Alþýðublaðið - 18.08.1970, Síða 10
10 Þriðjuda'gur 18. ágúst 1970
MOA MA RTINSSON:
20.
gegnum Gstsemane skaltu, þú
skalt gexa iðrun og afplána
þina synd . . . Foreldrar þín-
ir dóu úr kólerunni, af því
að drottinn guð var þeim
reiður þvi að þau voru óguð-
leg; og syndari ert þú og kall
ar böl og óhamingiu yfir mitt
fólk og mitt hús“. Þannig lét
hann dæluna ganga, sá hund-
ur.
Amma var hás og röddin
var gróf, þegar hún líkti eftir
hinum siðavanda frænda sín-
um. I |
„Þama skaltu liggja og
sveitast blóðinu, skækjan þín“.
Víst hvert hús í nágrenn-
inu, eins heyrðust hljóðin í
henni inn í og þess vesalingur
líka grét og hrópaði og kall-
aði á hjálp, og ekki heyrðist
minna í honum, eins og hann'
líka æpti og ösknaði. En það
voru mest fátækir aumingjar,
nágrannarnir, og enginn
þeirra þorði að skerast í leik-
inn ög koma henni til hjálpar;
enginn, alls enginn . . .
Seinni hluta næstu nætur
steig hún upp úr rúminu, hún
systir min.
Ég ætla niður að ánni tíl
þess að þvo á mér bakið, sagði
hún. Það svíður svo á mér
bakið, að ég heid að ég deyi,
ef ég get ekki þvegið á mér
bakið. Hún skreið út um
gluggann. Það var búið að
hýða okfeur bróðir minn og
mig svo rækilega hennar
vegna, að hvorugt ofekar
þorði að elta hana til þess að
fylgjast með því, hvert hún
færi og hjálpa henni að þvo
á sér bakið. Hún dróst ein
frá húsinu: maður þorir aldrei
neitt þegar maður er kúgaður.
Svo flaug okfeur lífea í hug,
að hún ætlaði að komast til
kærastans. Og þá máttum við
ekki trufla. En það gerði hún
ekki.
(Við hóldum að hún ætlaði
að komast til kærastans, flétt
aði ég inn í hér og þar, þegar
ég sagði Hönnu litlu frá þessu
otftar en einu sinni síðar).
Nei, það gerði hún ekfei.
Hún gekk rakleiðis niður að
gljúfrinu og fleygði s.ér þar
fram af. Það var langt niður
að ánni og þangað géfck hún
ein í angist og fcvöl, heila
milu. Það var algengt að
fólfc drekkti sér þaraa, og þess
vegna fylgdist lögr-eglan vel
með ánni fyrir neðan gljúfrið,
þar sem hún flóði út á eyr-
arnar. Enda fundu þeÍT hana
strax daginn etftir. Þú heldur
kannske að lögreglan hafi haft
orð á því, að henni hafi verið
misþyrmt; það hafi líkið henn
ar sagt til um? Ónei. Hún
steinhélt kj'afti, lögreglan,
eins og hennar var von og
vísa.
(Þú heldur kannske að lög-
reglan hafi haft orð á því að
bakið á henni hafi borið þess
merki, að henni hafi verið
misþyrmt? Nei, ónei, þú
mátt reiða þig á að það gerði
hún ekki, lögreglan, sagði ég
Hönnu litlu, og svo grét hún
og var með efeka af sorg, með
'an ég hugleiddi hvaða hefnd-
um ég gæti komið fram á
hendur lögreíglunni.)
