Alþýðublaðið - 10.08.1970, Side 12
AKUREY
- Kári og Hermann voru menn dagsins, er
Akureyringar „bursiuSu" KR-inga 6:3
'Akureyri, Hdan.
Q Akureyringar sigruðu KR-
inga með 6 mörkum gegn 3 í
Staðan í 1. deild
Staðan:
8 5 2 1 16: 8 12.
11
9
8
6
5
4
3
Markahæstumenn í 1. deild eru
þessir:
6 mörk:
Hermann Gunnarsson, ÍBA
Friðrik Ragnarsson, ÍBK
5 mörk:
Guðjón Guðmundsson. f A
ÍA 8 5 2 1 16: 8
ÍBK 8 5 12 13: 8
'KR 8 3 3 2 11: 9
IFram 7 4 0 2 11: 9
ÍBV 6 3 0 3 8:lý
ÍBÁ 6 2 13 13:11
Víkingur 8 2 0 6 8:16
Vaiur 7 115 5:11
Markahæstir (
Everlon vann
□ EVERTON vann Ohelsea í
leilc ensku knattspyrnusam-
bandsins til styrktar góðgerð-
aristofnunum á laugardaginn
með tveim mörkum gegn einu.
1 Nánar verður sagt frá leiikn-
um í þætti um ensku knatt-
spyrnuna í blaðinu á morgun.
heldur slökum leik á Akureyri á
sunnudag. Bæði liðin sýndu held
ur lítiil tilþrif og flest mörkin
voru hálf klúðursleg. Það var
glampandi sólskin og norðan
strekkingur þegar leikurinn fór
fram og léku Akureyr’ngar und
an vindinum í fyrri hálfleik.
Leikurinn hafði ekki staðið
nema í eina mínútu þegar KR-
ingar máttu sækja knöttinn í net
ið. Hermann Gunnarsson komst
frír í gegnum vörn KR-ánga, en
skot hans hafnaði í stönginni, en
þaðan hrökk knötturinn til Eyj-
ólfs Agústssonar sem skoraði.
Fimm mín. síðar bætir Kári
Arnason öðru marki Akureyr-
inga við. Magnús Guðmunds-
son var illa staðsettur í markinu
og lyfti Kári knettinum ,yfir
hann af um 20 m. færi.
Á 28. mín. var mikil þvaga
fyrir framan mark KR-inga og
skyndilega fær Þormóður Ein-
arsson knöttinn sendann frá
KR-ing og þakkaði hann fynir
sig með því að skora af stuttu
færi.
Og síðasta markið í fyrri hálf
leik skoraði Hermann Gunnars
son á 40. mín.-, en hann var kom
inn frír jnn fyrjr. yö.rpina.og. var
því eftirleikurinn næsta auð-
veldur.
KR-ingar höfðu nú vindinn í
bakið í síðari hálfLeik og hófu.
þegar mikla sókn að marki Ak-
ureyringa. Á 3. mín. skoraði
Hörður Markan fyrsta markið og
vakti það furðu mína, að Hann-
•es Sigurðsson skyldi ekki sjá á-
stæðu til að dæma aukaspyrnu á
KR. Samúel markvörður hafði
gripið knöttinn, en var hrint illa,
svo hann missti hann með þeim
afleiðingum, að KR-ingar skor-
uðu. Nokkrum mín. síðar, eða á
7. mín. dæmdi Hannes víta-
spyrnu á Akureyringa og var
það strangur dómur. Ellert fram
kvæmdi spyrnuna og skoraði.
Akureyringar fóru nú að ná
betri tökum á leiknum og eiga
nokkrar góðar sóknarlotur og
skall þá oft hurð nærri hælum
og bjargaði Ellert m. a. einu
sinni á línu. En það voru samt
KR-ingar sem átíu næsta orðið.
því á 25. mín. opnaðist vörn Ak-
íureyringa illa og Bjarni Bjarna-
son skoraði þriðja markið. Var
nú staðan orðin 4:3 fyrir Akur-
eyringa og gerðu KR-ingar nú
örvæntingarfulla tilraun til að
jafna og litlu munaði á 32. mín.,
en þá var Samúel markvörður
vel á verði og varði gott skot.
