pv
<fc-
&
t
t-
t'
*-
jfe.--
BIFREIÐAEIGENDUR
Gúmbarðinn
BÝÐUR YÐUR:
Aðstöðu a rúmgóðu, steyptu plani,
fyrir stórar og litlar bifreiðir.
Höfum flestar stærðir hjólbarða.
Skerum munztur í hjólbarða.
Fljót og góð afgreiðsla.
Gúmbarðinn
Brautarholti 10 — Sími 17984
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok —Geymslulok á Volkswagen í all-
flestum litum. Skiptum á einum degi með
dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar
Skipholti 25, Símar 19099 og 20988.
KJÖTBÚÐIN
Laugavegi 32
Nautahakk kr. 167,00 kg. — Nýtt hvalkjöt
kr. 60,00 kg. — Eitt bezta saltkjöt borgarinn-
ar kr. 138,00 fcg. — Ávallt nýreykt hangikjöt,
sérstök gæðavara. — Læri kr. 168,10 kg.
Frampartar kr. 120,00 kg.
KJÖTBÚÐIN
Laugavegi 32
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúiagötn 32
HJOLASTILLINGAR
á
HlOTflBSf.lLLINGAR LJÓSASTILLINGAR Simi
LátiS stilla i tíma. <f - i -i n n
Fljóf og örogg þjónusta. 1 t i iU u
. y--'I'■• ••■'• ■, '■;. I V