Þeir báru hana til kapeli-
unnar, og við urðum að fara
þangað og vitna, að hún væri
systir okkar. Ég gleymi aldrei
bakinu á henni, Hedvig, —
ég-er nú orðin sjötíu o!g fjög-
urra ára, og orðin eins og
þvottabreitti. Blóðugar gróp-
arnar hver við hliðina á ann-
arri í löngum röðum. En það
var enginn, sem sá það eða
vildi sjá það. Þá voru öll börn
hvort sem var hýdd. Enginn
fékkst um lítið bak, sem
hefði orðið fyrir misþyrm-
ingu. '
Hún systir min fyrirlfór sér
bara vegna þess, að þetta
kvikindi hýddi hana naktai
Kærastinn hennar vogaði sér
ekki að gefa sig fram og kæra'
hana. Hann var efcki einu’
sinni við jarðarförina. Ég
vissi ald-rei, hvar þeir grófa
hana, því við flýðum -nóttina
eftir að hún fannst, bróðir
minn og ég. Okkur var ekki
veitt eftirför. Það hefur víst
orðið því fegnasit, fólkið, að
vera laust við ökkur. Því nú
varð jörðin eign mannsins,
sem í rauninni varð systur
cxkkar að bana. Enginn vissi
hvar elzti bróðirinn, sjóliðs-
foringinn, var niður kominn
eða hvort hann var dguður
eða lifandi. Já, Hedvig mín,
— hvað er það ekki, sem ég
síðan hetf orðið að gegnum
ganga, öllu heldur skríða í
gegnum, stökkva í gegnum;
oftast hef ég að vísu reynt að
sneiða hjá að mæta eríiðleik-
unum, en það tekst aldrei,
maður verður alltaf að horf-
ast í augu við erfiðlteikana; —
annars yfirstígur maður þá
■ ekki eða síður að minnsta-
kosti. Og svo varð það, að
yngri bróðir minn fyrir hreina
tilviijun varð sótari, -en ég
gerðist vefari í verksmiðju.
Það munaði litlu að úr méi’
yrði allt annað . . . Eftir að
bróðir minn varð fjórtán ára
var hann varla ódruk-kinn.
einn einasta dag, og svo
flækt:st hann til Belgíu. Ég
frétti til hans þaðan og ég gat
ekki vitað hann þar umhirðu-
lausan í óreglu og það endaði
með því að ég mátti skrapa
- saman handa mér fyrir tfari
með hriplekri skútu þangað
til þess að sækja hann. Já,
það er sprúttið, sem hefur
' eyðilagt hann eins og fleiri.
Hann igat ekki lifað án víns;
hann gat ekki unnið handtak
án þess að hafa bragðað meira
eða minna vm,. Ég reyndi einu
sinni, hvernig það væri að
drefeba vín; hvort manni veitt
ist léttara að bera lífsins byrð
ar. Það var nóg og ódýrt vín
á boðstólum; ég var þá þrett-
án ára og gætti svína suð-
ur í Stegeborg. En það er nú
einu sinni svona, að við kon-
umar höfum víst ekki. smekk
fyrir brennivín.
(Það. er nú svona, að við
konumar höfum efeki smekk
fyrir brennivín, fræddi ég
Hönnu litlu seinna mleir>.
Mér þótti vænt urn.' hann
bróðir minn og vildi allt fy-r-
ir hann gera. Og svo var iann-
að: Han-n var sá einasti, sem
ég gat snúið mér til: lík-a sá
Hver býður betur?
Það er fojá okkur sem þið getið fengið
AXMINSTEE
teppi með aðeins 10% útborgun
AXMINSTER — annað ekki.
AXMINSTER
ANNAÐ EKKI
Grensásvegi 8 —Sími 30676
Laugavegi 45B — Sími 26280.
Volkswageneigendur
Höfum fyiirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok —Geymslulok á VoUcswagen í all-
flestum litum. Skiptum á einum degi með
dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bflasprautim Garðars Sigmundssonar
Skipholti 25, Símar 19099 og 20988.
KJÖTBUÐIN
Laugavegi 32
Nautahakk kr. 167,00 kg. — Nýtt hvalkjöt
kr. 60,00 fcg. — Eitt bezta saltkjöt borgarinn-
ar kr. 138,00 fcg. — Ávallt nýreykt hangikjöt,
sérstök gæðavara. — Læri kr. 168,10 kg.
Frampartar kr. 120,00 kg.
KJÖTBÚÐIN
Laugavegi 32
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32.
HJÓLASTILLINGAR
MÚrOHSTILLIMfiAB L J ÚS ASTILLIN G A R Simj
LátiS stilla í tima. <| Q 4' fl
Fljót og örugg þjónusta. ' I W ; I U U
r f
Askriftarsíminn er 14900