En Hermann létti spennunni
jafnt af leikmönnum sem áhorf
endum, því á 34. mín. skoraði
’hann fimmta mark Akureyr-
inga og átti Kári Árnason allan
heiðurinn aí markínu. Og á 40.
'á
RUST-BAN, RYÐVÖRN
RYÐVARNARSTÖÐIN H.F.
Ármúla 20 — Sími 81630.
Það 'var íncg jtð gera Æijá fmarkmöninum beggja
anna (í lleik Akureyringa og jKR’inga í )gær.
mín. var Hermann aftur á ferð-
inni og skorar sitt þriðja mark
og sjötta mark Akureyringa,
eftir að hann hafði komizt frír
inn fyrir vörn KR. Guðmund-
ur Pétursson, sem kom inn á
í síðari hálfleik, varði skotið,
en Hermann fékk knöttinn aft-
ur og sendi hann örugglega í
netið.
Eins og áður er að vikið, var
leikurinn ekki vel leikinn, en
áhörfendur fengu að sjá mörg
mörk. Sigur Akureyringa var
vei’ðskudaður, þó segja megi að
hann hafi verið full stór og víst
er um það, að þeir voru heppn-
ir með sum mörk sín, en þeir
áttu Hka góð tækifæri sem ekki
nýttust. Kári Árnason var bezt
ur og hafði mi’kla yfirferð og
Skapaði oft hættu við mark
andstæðinganna. Hermann skor
aði þrjú mörk og er hann ó-
umdeilanlega ein mesta skytt-
an í knattsp^rnunni hjá okkur
í dag.
f
Vörn KR opnaðist illa oft og
tíðum og var þá nánast auðvelt
fyrir Akureyringa að skora.
Það er langt síðan ég hef séð
KR sýma jafnslakan leik og
að þessu sinni, jafnt í vörn sem
sókn.
Hannes Þ. Sigurðsson dæmdi
Xeikinn og fannst mér hann
ekki í essinu sínu. —•
Ök næstum því
yfir tvo
1 Q Næsta æðisgengin elting-
’ árleikur fór fram milli drukk-
ins ökumanns og lögreglunnar
( aðfaranótt sunnudagsins og
! munaði litlu, að hinn drukkni
1 Bkumaður yrði valdur að mörg
um stórslysum, tneðan á „leik“
þessum Stóð.
Lögreglan varð fyrst vör við
íerðir ökumannsins á Gi’anda-
garði, en tókst ekki að stöðva
hann. ÖkumaðurLnn, sem er 18
ára piltur, var á bíl móður
sinnar og hafði neytt áfengis.
í Hafnarstræti gerðu tveir
lögregluþjónar tilraun til að
stöðva piltinn, en hann ók við-
stöðulaust áfram og tókst lög-
regluþjónunum með naumind-
um að forðast að verða fyrir
bifreiðinni.
Næst varð vart við biíreiðina
á Suðurlandsbraut og höfðu
lögreglumenn, sem þar voru
á ferð í lögreglubifreið, fengið
fyrii-mæli um að stöðva hinn
öíkuglaða pilt, færa hann á
lögreglustöðina og taka bifreið
hans úr umtferð. Pilturinn sinnti
ekki fremur en áður stöðvun-
armerki lögreglunnar og hófst
nú næsta æðisgenginn eltingar-
leikur. Að minnsta kosti einu
einni meðan á eltingarleiknum
stóð munaði minnstu að hinn
ungi ökumaður velti bifreið
sinni, er hann ók á ofsahraða
um fjölfarin gatnamót. Þá má
þakka snarræði vagnastj óra, að
ekki varð stórslys, er hinn
drukkni ökumaður mætti stræt
isvagni.
Eltingarleikurinn endaði í
smáíbúðahverfinu, þar sem pilt
urinn stöðvaði bifreið sína,
stökk út og lagði á flótta eftir
hitaveitustokknum og síðan inn
í trjágarð. Þar tókst lögregl-
unni loksins að handsama pilt-
inn og var hann fluttur á lög-
reglustöðina. Hann viðurkenndi
að hafa ekið undir áhrifum
áfengis. Kvaðst hann fyrst hafa
orðið var við lögregluna á
Grandagarði, en hræðsla hefði
gripið hann og hann lagt á
flótta. — j
jfegiSfc..:. - i